Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.10.1985, Page 23

Stúdentablaðið - 01.10.1985, Page 23
OG RAUNVÍSINDADEILD Kanntu að spila gúrku?, Viljir þú læra það þá skaltu skrcppa í heimsókn í „reykhúsið" út í VR og spjalla við tölvufræði- nemana. Þeir voru niðursokkn- ir í gúrku þegar okkur bar að garði en gáfu sér þó tíma til að spjalla við okkur og dularfulla sölumanninn lengst til vinstri á myndinni: hann var að selja getraunaseðla. „Hvenær var þessu breytt??" spurði einn spilafélaganna þeg- ar ég spurði um þessa skiptingu deildanna. — En hin voru fljót að lciða hann í allan sannleik- ann um málið. Þau voru sam- mála um að þessi breyting skipti litlu máli fyrir nemendur. Þetta væri fyrst og freivst stjórnunaratriði. Skipting hús- anna cða skipulag kennslu brcyttist ekkert, a.m.k. ckki ennþá. Og svo héldu þau áfram að spil'a... Þessi byggingavcrkfræðinemar tóku líka í spil — á meðan beðið var eftir næsta fyrirlcstri. Hér birtum við litla mynd af minnstu kaffistofu háskólans sem jafnframt er eina kaffistofan sem nemendur beggja dcildanna hafa. Það cr 4. ár í vélaverkfræði scm sér um rekstur hennar — það cr sjálfsafgreiðsla vegna þess að hún er svo lítil að það er ckki hægt að koma afgreiðslumanni fyrir. Enda sagði Ragnar Hauksson sérlcgur kaffistofu- vörður að rýrnun væri alltaf cinhvcr. Hvað um það — við keyptum okkur kaffi og kvöddum, fullviss þess að þcssi skipting deildanna var a.m.k. ekki nemendum þcirra á móti skapi. áh. STÚDENTABLADIÐ 23

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.