Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 10

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 10
10 STÚDENTABLAÐIÐ Af Afgönum Vikuna 7.—13. nóv. dvaldi hér á landi í boði Vöku, Félags lýðræðissinnaðra stúdenta, útlægur flóttamaður frá Afganistan, Mohammed Akbar Saifi. Hann sótti al- mennan borgarafund sem haldinn var á vegum SHÍ auk þess sem hann gekk á fund fjölda manna og kom fram í útvarpi og sjónvarpi. Mohammad Akbar Saifi Saifi er fæddur í Kabul 15. mars 1916. Hann lagði stund á hagfræði í Vestur-Þýskalandi og Sviss. Hann snéri aftur til Afganistan að loknu námi og gegndi mikilvægum störf- um í atvinnulífinu sem og í stjórn- kerfinu en hann var m.a. ráðgjafi í iðnaðarráðuneytinu. Þar til í apríl 1978 var hann framkvæmdastjóri Djangalak verksmiðjanna í Kabúl en það voru textýl verksmiðjur sem komið var á fót ásamt öðrunt stórnm atvinnufyrirtækjum til þess að tryggja atvinnu og auka vel- megun í landinu. Saifi flýði til Vestur-Þýskalands þegar bróðir hans var drepinn af kommúnista- stjórninni í júní 1978. Síðan þá hefur hann verið virkur félagi og einn af leiðtogum samtaka sem kalla sig Osula. Nafnið Osula er skammstöfun og stendur fyrir Organization for Strengthening of Unity and Struggle for the Libera- tion of Afganistan. Osula Osula er ung samtök. Þau voru stofnuð í Ágúst 1981 sem afgönsk stjórnmálasamtök. Osula eru sam- tök ólíkra afganskra andspyrnu- hreyfinga, hópa og einstaklinga í Evrópu, Pakistan, Bandaríkjunum og fleiri löndum. Samtökin hafa það sameiginlega markmið að frelsa Afganistan úr höndum sovéska innrásarliðsins. Osula eru einu afgönsku samtökin sem hafa það að markmiði að sameina alla Afgani í baráttunni fyrir endur- reisn sjálfstæðs og hlutlauss af- gansks ríkis. Þau eru i góðu sam- bandi við andspyrnuhreyfinguna jafnt innan sem utan landamæra Afganistan og stefna að því að komið verði á fót nokkurs konar útlagastjórn sem bæði andspyrnu- hreyfingin og flóttamenn viður- kenna. En með því móti yrði and- spyrnan markvissari og beittari. Starf samtakanna um þessar mundir felst einkum í því að kynna á Vesturlöndum og annarsstaðar málstað afgönsku þjóðarinnar og miðla upplýsingum um hið hrika- lega ástand í landinu í þeim tilgangi að efla stuðning hins frjálsa heims við frelsisbaráttu Afgana. Boðskapur Saifis Meðan hann dvaldi hér kynnti hann rækilega málstað afgönsku þjóðarinnar. Hann gekk á fund forsetans Vigdísar Finnbogadóttur, biskupsins Péturs Sigurgeirssonar, forseta ASÍ Ásmundar Stefáns- sonar, borgarstjórans í Reykjavík Davíðs Oddssonar, formanna þingflokkanna og fleiri ráða- manna. Auk þess kom hann fram í blöðum, útvarpi og sjónvarpi og hafði framsögu á almennum borg- arafundi á vegum Stúdentaráðs Háskóla Islands. Á þeim fundum sem Mohammad Akbar Saifi tók þótt í meðan hann dvaldist hér kom m.a. fram í máli hans að andspyrnan 1 landinu færi vaxandi og að hún bæri ótvíræðan árangur. And- spyrnuhreyfingin hefði undanfarið náð á sitt vald sífellt fleiri lands- hlutum og nú mætti segja að stjórnarher Afganistan og Rauði herinn réðu fullkomlega aðeins yfir u.þ.b. fjórðungi landsins. Annað væri meira og minna á valdi and- spyrnuhreyfingarinnar. Saifi sagði að það væri einkennandi fyrir bar- áttuaðferðir Sovétmanna að ráð- ast gegn óbreyttum borgurum, konum, börnum og gamalmenn- um. Þetta hefði sovéskur liðhlaupi. Anatoly M. Sakharov staðfest 8. september sl. á blaðamannafundi. í máli liðhlaupans kom einnig frani að Sovétmenn beittu þremur mis- munandi tegundum af eilurgasi í baráttunni við andspyrnuhreyfing- una. Saifi lagði ennfremur áherslu á að Komniúnistaflokkurinn í Afganistan hefði engan stuðning meðal þjóðarinnar. Aðeins nokkur þúsund studdu flokkinn fyrir valdaránið 1 apríl 1978. Styrkur flokksins var byggður á stuðningi háttsettra ntanna í hernum. Fangelsanir og pyntingar byrjuðu strax í tið Tarakis og ástandið hefur farið síversnandi síðan. Fólksfjöldi í Afganistan er um 17 milljónir. Rúmlega 4 milljónir manna hafa flúið til Pakistan og íran. Einnig eru 3—4 milljónir manna á sífelld- um flótta innan Afganistan. Þetta þýðir að nær helmingur þjóðarinn- ar hefur þurft að yfirgefa heimili sín af völdum stríðsins. Þetta er hæsta hlutfall flóttamanna í heim- inum frá einu landi. Gleymum ekki Afganistan Dvöl M.A. Saifi hér á landi var okkur holl áminning um að stríð- inu og hörmungunum I Afganistan er síður en svo lokið. Það er áhyggjuefni hve litlar upplýsingar berast frá Afganistan, hve óljósar þær eru og oft á tíðum óáreiðan- legar. Það er einkennandi fyrir baráttuaðferðir Sovétmanna hvar- vetna sem þeir heyja stríð og fótum troða mannréttindi að þeir sjá til þess að fjölmiðlum sé haldið í hæfilegri fjarlægð og þannig skorið á allan fréttaflutning. Þetta gera þeir í þeirri von að fólk smátt og smátt gleymi þeint voveiflegu at- burðum sem eiga sér stað. Það er því mikilvægt að íslend- ingar sem og aðrar þjóðir haldi vöku sinni og gleynti ekki að í Afganistan berst þjóðin ekki ein- ungis fyrir frelsi og mannréttindum heldur einnig fyrir lífi sínu gegn stærstu hernaðarvél í heimi. Frelsisbarátta Afgana er ekkert einkamál þeirra. Innrás Sovét- ntanna í landið er ógnun við heimsfriðinn. Hún jók spennu og markaði nýja stefnu í vígbúnaðar- kapphlaupi stórveldanna. Það væri því virkilegt framlag til friðar í heiminum ef Sovétmenn hyrfu á brott með her sinn og Afganir fengju sjálfir að ráða sínum málum og lifa í sátt við aðrar þjóðir. Gunnar Jóh. Birgisson Sigurbjörn Magnússon Svar Aðalsteins Svar við opnu bréfi Óla Kárasonar, vökustaurs með meiru, sem birtist í Vökublaðinu 5. tbl. 45. árg. Það verður nú að reyna að fyrirgefa þér Óli hve illa upplýstur þú virðist vera um gang mála í Stúdentaráði. En það er svo sem ekki í fyrsta Vökustaur. skipti sem vökustaurar eru ekki meðvitaðir um hvað gerist í kring- um þá. í bréfinu gerirðu þá kröfu á mig að ég geri „.. .opinberlega grein fyrir þeim ástæðum sem lágu að baki þeirri neitun ykkar að styðja frelsisbaráttu Afganistan." I fyrsta lagi þá þyrftirðu ekki að spyrja um þetta Óli ef þú hefðir verið á umræddum fundi og hlýtt á málflutning Umbótasinna á hon- um eða spurt einhvern okkar. En það er víst í tísku að rjúka með allt í blöðin. I öðru lagi Óli, þá neituðu Um- bótasinnar aldrei að styðja frelsis- baráttu Afgana hverja einhver fulltrúi frá OSULA, afgönskum útlagasamtökum, átti að kynna. Umbótasinnar lögðu til að ekki yrði farið út í að halda með honum marga fundi (baráttuviku) heldur einn fund eins og gert var þegar Tompson hjónin komu á vegum SHA í fyrra. Þetta virðist hafa nægt því innan við 40 manns mættu á fundinn með OSULA fulltrúanum. I þriðja lagi lögðu Umbótasinnar til að Stúdentaráð bæri engan kostnað af komu Afganans hingað eins og vökustaurar vildu. Það er fróðlegt í þessu samhengi að bera saman málflutning vökustaura nú og í fyrra þegar fram kom tillaga frá FVM að SHI tæki þátt í kostn- aði við komu Thompson hjónanna á vegum SHA. Þá stukku fulltrúar Vöku upp á nef sér og þvemeituðu slíku. Þetta er hliðstæð heimsókn en fljótt hafa veður skipast í lofti í herbúðum vökustaura. Þáttur Félags vinstri manna í at- kvæðagreiðslu um þessi mál er í svipuðum dúr. I fyrra játuðu þeir því sem þeir neita í ár. Málflutn- ingur Vöku og Félags vinstri manna er því mjög þversagna- kenndur og ekki í fyrsta skipti. I fjórða lagi Óli þá var lítt vitað um gildi samtakanna fyrir heima- land þeirra og svo má alltaf deila um það hvort barátta fyrir skipu- lagi hins vestræna heims er barátta til góðs eða ills. Óli segir í opna bréfinu: „Þetta er ekki eina dæmið um tvískinnung ykkar gagnvart tillögum Vöku.“ Svona órökstuddar fullyrðingar hæfa ekki manni eins og þér. Að birta svona lagað á prenti er í stíl Moggans, en ritstjórnarstefnu hans virðist gæta í síauknum niæli á síð- um Vökublaðsins enda eigið þið vökustaurar svo sem ekki langt að sækja fyrirmynd ykkar. Þessarra áhrifa gætir m.a. í umræddu 5. tbl. 45. árg. I því eruð þið vökustaurar m.a. að fjalla um innrás Sovét- manna í Afganistan 3 árum eftir að innrásin átti sér stað. Það er góðra gjalda vert en á öðrum stað í sama blaði birtið þið síðan úrklippu úr Mogganum þarsem sýnd eru viðtöl við nokkra mikilmetna íslenska ríkisborgara skömmu eftir að inn- rásin hófst og fæstir vissu enn hvað um var að vera. Svona vísvitandi framsettur villandi áróður hæfir öfgamönnum einum eins og ykkur, blindum mönnum. Með vinsemd og virðingu og von um að svarið sé fullnægjandi. Aðalsteinn Steinþórsson form. Fél. umbótasinnaðra stúdenta

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.