Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 16

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 16
16 STÚDENTABLAÐIÐ Háskólaráðspistíll Tveir fundir hafa verið haldnir í Háskólaráði það sem af er árinu. Nokkur sfór og jafnvel stefnumót- andi mál hafa verið tekin til um- fjöllunar og ætla ég að rekja þau helstu hér á eftir: Fjárbeiðnir Nú er ljóst hver hlutur Háskól- ans varð í fjárlögum 1983. Rek- strar- og launaliðir hækkuðu um u.þ.b. 70% milli ára og er ljóst að hlutur Háskólans er nokkuð góður samanborið við aðrar ríkisstofnanir sem flestar munu hafa fengið um 40% hækkun milli ára. Þessi um- framhækkun Háskólans bendir til þess, að skilningur á málefnum Háskólans fari vaxandi meðal ráðamanna, þótt enn sé langt í land með að Háskólinn geti talist vel settur í þessu tilliti. Sex nýjar stöður fengust og hefur fimrn þeirra þegar verið ráðstafað, en sú sjötta er eins konar biðstaða og verður hún væntanlega notuð í þágu stjórnsýslu Háskólans. ef ekki fæst aukafjárveiting til þess að ráða ritara eða annað aðstoðarfólk. Sem kunnugt er af fréttum dugir framkvæmdafé Háskólans á fjár- lögum aðeins til að greiða tolla og aðflutningsgjöld af nýjum tækjum tannlæknadeildar svo að í ár verður aðeinsbyggtfyrirféfrá Happdrætti Háskólans. Þróunamefnd Sett hefur verið á laggirnar svo- kölluð þróunarnefnd Háskólans, en hlutverk hennar er að samræma og sameina tillögur og áætlanir deilda um þróun þeirra á næstu fimm árum. Stofnun þessarar nefndar er fyrsta alvarlega tilraun- in til að spá fyrir um þróun Há- skólans í náinni framtíð og skapa þannig grundvöll stefnumótunar í málefnum hans. Mikilvægt er að stúdentar láti þessi mál til sín taka á deildarfundum og/eða í deildar- ráðum og taki virkan þátt í mótun eigin deildar. Fulltrúi stúdenta í þróunarnefndinni er Atli Eyjólfs- son læknanemi, en hann er fyrr- verandi Háskólaráðsfulltrúi stúdenta. áfangi í hagsmunabaráttu lækna- nema. Annars konar samningagerð hefur líka verið í deiglunni, nefni- lega samningar Háskólans og Reykjavíkurborgar um makaskipti á löndum í kringum tilrauna- stöðvarnar á Keldum, svo og í ná- grenni Háskólans. Ekki verður hér farið nákvæmlega í efnisatriði samkomulagsins, en það hefur sóknastofnana sem heyra undir Háskólann á fjárlögum. Fé þetta mun síðan renna í Rannsóknasjóð og sjóð til frjálsrar rannsóknastarf- semi, en sá síðarnefndi styrkir m.a. útgáfu á rannsóknarniðurstöðum og öðrum ritverkum kennara. Að lokum Nú á næstu vikum fara deildirað undirbúa fjárbeiðnagerð fyrir árið Samningagerð Að undanförnu hafa fulltrúar Háskólans og nokkurra spítala í Reykjavík, samið formlega um tengsl þessara stofnana, en lítið hefur verið um slíka formlega samningagerð hingað til. Samn- ingar þessir kveða m.a. á um hvernig staðið skuli að ráðningu kennara við læknadeild, sem hafa starfsaðstöðu á spílölunum. Einnig er kveðið á uni réttindi og skyldur stúdenta sem þar dveljast við nám og hiýtur þetta að teljast nokkur hlotið nokkra umfjöllun í fjölmiðl- um nú þegar. Aðstöðugjald Ein af þeim tillögum sem bárust frá Rannsóknanefnd var að lagt skyldi gjald, e.k. aðstöðugjald á þjónusturannsóknir sem renna skyldi í Rannsóknasjóð og þannig verða til eflingar grunnrannsókn- unt. Samkvæmt þessu samþykkti Hdskólaráð að leggja 10% aðstöðu- gjald á heildartekjur þeirra rann- 1984. Ég vil hvetja stúdenta til að fylgjast vel nteð fjárbeiðnagcrð sinnar deildar, og reyna að koma hugmyndum sínum á framfæri eftir því sem tök eru. Að lokum er svo rétt að minna á að þeir sem hafa áhuga á að fá nánari upplýsingar um gang mála geta fengið þær á skrifstofu SHÍ, auk þess sem fulltrúar stúdenta í Háskólaráði eru boðnir og búnir til að mæta á fundi hjá deildafélögum til að ræða málin. Eiríkur Ingólfsson Málþing Heimspekideildar Eins og skýrt var frá í síðasta blaði er Málþing Heim- spekideildar á döfinni um þessar rnundir. Að undirbúningi þingssins hafa staðið þeir Ingi Sigurðsson lektor, Bent Cr. Jacobsen og Þórmundur Bergsson uppeldisfræðinemi. Fundaröð verður sem hér segir (— okkur þykir rétt að birta 'allan listann þó tveir fyrstu fundirnir verði afstaðnir þegar blaðið kemur út.—) Fyrsti fundur, miðvikudag 2. febrúar. Menntastefna og kennsluhættir í heim- spekideild á líðandi stund. Framsögumaður: Þórmundur Bergsson, uppeldisfræðinemi. Annar fundur, miðvikudag 9. febrúar Menntastefna og kennsluhættir í heim- spekideild á komandi árum. Framsögumenn: Ingi Sigurðsson lektor, Guðvarður Már Gunnlaugsson íslenskunemi og Ásta Ragnarsdóttir náms- ráðgjafi. Þriðji fundur, miðvikudag 16. febrúar Kennsla og rannsóknir Framsögumenn: Vésteinn Ólason dósent, Þór Whitehead prófessor og Sigurður Konráðsson islenskunemi. Fjórði fundur, miðvikurdag 23. febrúar Kennsluaðferðir Framsögumenn: Höskuldur Þráinsson prófessor, Jón Torfi Jónsson uppeldisfræðinemi og Jón Viðar Sigurðsson sagn- fræðinemi. Fiinniti fundur, miðvikudag 2. mars Kennsla erlendra tungumála Framsögumenn: ÞórðurÖrn Sigurðsson lektorogN.N. Sjötti fundur, miðvikudag 9. marz Námsmat Framsögumenn: Bent. Chr. Jacobsen lektor og G. Pétur Matthíasson bókmenntafræðinemi. Sjöundi fundur, ntiðvikudag 16. marz Heimspekideild og skólakerfið Framsögumenn: Gunnar Karlsson prófessorog N.N. Áttundi fundur. laugardag 26. marz kl. 14.00 í stofu 201 í Árnagarði. Heimspekideild, Háskólinn og þjóðfélagið Framsögumenn: HalldórGuðjónsson kennslustjóri, Halldór Halldórsson fréttamaðurog Páll Skúlason prófessor. Níundi fundur, miðvikudag 13. apríl Hvernig getur málþingið nýtst heimspeki- deild? Almennar umræður. Þakkir Óðinn Jónsson hefur látið af störfum sem ritstjóri Stúd- entablaðsins. Nýir menn við blaðið eru Bjarni Harðarson og Aðalsteinn EyþórsSon. Fyrir hönd stúdenta flytjum við Óðni þakkir Fyrir vel Unn- in störf <og árttum honum alls hins besta. Næsta blað kemur væntanlega Út 4. rnars og skilafrestur því til mánu- dags 21. febrúar. f tilefni af kosningum til Stúdentaráðs er meiningin að gefa út 8 síðna kosningablað (kálfur inní aðalblaði), þar sem hinum pólitísku fylkingum verður úthlutað IV2 síðu hverri. Biðj- um við fulltrúa þessara félaga að láta í sér heyra um þessa tillögu. í Stúdentablaðinu sjálfu höfuni við hugsað okk- ur að draga að eitthvert menningarefni, s.s. einhverju spaklegu um starf Stúdenta- leikhússins. og nú er tækifærið fyrir smásagnahöfunda, stíl- ista og skáld að láta í sér heyra. Hafið samband við rit- stjóra eður einhvern rit- nefndarfulltrúa. Ritnefnd Stúdentablaðsins skipa: Siv Friðleifsdóttir form., fulltrúi hjúkrunar, sjúkraþjálfa og lyfjafræði- ncma, s. 26726. Ólafur H. Sverrisson, fulltrúi viðskiptafræðinema, s. 34594. Einar ö. Thorlacius, fulltrúi laganema, s. 13212. Arnór Guðmundsson, fulltrúi nema í Félagsvísindadeild, s. 16105. Þórhallur Heimisson, fulltrúi guðfræði og tannlæknanema, s. 30239. Stefán Amgrímsson, fulltrúi heimspekideild- arnema, s. 19164. G. Pétur Matthías- son, fulltrúi hcimspekideildarnema, s. 35899, Bjöm Hróarsson.fulltrúilíffræði og jarðfræðinema, s. 44878. Ólafur Guðmundsson, fulltrúi nema í verk og raun, s. 24777. Karítas H. Gunnars- dóttir, fulltrúi Vöku, s. 74032. Sigurður Pétursson, fulltrúi Vinstri Manna, s. 17708. Barði Valdimarsson, fulltrúi Umba.s. 46781. Ritnefndarfundur verður haldinn í hliðarsal FS þriðju- daginn 15. febrúar, klukkan átta að kvöldi og er hann öll- um opinn sem þangað vilja konta. Áhugamenn um blaðaútgáfu og andlit stúdenta út á við eru hvattir til að mæta. Þeir ritnefndarmenn sem ekki sjá sér fært að koma, boði forföll og finni áhuga- sarnan mann í sinn stað.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.