Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 15

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 15
STÚDENTABLAÐIÐ 15 ■■■■■ fólk í fréttum ■■ Hann Davíd..... .ii Hjálmar H. Ragnarsson stjómandi háskólakórsins. Nú er upprisinn nýr spámaður í Reykjavíkurborg og heitir sá hvorki meira né rninna en Davíð. Það getur verið gaman að heita Davíð því þetta sama nafn bareinn feiknlegur kappi og afreksmaður austur í Gyðingalandi forðum tið og segja biblíusögur að sá hafi drepið risa. Nú hagar svo bagalega til í Reykjavík að þar eru risar ákaflega fáséðir, ef ekki alls óþekktir, og er það illt fyrir þá sem heita í höfuðið á risabana og langar að vinna þrekvirki. En ekki dugir að setja svoleiðis tittlingaskít fyrir sig. Ef menn vilja verða kappar verður að fara í stríð og til þess að geta farið í stríð verður að finna sér heppilegan óvin til að berja á. Þeg- ar Davíð fór að virða fyrir sér mannskapinn sem dvelur í Borg Davíðs, rann upp fyrir honum lausn á þessu strembna vandamáli. Hann sá ekki betur en að borgin væri morandi af alls konar vand- ræðafólki, ómögum og ónytjulýð, börnum og gamalmennum, nárns- mönnum, kvenfólki og jafnvel sveitamönnum. Davíð gat ekki betur séð, útum skrifstofugluggann hjá sér, en að þessi mannskapur stundaði það helst að þvælast unt borgina, ýmist fótgangandi að þvælast fyrir bílunum eða með strætisvögnum, sem að sínu leyti þvælast líka fyrir bílunum. Þarna sá Davíð sinn vitjunartíma. Hann sá í hendi sér að það hlyti að vera alltof ódýrt að ferðast með strætó, úr því að ómagarnir gátu verið að þessu sífellda randi. Hér þurfti að hækka verð og það allríflega. Með því voru slegnar tvær flugur í einu höggi. Ómagarnir myndu hætta að flækjast fyrir og fara að halda sig heima hjá sér eins og óntögum ber og Davíð fengi tækifæri til að vinna sín tíu þúsund. En hvað kentur þessi saga okkur stúdentum við, kann einhver að spyrja. Jú, því er til að svara að hækkun á strætisvagnafargjöldum og hótanir um að skera niður þjón- ustu S.V.R. konta sérlega hart nið- ur á námsmönnum. Þeir eru stór hluti þeirra sem treysta algjörlega á strætisvagnakerfið til að komast leiðar sinnar. Það er ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að námsmaður við H.í. fari ca. 14 ferðir með strætisvögnum á viku að jafnaði. Ef við það er miðað þýðir 50% fargjaldahækkun út- gjaldaaukningu upp á 224 kr. á mánuði fyrir téðan stúdent. Hann Hann Davíð. þarf þá að punga út rúmlega 600 kr. í strætisvagnafargjöld mánaðar- lega. Þetta er umtalsverð upphæð fyrir þá sem þurfa að draga fram lífið á rýrum námslánum. Þegar svo ríkisvaldið grípur inn í og stöðvar hækkunina, er því mætt með hót- unum um að leggja vögnunum eða eitthvað í þá áttina. Það er engu líkara en borgarstjórinn með bibl- íunafnið telji sig eiga þessa vagna persónulega og prívat. Einn af já- bræðrum hans orðaði málið svo skólahald og strætisvagnar í Reykjavík væru fátækrastyrkir sem að sjálfsögðu ættu ekki að líðast. Nú bæri að hafa hagsmuni heild- arinnar að leiðarljósi. Þeir hags- ntunir hljóta þá að felast í því að teppaleggja sparkvelli fótbolta- nranna. Nei, strætisvagnakerfið er ekki hreppaflutningakefi fyrir ómaga þótt e.t.v. sé það ekki notað af þeim sem eru af húsi og kynþætti Davíðs. Þetta er nauðsynleg þjónusta sem menn ættu ekki að láta sér detta í hug að reyna að reka á fargjöldum eingöngu fremur en að ætla að reka sjúkrahús og skóla með hagnaði. Ekki eru þó enn upptalin öll af- rek kappans Davíðs. Ekki þótti honum nógu rækilega saumað að námsmönnum fyrr en meira væri að gert. Með því að heimta hækkuð námsvistargjöld af framhalds- skólanemum utan af landi skyldi nú ná sér niðri á sveitavarginum. Þessir tilburðir taka útyfir í valda- hroka borgarstjórans. Með því virðist hann vera að reyna að etja saman reykvíkingum og öðrum ís- lendingum. Ef hægt er að halda því fram að landsbyggðarfólk eigi ekki að fá að stunda nám í höfuðborg- inni nema það borgi fyrir það sér- stakt gjald, má með sömu rökum segja að reykvíkingar eigi einskis að njóta af þeirri verðmætasköpun sem fram fer utan höfuðborgar- innar. Þegar svo væri komið er hætt við að borgaryfirvöld yrðu jafnvel að skera niður ámóta nauðsynlegar framkvæmdir og gervigrasarækt, hvað þá heldur annað. En því að vera að horfa í það, kappaefnið hefur fundið sér óvin og hafið sitt stríð. Óvinurinn er hópur lífeyrisþega, láglaunafólks, námsmanna og barna sem nú skulu horfast í augu við það að meira er komið undir einum vöskum leið- toga en höfuðlausum her. Nú bíðum við spennt eftir næstu atlögu Davíðs borgarstjóra. E.t.v. verður það krafa um að „neytend- ur“ greiði fyrirfram fyrir hvert út- kall slökkviliðsins í borginni. Þá fáum við kannski að sjá Davíð feta í fótsporNerós, kollega hans í Róm í eina tíð. Hann gæti t.d. prílað upp á Hallgrímsturn og spilað á raf- magnsgítar nteðan hann fylgdist með áhrifum áðurnefndrar rekstr- arhagræðingar í brunamálum borgarinnar. — Hver veit. . . ? Háskólakórinn æfir nú af kappi undir fyrirhugaða söngferð til Sovétríkjanna. Kórinn mun halda tónleika í Moskvu, Kiev, Lenin- grad og Tallin og syngja þar við háskóla og tengdar stofnanir. Ferðin er skipulögð af sovéskum stúdentasamtökum en kostnað af ferðalögum til og frá Sovétríkjun- um bera kórfélagar sjálfir. Eins og flestum er kunnugt, hef- ur söngur Háskólakórsins hlotið frábærar viðtökur áheyrenda og einróma lof blaðagagnrýnenda undanfarin misseri. Kórinn hefur lagt metnað í að flytja ný verk og verið þannig hvati til nýsköpunar í tónlist. Nægir í því sambandi að nefna frumflutning stórra kórverka eftir Jón Ásgeirsson, Atla Heimi Sveinsson, Jónas Tómasson og stjómandann Hjálmar H. Ragn- arsson. Þann 26. og 27. febrúar n.k. heldur kórinn tvenna tónleika í Félagsstofnun stúdenta með þeirri efnisskrá sem sungin verður í Sovétríkjunum, og eru stúdentar hvattir til að láta þann meiriháttar listviðburð ekki framhjá sér fara. Einnig gefst velunnurum kórsins kostur á að gerast styrktarfélagar og stuðla þannig að velgengni kórsins innan lands sem utan. , PACMAN A MÖLINNI En það eru fleiri en Davíð sem gera garðinn frægan. 1 húsi einu á há- skólalóðinni berst gulur kjaftstór náungi baráttu upp á líf og dauða við vofurnar þrjár sem ráða ríkjum í nágrenni hans. Þar gildir lögmálið „to eat or be eaten". Karl þessi er \ ættaður að Westan og ber heitið Pacman. Kjaftasöguglaðir blaðamenn brugðu sér á staðinn uppfullir af rannsóknarblaðamennskuórum. Þegar við svo loks fundunt þetta stórhættulega spil, sem kvað vera hvað mestur skandall í skólanunr um þessar mundir, gein þar yfir múgur og margmenni og hafði hina bestu skemmtun af. I forsvari fyrir spilinu eru þriðja árs nemar í vélaverkfræði og höfðu eftirfarandi um málið að segja: Nú, við fórum út í þetta; það er siður að þriðja árs nemar gefa út blað til styrktar námsferð — en núna gekk mjög illa að safna aug- lýsingum. í leit að einhverju ráði til að hala inn peninga þá var þetta praktískasta lausnin. Sumir virðast líta á þetta sem einhverja lítillækk- un á akademíunni. En kassinn er mjög vinsæll og hefur í mörgu bætt móralinn í húsinu; menn hafa kynnst meira og félagsherbergið er mun betur nýtt. — Það ganga tröllasögur urn að einhver kall úti í bæ hirði ágóðann af þessu. Ja, náttúrulega hirðum við ekki allan ágóðann. Við leigjum kass- ann og þetta er beggja hagur, eig- andans og okkar. En ekki eru allir eins jákvæðir, nemar sem við hittum töldu spilið drepa niður móralinn og ráða ríkj- um í eina félagsherberginu sent verk- og raunnemar hefðu. Sama fólk taldi Pacman hinn ómerkileg- asta fýr og spilið aumlegt peninga- plokk. Verst væri þó þegar spilarar krefðust myrkurs við iðju sína svo ekki er sauðljóst í herberginu. Kosningahátíð á Garði Það eru víðar kosningar en þær sem nú er mest um rætt til alþingis og stúdentaráðs. Á hverju hausti er kosið í embætti sem nefnist því virðulega nafni Inspector domus á stúdentagörðum H.í. Síðast liðið haust hlaut Magnús Gíslason verkfræðinemi þetta hnoss á Gamla garði, annað árið í röð. Magnús þykir slyngur í kosn- ingabaráttunni og mun hafa haft um það góð orð fyrir síðustu kosn- ingar að halda veislu fyrir kjósend- ur yrðu úrslitin hagstæð. Sunnudaginn 30. jan síðast lið- inn hélt Magnús svo kosninga- fagnað sinn í Garðsbúð á Gamla garði og var mikið um dýrðir. Fjölbreyttar veitingar voru á boð- stólum, tertur, pönnukökur og kakó, vindlar fyrir karlmennina en konfekt fyrir dömurnar að ógleymdu kaffi og viskíi. Magnús kvaðst fremur vilja halda veglega veislu ef hann á annað borð héldi veislu og er það til marks um stór- hug hans að ekkert af veisluföng- unum gekk til þurrðar utan viskíið Magnús dómus. og voru þó nær allir íbúar Gamla garðs í veislunni. Magnús tók það skýrt fram til að fyrirbyggja allan misskilning að allan kostnað við hátíðina greiddi hann úr eigin vasa. Almenn ánægja var á Gamla garði með þetta fram- tak Magnúsar og er hann vinsæll maður í starfi.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.