Fréttablaðið - 21.09.2009, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 21. september 2009 17
menning@frettabladid.is
ATH kl. 12.
Halldór Gíslason arkitekt heldur fyr-
irlestur um uppbyggingu og stofnun
Listaháskóla í Mapútó í Mósambík.
Fyrirlesturinn fer fram á Kjarvals-
stöðum. Halldór vann að stofnun
hönnunardeildar LHÍ fyrir bráðum
tíu árum, en hann hefur starfað að
undanförnu í Mapútó við kennslu og
þróun á menntun í hönnun ásamt
Sóleyju Stefánsdóttur, grafískum
hönnuði.
> ekki missa af …
Tónlistarmennirnir og hjóna-
kornin Pawel og Agnieszka
Panasiuk koma fram í Salnum
í tónleikaröðinni TÍBRÁ, þriðju-
daginn 22. september kl. 20.
Þau flytja verk eftir Schnitt-
ke, Chopin, Rachmaninoff,
Schumann, Þorkel Sigurbjörns-
son og Sigfús Halldórsson.
Tilkynnt var í vikunni að þýski rithöfundurinn og
gagnrýnandinn Hans Magnus Enzensberger fengi í
ár Sonning-verðlaunin dönsku. Hans er á áttugasta
ári. Sonning-verðlaunin eru mesti heiður sem veitt-
ur er þeim mönnum sem hafa lagt fram lífsstarf
sitt til að auðga evrópska menningu. Þau nema nú
einni milljón danskra króna og voru sett á stofn
af ritstjóranum C. J. Sonning. Meðal fyrri verð-
launahafa eru Halldór Laxness, Niels Bohr, Ingmar
Bergman, Günter Grass og Vaclav Havel. Er Hans
Magnus þrítugasti og þriðji verðlaunahafinn.
Hans tók á unga aldri að hafa skoðun á menn-
ingu álfunnar. Hann tilheyrði Gruppe 47, hópi
vinstrisinnaðra þýskra skálda sem kom fyrst saman
árið 1947. Fyrstu ljóðabók sína gaf hann út 1957,
en áhrif hans urðu hvað mest fyrir þátttöku hans í
umræðu í stjórnmálum á örlagamiklum tímum í lífi
Evrópu þegar hann ritstýrði frá 1965 til 1975 hinu
áhrifamikla tímariti Kursbuch. Fyrr á þessu ári hlaut
hann Griffin-ljóðaverðlaunin. Meðal verka hans eru
ljóð, skáldsögur og barnabækur, heimildaverk og
rannsóknartextar á mótum menningarfræða, sagn-
fræði og heimspeki. Hann hefur frá 1985 ritstýrt
röðinni Die Andere Werk. Meðal verka hans er Ach
Europa! þar sem hann skoðar menningu nokkurra
landa álfunnar og sérkenni sem hann segir að
verði að njóta sín svo álfan eigi sér framtíð.
Hans heiðraður
HANS MAGNUS ENZENSBERGER Fær Sonning-verð-
launin í ár.
Norrænu barnabókaverðlaunin eru heiðursverðlaun
sem samtök norrænna skólasafnakennara standa að.
Þau hafa verið veitt frá árinu 1985. Verðlaunin eru
15.000 danskar krónur ásamt heiðursskjali og lista-
verki. Þetta er í sjöunda sinn sem norskur höfundur
hlýtur þessi verðlaun.
Bókin Draugaslóð eftir Kristínu Helgu Gunnars-
dóttur var framlag Íslands þetta árið. Íslenskir rit-
höfundar sem hlotið hafa norrænu barnabókaverð-
launin eru: Guðrún Helgadóttir, Kristín Steinsdóttir,
Ragnheiður Gestsdóttir og Brynhildur Þórarinsdótt-
ir.
Höfundurinn, Stian Hole, er fæddur 1969 og og
uppalinn í Hokksund í Noregi. Hann er hönnuður,
myndskreytir og barnabókahöfundur og er handhafi
margra verðlauna, bæði fyrir ritstörf og hönnunar-
verk.
Bókin Garmanns gate er önnur myndabókin um
söguhetjuna Garmann. Garmanns gate fjallar meðal
annars um kynni Garmanns og gamla mannsins sem
kallaður er frímerkjamaðurinn og býr innst í Gar-
mannsgötu.
Stian Hole er einnig höfundur myndanna í bók-
inni. Hann notar stafræna verkfærið Photoshop og
hefur þróað mjög sérstakan eigin stíl við myndsköp-
unina. Það er frekar lítill texti á hverri síðu en þær
eru ríkulega skreyttar myndum. Textinn í Garmanns
gate er að mestu línuleg raunsæisleg frásögn. Ekki
er þó endilega samhengi milli mynda og texta og
gefur það lesendum tækifæri til að beita eigin ímynd-
unarafli og verða nokkurs konar meðhöfundar.
Aðrar bækur eftir höfundinn eru Den gamle mann-
en og hvalen sem út kom árið 2005 og Garmanns
sommer frá árinu 2006. - pbb
Norræn verðlaun barnabóka veitt
BÓKMENNTIR Opnuskreyting eftir Stian Hole úr einni bók
hans um Garman.
Gunnar Þórðarson, söngvasmiður,
tónskáld og gítarleikari með meiru,
hefur á liðnu ári farið víða og troð-
ið upp einn með gígju sína. Hefur
hann hvarvetna reynst aufúsu-
gestur og tekist á við eldri ópusa
og kynnt aðra nýja.
Nú er komið að Reykjavík en
Gunnar heldur tónleika í Borgar-
leikhúsinu ásamt úrvalshljómsveit
og flytur öll sín þekktustu lög. Safn-
ið er stórt: Gunnar hefur samið 650
lög, auk stærri tónsmíða. Stærsta
hluta lagasafnsins hafa aðrir flutt,
en hérna gefst einstakt tækifæri
til að sjá höfundinn sjálfan flytja
lögin. Áhorfendur mega búast við
því að heyra nýjar útgáfur af mörg-
um lögunum og sögurnar á bak við
tilurð þeirra.
Hér eru sem sagt í boði óraf-
magnaðir ferilstónleikar með
einum fremsta listamanni þjóð-
arinnar í einum besta tónleika-
sal landsins. Sérstakir gestir eru
skemmtibandið Buff og trúbadúr-
inn Svavar Knútur, en hljómsveit
sem leikur með Gunnari er skipuð
þeim Jóhanni Ásmundssyni á bassa,
Kjartan Hákonarsyni sem leikur á
flugelhorn/trompet og Þóri Úlfars-
syni sem leikur á píanó og orgel.
Miðasala er á tonlist.is en Bravó
stendur fyrir tónleikunum, sem
verða hinn 2. október.
Gunnar spilar í Borgó
TÓNLIST Gunnar Þórðarson, söngva-
smiður og tónskáld.
• Þægindin endast. Viðhalda raka augnanna og þægindin endast allan daginn. Minni hætta á þurrki í augum.
• UV geislavörn: Hjálpa til við að vernda augun fyrir UV-A og UV-B útfjólubláum geislum. UV vörn fyrir augun*
• Hentugleiki/Þægindi: Á hverjum degi er notað nýtt og ferskt linsupar, sem gerir linsunotkunina einfalda og þægilega.
*UV verndandi augnlinsur koma ekki í staðinn fyrir sólgleraugu þar sem þær hylja ekki allt augnsvæðið.
ACUVUE® og MOIST® er skrásett vörumerki Johnson & Johnson Vision Care, JJVC 2009.
1 • DAY ACUVUE® MOIST®
Viðhalda raka augnanna og veita
þægindi sem endast allan daginn.