Stúdentablaðið - 01.10.1985, Page 11
STÚDENTABLAÐIÐ
Astrún Agústsdóttir útskýrir fjármálin fyrir Hjónagarðsbúum.
tryggingarféð sem leigjendur
leggja fram skyldi aukið úr
sem svaraði til einnar mánað-
ar leigu í tveggja mánaða
leigu. Rök F.S. fyrir þessari
breytingu cru þau að alltaf sé
eitthvað um það að menn
hverfi úr húsnæðinu án þess
að gera upp við Félags-
stofnun fyrst. Hyrfu menn
gjana til útlanda þar sem
ógjörningur væri að hafa uppá
þeim. Ekki voru Garðsbúar
almennt sáttir við þetta.
Hitt atriðið var að bundið
er í samningi þessum að leig-
an skuli hækka til samræmis
við hækkun á lánskjaravísi-
tölu á 3ja mánaða fresti.
Töldu Garðsbúar þetta órétt-
látt þar sem sú vísitala hækk-
aði oftast mun meira en t.d.
húsalciguvísitala. Rökin sem
F.S. færði fyrir þessu voru á
þá leið að hluti af leigugrunn-
inum (þ.e. þeim kostnaði sem
er við rekstur allra garðanna)
er fjármagnskostnaður sem
bundinn er lánskjaravísitölu.
Pví væri eðlilegt að leigan
hækkaði til samræmis við þær
kostnaðarhækkanir sem
raunverulega ættu sér stað.
Þriðja atriðið sem um var
deilt á þessum fundi var síðan
sjálf húsaleigan — og þá um
leið leigugrunnurinn. Stjórn
F.S. er búin að ákveða að
leigan fyrir herbergi á Görð-
unt skuli vera kr. 3.650,- fyrir
september til nóvember. Sú
leiga finnst Garðsbúum
mörgum veraof há. En einnig
komu fram athugasemdir við
það að ckki skuli veittur af-
sláttur til þeirra sem enn búa
í óuppgerðum herbergjum
eins og gert hefur verið
undanfarin ár. Rökin fyrir
því voru þau að nú á haust-
mánuðum ætti aö klára allar
þessar endurbætur og því
hefði mönnum þótt rétt að
setja alla við sama borð.
Auk þess komu fram
smærri athugasemdir við
leigusamninginn og lcigu-
grunninn. En eitt var þó áber-
andi í gagnrýni fundarmanna
á Félagsstofnun að þeim
fannst súrt í broti að ekki
skyldi hafa verið haft samráð
við þá við gerð þessara leigu-
samninga. Þeir töldu sig þó
hafa haft loforð fyrir því að
svo yrði gert.
Þessum fundi var þó ekki
ætlað að gera út um málin,
heldur var hann hugsaður til
kynningar. 10. október verð-
ur síðan haldinn annar fundur
og fyrir þann tíma ætla Garðs-
búar að vera búnir að koma
fram með sínar athugasemd-
ir. —
Fundurinn með Hjóna-
garðsbúum var nteð svipuðu
sniði — a.m.k. framan af.
Samningurinn var kynntur og
leigugrunnurinn cinnig. Pað
komu fram nánast sömu at-
hugasemdir og komu frá íbú-
um Garðanna. P.e. menn
voru ósáttir við það að þurfa
að borga rúmar 10.000. kr. í
tryggingarfé og jafnvel enn
ósáttari við lánskjaravísitöl-
na.
Pað var ekki langt liöið á
fundinn þegar hann fór aö
snúast um sömu hluti og leigu-
deilan í sumar. Par kom vel
fram um hvað er deilt og
hversvegna. Er því rétt að
skýra nokkuð um hvað er
deilt er um.
Sjónarmið margra Hjóna-
garðsbúa er það að þeir eigi
ekki að borga af þeim lánum
sem á Hjónagöröum hvíla.
Rökin fyrir því eru á þá leið
að þetta sé húsnæði allra
stúdenta og því beri öllum
stúdentum að borga þetta
húsnæði sitt. Þeint finnst hins
vegar ofur eðlilegt að greiða
allan rekstrarkostnað við
Hjónagarðana. Pessu mót-
mælir stjórn F.S. og telur að
Hjónagarðsbúum beri að
greiða fjármagnskostnaö
enda sé hann hluti af rekstrar-
kostnaði.
En þetta er þó ekki nema
ein hlið deilunnar. Hjóna-
garðsbúar hafa fallist á að
greiða hluta fjármagnskostn-
aðar en ekki allan. Til nánari
útskýringar þá er þessi fjár-
magnskostnaður til kominn
vegna tveggja lána sem hvíla
á Hjónagörðum. Annað
lánið, það stærra, er til 31 árs.
Það er lán sem ríkissjóður
útvegaði til bjargar Félags-
Einn garðsbúa útskýrir rök sín fyrir starfsmönnum F.S.
stofnun á sínum tíma. Það
lán hafa Hjónagarðsbúar fall-
ist á að greiða.
Hitt lánið er lán sem var til
26 ára og varð ekki framlengt
þcgar málefni F.S. voru gerð
upp. Nú eru 16 ár cftir af því
láni. Það neita Hjónagarðsbú-
ar að greiða. Telja að það
hefði átt að framlengjast eins
og hin lánin sem hvíldu á
görðunum. Það lán nemur í
dag 200 kr. á mánuði á hverja
íbúö á Hjónagörðunum en
leigan þar er 5.100. kr. á
mánuði frá 1. september.
Auk þessarar deilu hafa
Hjónagarðsgúar gagnrýnt
hlut skrifstofukostnaðar sem
þeim er gert að grciða. Þcir
telja ennfrcmur aö hægt sé að
rcka garðana betur þannig að
kostnaðurinn vcrði ckki eins
mikill.
Þaö sem kannski var meg-
inatriðið í því sem fram kom
á þessum fundi cr að sam-
bandið milli stjórnar F.S. og
Hjónagarðsbúanna er ckki
gott. Hjónagarðsbúar segja
að stjórnin hlusti ckkert á
það sem þeir hafa fram að
færa og vilji ekkert samráð
við þá hafa. Aukin heldur
sem íbúarnir fái ekkert að
fylgjast með því sem sé að
gerast í þeirra málum.
Á móti kcmur aö stjórnar-
tundir F.S. eru öllum stúdent-
um opnir þannig að hver sem
cr getur fylgst mcö því scm
þar gerist.
En nú á sem sagt að reyna
til þrautar að ná samkomulagi
við alla leigjcndur F.S.