Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.10.1985, Page 13

Stúdentablaðið - 01.10.1985, Page 13
1. DESEMBER1985 BREYTING-STÖÐNUN Félag Vinstri Manna hefur alveg nýjar hugmyndir varöandi 1. des. hátíðarhöldin. Tíðarandinn breytist oft örar en hönd á festir. Þau hefðbundnu hátíðarhöld á þessum degi sem flestir kannast við hafa sannarlega staðið fyrir sínu. en nú virðist svo komið að dagurinn skipar ekki svo stóran sess hjá stúdentum né öðrum lengur. F.V.M. vill breyta fyrirkomulaginu á þá vegu að fleiri en hin pólitísku félög stúdenta beri veg og vanda dagskrárinnar, þannig að deildarfélög, kennarar, aðrir starfsmenn skólans o.fl. komi inn í dæmið. í framhaldi af samstarfi F.V.M. við aðra skóla 1. des. 1984 komu fram hugmyndir hjá félagsmönnum um að útvíkka hátíðarhöldin enn frekar og stuðla þar með að beytingum á fyrirkomulaginu. Aö frumkvæði vinstrimanna var skipuð nefnd af stúdentaráði, með fulltrúum allra fylkinganna, og skildi hún vinna að breyttu fyrirkomulagi hátíðarhaldanna. En áhuginn yfir sumarmánuðina virtist takmarkaður og þegar nefndin náði loks saman komst hún að þeirri niðurstöðu að tímans vegna væri ekki raunhæft að breyta reglugerð vegna hátíðarhaldanna að svo stöddu. Unnið yrði þó að tillögum sem tilbúnar yrði í febrúar.á næsta ári. Félag Vinstri Manna vildi þó ekki trúa því að ekki næðist samkomulag um hátíðarhöldin í ár og sendkþví Umbótasinnum og Vökumönnum bréf þar sem farið var fram á viðræður um sameiginleg hátíðarhöld með breyttu iyrirkomulagi. Tekið var vel í hugmyndina um sameiginleg hátíðarhöld, en viðræðurnar strönduðu á því að Vökumenn vildu ekki að fyrirkomulagi hátíðarhaldanna yrði breytt að svvo stöddu, sent er skilyrði F.V.M. l'yrir samstarfi. Hugmyndir F.V.M., sem Vaka hafnaði eru eftirfarandi: * ■¥ ■¥ ■¥ ¥ Hátíðar og skemmtidagskrá í Háskólabíó, þar sem dagsins yrði rninnst á fjölbreyttan hátt. Opnar pallborðsumræður í hátíðarsal Háskólans, þar sem rætt yrði uni nienntun og stöðu Háskólans í nútímaþjóðfélagi. Þar myndu koma fram ýmis og niismunandi sjónarhorn á málcfninu, með þátttöku stúdenta og sérfróðra manna. Opið hús í Félagsstofnun Stúdenta, með myndlistarsýningu og tónlistaruppákom- um. Fjölbreytt blað, þar seni skipst yrði á skoðunum. Dansleikur. Félag Vinstri Manna heldur fast við tillögur sínar. Með þessu fyrirkontulagi er ætlun okkar að höfða til sem flestra og að mismunandi skoðanir fái að njóta sín. Er nauðsynlegt að sem Ilestir taki þátt til að fjölbreytni verði sem mest. Félag Vinstri Manna fer í framboð á þessum forsendum. Við látum ekki íhaldsamar skoðanir hindra breytingar. F.V.M. mun ná sem víðtækastri samstöðu fái það til þess umboð stúdenta. Mun þá verða leitað til ýmissra aðila um samstarf. Stúdentar! Sýnum vilja okkar í verki og kjósum lista breytinganna. Lista þeirra sem vilja opin og skemmtileg hátíðarhöld. Flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í fjölbreyttri dagskrá. BREYTINGAR GEGN STOÐNUN FJÖLBREYTNIGEGN EINHÆFI Félag Yinstri Manna X"DREYTINGAR STÚ DENTA BLAÐl Ð 11

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.