Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 17.06.1962, Qupperneq 3

Stúdentablaðið - 17.06.1962, Qupperneq 3
STÚDENTABLAÐ 3 Bernharður Guðmundsson, cand. theol.: Háskóli og þjóðhátíð I dag höldum við Islendingar þjóðhátíð. Um land allt koma menn saman og minnast frelsis- baráttu þjóðarinnar um aldarað- ir og þess sigurs er vannst fyrir 18 árum, þá er ísland varð lýð- veldi. Fánar blakta við hún og forystumenn flytja ávörp og ræð- ur og hvetja landsmenn til að gæta fengins frelsis og hylla liðn- ar frelsishetjur. Hátiðaljóð eru sungin og flutt, hornablástur og íþróttakeppni fer fram, prúðbúið fólk og broshýr börn með fána í hönd gæða skreyttar götur ið- andi lífi. Um kvöldið dunar dans- inn og kátir, hvítkolla nýstúd- entar bregða þar svip yfir. Þjóðhátíðahöldin standa á sögulegum grunni. Það er engin tilviljun að fæðingardagur Jóns Sigurðssonar var valinn þjóðhá- tíðardagur. Á þeim degi er hollt að minnast sögu sjálfstæðisbar- áttunnar, þeirra áfanga er þá unn- ust, þeirra hugsjóna og vona, sem feður okkar áttu. Þetta er ekki sizt brýnt stúdentum, sem starfa innan veggja háskólans, væntan- legum embættismönnum þjóðar- innar, sem halda skulu fána lýð- veldisins hátt á lofti. Stofnun háskólans var mikill áfangi í sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar. Það var stórsigur. Sú þjóð, sem vildi standa á eigin fótum, varð að eiga vel menntaða menn til að halda á málum hennar, og hún varð að veita þá menntun sjálf. Því varð stofnun háskóla slíkt brennandi baráttumál sjálf- stæðishetjum þjóðarinnar, og far- sælt starf þeirrar stofnunar og trúfesti hennar við ætlunar- verk sitt er eitt meginskilyrðið til að varðveita fengið frelsi. Þjóðhátíðin og nýlokið kandi- datspróf hafa öðru fremur leitt huga minn að því, hversu lítt virk- ur háskólinn er í daglegu lífi þjóð- arinnar, og að hátíðarhöldum 17. júni á háskólinn enga aðild. Þátt- ur hans í baráttusögu lýðveldis- ins virðist næsta gleymdur í vit- und almennings og jafnvel þeirra sem nær honum standa. Öflun frelsis kostar ævinlega baráttu, varðveizla þess ekki síður. Hlut- verk háskólans er því jafnbrýnt nú og þá við vorum dönsk ný- lenda. Þvi þarf háskólinn að eiga hlut að þjóðhátíðinni. Virk að- ild hans gæfi hátíðahöldunum nýja vídd. Hún benti aftur á bak til hinna sögulegu áfanga og erfða og gæfu hátíðahöldunum þannig nokkra rótfestu og aukna dýpt og hún benti fram á við, á sífellda frelsisbaráttu þjóðar mót erlend- um valdaöflum og innlendri klofning. Sú ábending er lífi gædd af þeim hópi kandidata sem útskrifast vor hvert frá háskól- anum og verða forystumenn þjóðarinnar í náinni framtíð. Mér er í fersku minni fyrsta vorið mitt hér í skóla. Eg hafði veitt athygli fölum og þreytuleg- um mönnum sem eigruðu tauga- óstyrkir um ganga og biðu próf- unar á þeirri þekkingu sem þeir höfðu aflað sér undangengin ár. Ég átti ferska reynslu frá stúd- entsprófum og útskriftarathöfn í Menntaskóla, en hér fannst mér allt í stærra broti. Þessir menn væru að ljúka löngum námsferli, sem gerði þá hæfa til að takast á hendur ábyrgðarstarf í þágu þjóðarinnar. Síðar um vorið að loknum prófum, sá ég einn þeirra ganga til skrifstofu skólans, hann kom skjótt út aftur með umslag — prófskírteinið — í hendi, bretti upp frakkakragann og rölti út í rigninguna. Þannig voru kveðjur kandidats og skóla. Þessi voru hin formlegu lok námsferils hans. Það eru fáir farskólar í dreif- býlinu svo aumir, að þeir kveðji ekki brottfararnemendur á formlegan hátt. Síðasta mán- uðinn hafa blöðin verið full af frásögnum um skólaslit, skýrt frá námsárangri, skólalífi og há- tíðlegum kveðjuorðum. Og sér- hver stúdent geymir minningu þess dags, er hann fékk húfuna hvítu, og öldungar og yngri ,,jubilantar“ minntust skóla síns og samglöddust. Og stúdentinn minnist árnaðarorða rektors sem fylgdu honum út til nýs áfanga á námsferli. Háskólinn fagnar stúdentum, þegar þeir innritast. Þeir fá bréf upp á það og rektor býður þá vel- komna. Til þessa er rík ástæða, skólinn mætti raunar taka á móti þeim á enn ákveðnari hátt, sér- hæfing þeirra undir framtíðar- starf er að hefjast, undirbúnings- námi er lokið en mikil vinna framundan. Nú er það mála sannast, að sérhver stúdent skal vera studi- osus perpetuus, námi hans lýkur í rauninni aldrei. Þó, veitir há- skólinn titilinn kandidat, þegar ákveðnar þekkingarkröfur eru uppfylltar, og menn fá bréf upp á það. Þá verða tímamót í lífi stúdentsins. Námsferli hans er yfirleitt lokið, og margra ára strit stúdentsins og ekki hans eins, heldur og gjarnan eiginkonu og annarra vandamanna, hefur borið ávöxt. Þjóðinni hefur hlotnazt nýr starfskraftur, menntun hans hefur kostað mikið almannafé og ætlunarverk hans er mikið — að leggja lið við hraða uppbyggingu þjóðar sinnar og standa trúan vörð um frelsi hennar, sjálfstæði og menningu. Nú er svo háttað, að hver deild útskrifar kandidata sína, en há- skólinn sjálfur, sem stofnun, á þar engan þátt. Er þar ýmiss háttur á. Guðfræðikandidatar mega all- vel við una, þeir hljóta skírteini sín að lokinni prófprédikun og eru það viðeigandi námslok og eftir- minnileg. Aðrar deildir hafa minna við. Kandidatar í við- skiptafræðum bjóða kennurum sínum upp á kaffi eða hanastél einhvers staðar úti í bæ, ef ástæð- ur leyfa, og rölta svo eftir skír- teininu sínu þegar tóm er til. Það er þeirra útskriftarathöfn. Og það eina sem gerist að afstöðnum B.A.-prófum er, að hinir nýbök- uðu B.A.-menn vitja um ákveðið umslag á skrifstofu háskólans, rétt eins og rukkarar og sendlar. Kandidatspróf er svo mark- verður áfangi, að eðlilegt er að því sé búið nokkuð form af hálfu skólans. Það þarf að setja þenn- an áfanga í rétt samhengi fortíð- ar og framtíðar og ákveðið út- skriftarform mundi verða til áherzlu kandidötum, háskólan- Framhald á bls. 9.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.