Stúdentablaðið - 01.10.1985, Side 3
Gerðu svo vel.
Hér er annað tölublað vetrarins komið. Málefni Félags-
stofnunar stúdenta eru nokkuð í sviðsljósinu.
Hvers konar fyrirtæki er F.S.? Jú það er fyrirtæki sem allir
stúdentar við Háskóla íslands eiga í sameiningu. Það er
fyrirtæki sem ætlað er að veita stúdentum þá þjónustu sem
þeir hafa mesta þörf fyrir, á sem allra lægstu vciði.
Um það er ekki deilt, heldur hitt hvort fyrirtækið sé rekið
með þeim hætti að þessum markmiðum sé náð.
Ef við skoðum sögu F.S. þá kemur í ljós að frá því að
fyrirtækið var sett á laggirnar 1968 hefur rekstur þess
lengstum gengið illa. Síðustu árin hefur þó tekið að rofa til
í rekstrarmálum þess. Er það bein afleiðingstefnubreytingar
í rekstrinum. Markmið núverandi stjórnar F.S. er að reka
alla rekstarþætti F.S. hallalausa. Þetta hefur óhjákvæmilega
leitt til þess að sumstaðar hefur verð á þjónustu hækkað,
annarsstaðar hefur þjónustunni verið breytt.
Lengstum hafa verið tvö vandræðabörn; Garðarnir og
matsalan. Þessir tveir þættir hafa yfirleitt verið reknir með
miklum halla svo allur hagnaður annarra rekstrarþátta hefur
farið í að borga hann niður. Og meira til. Árlega greiða
stúdentar innritunargjald en af því rennur rúmur helmingur
til F.S. Auk þess fær F.S. einhvern rekstrarstyrk frá ríkinu.
Þessi hallarekstur undanfarinna ára hefur valdið því að öll
uppbygging og aukning á þjónustu F.S. hefur gengið mjög
hægt. Það hafa einfaldlega ekki verið neinir peningar
afgangs þegar búið var að greiða öll rekstrargjöld.
Nú er þetta að breytast. Matsalan var engin byrði á F.S.
síðasta vetur og verður væntanlega ekki heldur nú í vetur.
Garðarnir voru reknir með nokkrum halla síðasta vetur.
Ástæðan var m.a. sú að ekki náðist samkomulag við
leigjendur um að greiða þann kostnað sem var við rekstur
garðanna. Öllu heldur var ekki samkomulag um hver sá
kostnaður væri. Aukin heldur sem sá háttur hefur verið
viðhafður að breyta leigunni aðeins einu sinni á ári. Þannig
var leigan á Hjónagörðunum kr. 4.400. á mánuði allan
síðasta vetur. En eins og allir vita þá er sá háttur viðhaföur
á leigumarkaðnum að húsaleiga hækkar á 3ja mánaða
fresti. Sá háttur verður hafður á í vetur, hvort sem
niðurstaðan verður sú að styðjast beri við lánskjaravísitölu
eða húsaleiguvísitölu.
Það grundvallarsjónarmið að allir rekstrarþættir verði að
standa undir sér leiðir óhjákvæmilega til þess að menn verða
að borga kostnaðarverð fyrir þá þjónustu sem þeir nota. Við
það verðum við að sætta okkur, annars veröur F.S. aldrci
fær um að veitaþá þjónustu sem viðþáætlumst til af henni.
Þessi stefna hefur þegar skilað þeim árangri að nú er
fyrirsjáanlegt að hægt verði að ráðast í byggingu nýrra
stúdentagarða, væntanlega á næsta ári. Fyrir fáum árum
hefðu slík áform verið algerlega út í hött.
Hitt er svo annað mál að stúdentum ber sem eigendum
þessa fyrirtækis að vera gagnrýnir á rekstur þess. Þeir sjá oft
galla á rekstrinum sem yfirstjórnin áttar sig kannski ekki svo
auðveldlega á. Slíka gagnrýni eiga mcnn að vera óhræddir
við að láta í ljós en hún veröur að vera málefnaleg og bcst
er ef henni fylgja tillögur til úrbóta. Gagnrýni í formi
gífuryrða hefur sjaldan skilað árangri. Og því skyldu mcnn
ekki gleyma að meirihluti stjórnar F.S. er skipaður fulltrúum
stúdenta. Þess vegna geta stúdentar ekki bara gagnrýnt
fyrirtækið, þeir verða líka að taka ábyrgð á rckstri þess.
Það sem að framan er sagt ættu menn að hafa í huga þcgar
verið er að ræða stöðu og framtíð Félagsstofnunar stúdcnta.
Sú umræða er vissulega af hinu góða og kannski er tími til
kominn að endurskoða skipulag hennar eins og fram-
kvæmdastjóri F.S. gefur í skyn í síðasta Stúdentablaði. Slík
endurskoðun má þó ekki verða til þess að áhrif stúdenta á
rekstur F.S. minnki. Fyrirtækiö þarf sjálfstæði eins og öll
önnur fyrirtæki. En eigendurnir — stúdendar við H.I. —
eiga aö hafa síðasta orðið.
Agúst Hjörtur
STÚDENTABLAÐIÐ:
Útgefandi. Stúdentaráð Háskóla íslands
Ritstjóri: Ágúst Hjörtur
Ritstjórnarfulltrúi: Páll Björnsson
Auglýsingastjóri: Guðrún Hjartardóttir
Útlitshönnun: Ágúst & Guðrún
Teikningar: Sigríður Elliðadóttir
Forsíðumynd/Ljósmyndir: Guðrún Hjartardóttir
Prentvinna: Borgarprent
Ritstjórn/Afgreiðsla/Auglýsingar: Stúdentaheimilinu við
Hringbraut, 101 Reykjavík, Sími 2 78 60
STÚDENTABLAÐIÐ
3