Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 01.02.1983, Blaðsíða 9
STÚDENTABLAÐIÐ 9 Björn Guðbrandur skrifar um leigu á hjónagöröum Nokkuð er umliðið síðan skrifað var um deilumálin varðandi leigu á Hjónagörðum hér í blaðið enda er nú deilan leyst í bili. Það mun liafa verið í nóvember að þeir herra- menn Ólafur Ólafsson og Gunnar Jóhann Birgisson Iýstu viðhorfum sínum hér í blaðinu en báðir voru þeir allnokkuð viðriðnir aðgerðir stjórnar FS í þessu máli. í grófum dráttum fólust þær aðgerðir í undirbúningi að hækkun húsaleigu um 110% ogýmsu málavafstri þar í kring. Báðir voru þeir Ólafur og Gunnar Jóhann í býsna undarlegri aðstöðu á þessum vettvangi. Ólafur sem fulltrúi stúdenta í stjórn FS en hreintrúarmaður í bókhaldsmálum og sem slíkur gekk hann einna rösklegast fram í að keyra téða hækkun í gegn án nokkurra raun- verulegra tilslakana af hálfu stjórnar FS. Staða Gunnars Jóhanns var jafnvel enn skringi- legri og ekki öfundsverð. þar sem hann, nýorðinn íbúi á Hjónagörð- um, gekk fram fyrir skjöldu og rak málstað stjórnar FS af mikilli ein- stærra máli þ.e. umræðu um hvernig stúdentar vilja standa að húsnæðismálum sínum í framtíð- inni. hvernig fjármögnun nýrra garða skuli háttað. hvort haft skuli samráð við aðra skóla eða félaga- samtök um nýbyggingar eða kaup, hvort yfirhöfuð skuli byggja garða o.fl.o.fl. Víkjum aftur að því sem þeir Ólafur og Gunnar Jóhann skrif- uðu. Það virðist gremjast þeim félögum að Félag vinstrimanna tók eindregna afstöðu með Hjóna- garðsbúum í leigudeilunni, veitti þó ekki af að veita íbúunum, þar sem þeir stóðu einir gegn harð- snúnum rekstrarhagfræðingum og viðskiptafræðingum stjórnar FS og meirihluta Stúdentaráðs. Félag vinstrimanna tók undir þau sjón- armið að vexti og afborganir af láni til byggingar Garðanna ætti ekki að sækja í vasa núverandi íbúa þeirra enda eins líklegt að þeir fengju sinn skerf af að byggja hús seinna á ævinni. Þessi afstaða vinstrimanna ætti ekki að koma neinum á óvart. Það flokksins í Rvík sem náttúrulega var Gunnari mjög hugleikið. Auðvitað á þetta mál að vera ut- an og ofan við hitasótt Stúdenta- ráðskosninga og ekki von að menn ræði það af skynsemi ef þeir eru sífellt, allan ársins hring með hug- ann við þær. Vonandi er enn nógu langt í að menn taki sóttina til að ræða þetta af einhverju viti. Gunnar Jóhann gerði einnig mikið úr afrekum stjórnar SHÍ við að leysa deiluna en sannast sagna fór mjög lítið fyrir sáttasemjara- hlutverki hennar. Þegardeilan stóð sem hæst um miðjan október er I fyrsta og eina skiptið liægt að greina einhver viðbrögð frá hendi stjórnarinnarsem voru reyndaröll i flugulíki en í bókun frá fundi stjórnar SHÍ frá 13. okt. sl. segir orðrétt: „Ýmsar sviptingar hafa orðið í málinu á síðustu dögum. Ljóst er þó að stjórn SHÍ hefur urð. E.t.v. var Gunnar Jóhann svo þakklátur stjórn FS fyrir að komast úr frumskógi markaðsaflanna á hinum almenna húsnæðismarkaði eða, sem er nú líklegra, að honum sé eins og Ólafi bókhald FS slík hugsjón og hjartans mál. Fyrirhugaðar hækkanir reyndust lögleysa ein en samt sem áður gengu Hjónagarðsbúar til samn- inga við stjórn FS um 85% hækkun sem er þó nokkuð umfram lög- boðna vísitöluhækkun þannig að stjórn FS má úl frá því vel við una. Það skal tekið fram að samningar náðust eingöngu fyrir sveigjanleik Hjónagarðsbúa enda menn orðnir langþreyttir á þvergirðingshætti stjórnar FS og vildu fegnir losna við málið I bili. Draugur þessi var því kveðinn niður og hefur legið niðri síðan í nóvember en allt eins liklega geng- ur hann aftur næsta haust með þumalskrúfur sínar og hrellir menn. Því er ég nú að róta við draugnum nú. að ég sé ekki betur en að hér sé á ferðinni hluti af sem kom á óvart var rænuleysi meirihlutans í Stúdentaráði gagn- vart stjórn FS. Maður bjóst við að meirihluti Stúdentaráðs hefði sjálfstæðan vilja og væri leiðandi aðili í samskiptum við stjórn FS sem tæki við skipunum og fram- kvæmdi stefnu sem meirihluti Slúdentaráðs markaði. En í þessu máli a.m.k. var eins og því væri snúið við. Meirihlutinn Vökumenn og Umbótasinnar, sögðu bara já og amen við öllu sem frá stjórn FS kom, jafnvel eftir að ljóst varð að hækkunin var lögbrot. Sannarlega átti maður von á rismeiri meðferð málsins af hendi sumra ráðsliða. Á þessum tíma var Gunnari Jóhanni mjög tíðrætt um það, að með andófi sínu væru vinstri menn að blása I kosningablöðru. Þetta hljómaði reyndar eins og Gunnar Jóhann og Vökumenn hefðu eitt- hvað á samviskunni, eitthvað sem ekki þyldi sviðsljós kosninga, en ég man satt að segja ekki eftir neinum kosningum á þeim tíma, ja nema ef vera skyldi prófkjöri Sjálfstæðis- ekkert frekar fram að færa í mál- inu.“ Nei, stjórn Stúdentaráðs var ekki sáttasemjari í þessari deilu. til þess var hún kornin of langt oní vasa stjórnar FS. Það lá við að sumir aðilar deil- unnar væru steini lostnir yfir því að Hjónagarðsbúar dirfðust að and- æfa stjórn FS en kysstu ekki á vöndinn orðalaust. En seni betur fer þá gerðu Hjónagarðsbúar það rétta í málinu og þar með tóku umræður um húsnæðismál stúd- enta fjörkipp sem vonandi endist. Mér skilst að FS sé nú með ýmsar bollaleggingar um þessi mál og ætli að hafa samráð við ibúa Garðanna um þau og er það vel. Það þarf að móta stefnu í þessum málum og fá upp meiri og almennari umræðu sem nær til sem flestra og helst langt út fyrir skólaveggina. Ég ætla á þessu stigi ekki að fara nánar út í þá sálma en vona að undangengin leigudeila verði mönnum einhver lærdómur í þessum efnum. 30. janúar 1983 andstöðu. Markmið okkar er að koma stefnumálum okkar i fram- kvæmd og það gerum við best með setu í stjórn. í fyrra stóðuð þið i samningum við báðar fylkingarnar og samstarf við Vöku varð ofan á. Var þar inn einhvern klofning í liði umba að ræða? Nei, ég lít ekki svo á. Vaka var til I að samþykkja fleiri af okkar stefnumálum og stinga sinni stefnu nær alfarið undir stól. Vinstri menn voru þyngri í drætti og því eðlilegra að starfa með Vökumönnum. Jæja, að lokum, nú þegar þú ert að draga þig út úr stúdentapólitík- inni, áttu ekki einhver heilræði i pokahorninu eftir tveggja ára starf. Ja, það er þá helst að menn temji séraðdeila um málefnioghætti því persónulega skítkasti sem allt of mikið hefur einkennt starfið und- anfarin ár. Til hins almenna stúdents vil ég koma að hann veiti þeim sem þarna starfa aðhald og sýni því sem gert er virðingu — en liti ekki á stúdenta- pólitikina sem sér óviðkomandi sandkassaleik. Stúdentaráð er mikilvægur vörður um hagsmuni okkar sem verður að hlúa að. Vlð töpuðum Lyktir fasteignadeilu Félagsstofnunar og Reykjavíkurborgar í Stúdentablaðinu, júníblaði síðasta árs, er skýrt frá því að Félagsstofnun liafi tapað máli fvrir bæstarétti og slegið frani að hér væri á ferðinni alvarlegt áfall fvrir fjárhag FS ef á eftir væri gengið. Málið snerist um fasteignaskattsgreiðslur til borgarinnar af hjónagörðum. Til að frétta eitt- hvað af gangi mála í dag brá tíðindamaöur blaðsins sér á fund fram- kvæmdastjóra Félagsstofnunarog fékk hann um leið til að rifja upp forsögu málsins. Fasteignasköttum er þannig kontið að af Gamla og Nýja garði borgum við ekki fasteignagjöld meðan stúdentar búa þar, en borg- um á sumrin af þeint hluta sem er hótel. Af Félagsstofnun greiðum við fasteignaskatta af þeim hluta þar sent einhver atvinnustarfsemi er. s.s. bóksölunni, matstofunni, fjölritun og þess háttar. — Ekki þar sem ég er? Nei. og ekki heldur hérna hjá mér. — Nú þegar svo hjónagarðar voru teknir í notkun veturinn ’76—'11 voru lagðir fasteignaskatt- ar á þá. Félagsstofnun vildi ekki sæta því og endaði með málshöfð- un á hendur borginni. FS tapaði málinu fvrir undirrétti og áfrýjaði lii hæstaréttar. í júní i fyrra féll dómur hæstaréttar borginni í vil, eins og fram kom í júní blaðinu. Þá var svo kontið að við skuld- uðum um 500 þúsund krónur sem voru uppsafnaðir vextir af þeim gjöldum sem voru lögð á okkur allan þennan tíma, frá '77—’82 og sjálf álagningin. Málskostnaðurféll niður en við borguðum að sjálf- sögðu fyrir þjónustu lögfræðings. Það er alveg ljóst að við getum ekki borgað svona mikla upphæð svo við fórum frani á það við borg- ina í sumar að fá þetta niðurfellt. Þegar svo fjárhagsáætlunin birtist í desember síðastliðnum kom I ljós að við fengum 200 þúsund krona styrk frá borginni til að mæta fast- eignagjöldum (sem var ntillifærsla hjá borginni.) Skuldin er nú eitt- hvað á milli 350 og 400 þúsund, — og borgin vill ekki styrkja okkur meira að sinni. Ætlunin er að greiða þetta I júní og koma þar tvær leiðir til greina. Annaðhvort er að taka þetta beint úr rekstri FS eða þá sem hluta af innritunargjöldum; þá sent ófyrirséð gjöld. Það verða þá 100 krónur á stúdent miðað við 4000 stúdenta í H.í. Hinsvegar skeði það eftir að dómur var fallinn. að ég skrifaði Svavari Gestssyni félagsmálaráð- herra bréf og bað hann að breyta þessum lögum þannig að undan- þegnir fasteignaskatti væru ekki einungis skólar heldur heimavistir og hjónagarðar einnig og var lög- unum breytt á alþingi í desember síðast liðnum. Við borgum því ekki fasteignaskatt af hjónagörðum hér eftir. — Hverjar voru lagalegar for- senclur Félagsstofnunar fvrir máls- höföun? Sigurður Skagfjörð framkvæmda- stjóri FS. Þessi dómur gekk út á túlkunar- atriði þar sem sagt var I lögunum að skólar væru undanþegnir fast- eignaskatti og við vildum meina að það ætti við allt sem viðkæmi skól- um. Forsenda hæstaréttar var að á hjónagörðum byggju ekki einungis stúdentar heldur líka fólk sem er I vinnu. Borgin bar svo fyrir sig að hún gæti ekki verið að undanþiggja okkur á santa tíma og aðilar útí bæ sem leigja námsmönnum borga þennan skatt. Styrkir til háskólanáms í Noregi Norsk stjórnvöld hafa til- kynnt að þau bjóði fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu fimm styrki til háskólanáms í Noregi há- skólaárið 1983—84. Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut fslendinga. Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til fram- haldsnáms við háskóla. — Umsóknir skulu sendar til: Utenriksdepartementet. Kontoret for kulturelt sam- kvem med utlandet, Stipend- ieseksjonen, N-Oslo dep„ Norge, fyrir 1. apríl n.k„ og lætur sú stofnun í té urnsókn- areyðublöð og frekari upplýs- ingar. Menntamálaráðuneytið, 19. janúar 1983.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.