Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 4

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 4
4 STÚDENTABLAÐIÐ Bergþór Skúlason: Illt að stjórna VR! Augljóslega eru hér stéttarhags- munir famir að ráða ferðinni. En deildin tók mjög heilbrigða af- stöðu. Ekki var tekið mark á rök- semd númer 2 og þeirri númer 1 vísað til baka þar sem til væri af- gangur af tækjakaupafé sem nýta mætti í að kaupa borð. unnar. Ljóst er að þegar aðstaða er ekki bætt og kennurum ekki fjölg- að í réttu hlutfalli við fjölgun nem- enda eykst álagið á hvem kennara og hætt er við að gæði kennslunnar minnki. Því er skiljanlegt að ýmsir vilji leysa þennan vanda með því að setja hámark á fjölda nemenda í Á síðasta fundi deildarráðs VR var fjallað um tillögur sem fram hafa komið þar sem reynt er að stemma stigu við fjölda nemenda við deildina. Um þessar aðfarír eru mjög skiptar skoðanir. Fulltrúar ýmissa verkfræðiskora telja vinnu- gleði sinni ofboðið með sfvaxandi fjölda nemenda, meðan kennarar flestra raunvísindagreina sjá sér í engu ógnað með nemendafjölda, taka þessu öllu með jafnaðargeði og reyna að gera sitt besta og öllum til hæfis. Stéttarhagsmunir? I þessu samhengi hefur verið bent á þá staðreynd að stéttir hafa ætíð tilhneigingu til að reyna að tryggja sig í sessi á markaði, jafnvel reyna að tryggja sér einokunarað- stöðu (skýrt dæmi er læknastéttin sem hefur algjöra einokun og ríkisvemdun á starfsemi sinni) og er leitt getum að því að verkfræð- ingastéttin hafi nokkuð sterka til- hneigingu í þá átt. Tillaga frá byggingaverkfræðingi nokkrum sem borin var fram síðastliðið vor um fjöldatakmörkun í bygginga- verkfræðiskor er gott dæmi um þetta. Sú tillaga var studd tveim röksemdum: 1. Stofur þær sem skorin hefur til afnota rúma ekki nemá 18 manns. 2. Um 15—20 manns á ári er nægilegur fjöldi til að fullnægja þörf þjóðfélagsins fyrir verkfræð- inga. Hvað fleira? En það væri alrangt að álíta að ekkert annað liggi hér að baki. Menn hafa alltof lítið velt því fyrir sér hvemig niðurskurður ríkis- valdsins á fjárveitingum til skólans og almennt léleg kjör kennara við skólann hafa áhrif á gæði kennsl- samræmi við afkastagetu viðkom- andi skorar. En vart getur það talist lausn nema þá kannski algjört neyðarúrræði. Ríkissjóði fyrirhönd samfélagsins ber skylda til að sjá skólánum fyrir þeim peningum sem þörf er á til að reka hann hverju sinni og ekkert múður. Þangað ber að beina athyglinni og í raun furðulegtað þeirsem bera hag skólans sér fyrir brjósti skuli ekki fyrir löngu hafa sameinast í barátt- unni fyrir tryggingu tekjustofna skólans. Þessi kjánalegi leikur ríkisins að skera og skera gengur ekki lengur. Það hefur sýnt sig þau 4 ár sem þetta hefur gengið að áætlanir Há- skólans hafa ætíð verið réttar og það sem skorið er niður í fjárlögum þarf alltaf að bæta upp seinni part árs með aukafjárveitingum. Svona skrípaleikur kemur engum til góða. Ómældum tíma starfsmanna skól- ans er eytt í að eltast við þessa peninga (og reyndar ráðuneytis- manna líka). Þeim tíma væri betur varið í þágu skólans. Er illa farið með nemendur? En látum þetta duga um kjör kennara og skólans. Hvernig skyldi fara um nemendur? Allir eru sam- mála um að vinnuálag er gífurlegt, meira en góðu hófi gegnir fyrir flesta meðal Jóna og Gunnur. Um eðli og ágæti þessa álags er deilt. Því er lialdið fram til réttlætingar á þessu fyrirkomulagi að krakkarnir hafi gott af þessu. Að læra stærð- fræði er þroskandi fyrir manninn. Þegar ég var í barnaskóla var ég látinn lesa biblíusögur og læra sálma utanað af sömu ástæðu. Það átti að vera þroskandi og ég átti að læra af því mannasiði. Ekki veit ég til þess að þetta hafi gert mig né nokkurn annan að betri manni. Mérkoma íhugorðin: „til hversað reyna að fá mig til að fremja ekki þær syndir sem mig hefur aldrei langað til að fremja? Sú stærðfræði sem verið er að troða í saklaus börnin hér í VR er undir svipaða sök seld. Ég efast um að nokkur verði betri verkfræðingur af því að læra öll þessi ósköp eins og þau eru matreidd hér. Þæróraunsæju kröf- ur sem um er að ræða geta ekki haft neinn annan tilgang en að gera mönnum lífið Ieitt. Stærðfræði er tungumál dagsins í dag og enginn getur orðið vísinda- maður nema sá hinn sami hafi vald á hugtökum hennar. Allirsem geta eiga að læra stærðfræði. Ég álít að ekki sé hægt að kenna stærðfræði nema nemandinn hafi fyrir því að læra hana og leggi sig fram í því að tileinka sér hugsunarhátt hennar. Hins vegar held ég því fram að hægt sé að kenna hana á auðveldari og skiljanlegri máta en nú er gert, fleirum til gagns og gleði. Bergþór Skúlason Olafur Guðmundsson: Pistill úr VR hAskóli íslands HAUST-NISSERI 1982 DEILD UERKFRflDI-OG RAUNVISINDADE ILI' I ’C'.i-d- c)_£2=3_______________________________tJK. Verkfræði og Raunvísindadeild er þriðja stærsta deild Háskólans með 710 nemendum. Af þessum fjölda eru 349 nýnemar. Eins og aðrar deildir hefur VR stækkað á síðustu árum, en á sama tíma hefur kennarastöðum ekki fjölgað í neinu samhengi við það, þannig að ken- nsla stundakennara er mikil og eykst ár frá ári. Þess vegna er það kannski ekki óeðlilegt að núna skjóti upp kollinum hugmyndir um hertar námskröfur, fjöldatakmark- anir og takmörkun aðgangs að deildinni. Ég ætla hér á eftir að greina frá þessum tillögum og rök- semdum með og á móti. Verkfræði Haustið 1981 hóf óvenjustór hópur nám í byggingaverkfræði (um 50) og þegar á veturinn leið kom í ljós að þetta var sterkur hópur sem stefndi hraðbyri á efri ár, en kennarar skorarinnar sáu ekki framá á geta komið öllum þessum hóp fyrir í stofum skorar- innar og báru því fram tillögu um að ekki yrði nema 16 — 18 hleypt á þriðja ár á hverju ári, þar sem nú- verandi húsnæði rúmaði ekki fleiri, skrifborð vantaði og kennarar réðu ekki við að kenna stærri hópi án þessi aðgæði kennslunnarrýrnuðu. Þeir bentu m.a. á að nám á efri árum byggist að miklu leyti á ná- inni samvinnu nemenda og kenn- ara við sjálfstæð verkefni og fjölg- un nemenda skerði því þann tíma sem hver nemandi hefur aðgang að kennara. Því yrði fjölgunin til að rýra gæði kennslunnar. Auk þess voru nefndar röksemdir um að þörfin á íslandi sé ekki meiri en 50 nýir verkfræðingar af öllum gerð- um á ári. Undanfarin ár hafa 30 — 40 útskrifast á ári auk verkfræðinga menntaðra erlendis. Þetta mál hefur ekki enn verið afgreitt enda er staðan óljós eins og stendur. Nemendum á öðru ári (stóra árgangnum) fækkar hægt og rólega og er komin undir 30 og ekki útlit fyrir að nema 20 — 25 þeirra nái á þriðja ár. Vegna þess að þriðja árið er fámennt (7 — 8) er mögu- leiki að koma öllum fyrir næsta vetur ef svo fer sem fram horfir. Málið gæti aftur á móti lent í hnút ef núverandi fyrsta ár verður ekki af viðráðanlegri stærð þegar á þriðja árið kemur. Byggingaverkfræðin hefur núna síðustu tvö ár verið tískugrein því heildarfjölgun á efri árum í verk- fræðigreinum er ekki mikil. Þetta veldur vandræðunum, en vonir standa til að þessi bylgja sem skall á byggingaverkfræðinni sé stundar- fyrirbrigði þannig að deildin kom- ist hjá því að taka óvinsæla ákvörðun. Auk þess er deilt um til hverra „numerus clausus" ætti að taka, þeirra sem þegar eru byrjaðir eða, sem líklegra er, til þeirra sem létu innrita sig eftir ákvörðunina. Hertar kröfur í stærð- fræðiskor Skorarformaður stærðfræðiskor- ar lagði til síðastliðið haust að for- kröfum stórra og dýrra námskeiða yrði breytt þannig að í stað þess að próftökuréttur í undanfara dygði yrðu nemendur að hafa staðist próf í undanfaranum. Röksemdir fyrir þessu voru þær helstar að mörgum námskeiðum skorarinnar fylgir mikill tölvu- kostnaðurog í fjárlagafrumvarpinu var ekkert tillit tekið til mikillar fjölgunar nemenda bæði í skor og deild. Skorin átti að fá /i af því sem talið var algert lágmark til eðlilegr- ar verklegrar tölvukennslu. Tölvu- notkun í námskeiðum er erfitt að skera niður án þess að námskeiðið missi tilgang sinn og kennslan er til lítils ef æfinguna vantar. Því væri reynandi að fækka nemendum með hertum kröfum. Tillagan mætti frá upphafi tölu- verðri andspyrnu innan skorar og utan. Talið var að erfitt yrði að hafa eftirlit með þessum reglum, frant- kvæmd yrði erfið og gæti skennnt námskeið því það getur dregist fram í 4. viku misseris að endanlega komi í Ijós hverjir mcgi sækja námskeiðið og hverjir ekki. Að auki draga þessar tillögur úr möguleikum nemenda til að losa sig við hala, (námskeið sem hefur dregist að ljúka). Mjög litlar líkur eru á að þessi tillaga nái fram að ganga. Aðgangstakmarkanir í deildina Þegar liðið var á haustið lagði deildarforseti fram tillögu um að nýta heimild í reglugerð VR til að setja skorður við innritun í deildina og miða við frammistöðu á stúd-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.