Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1930, Qupperneq 4

Fálkinn - 08.03.1930, Qupperneq 4
4 F Á L K I N N Snjóbíllinn í síðasta mámiði kom hinf/að til lands nýjasta gerð af snjóbíl Citro- ens, sem rússneski verkfræðingur- inn Iíegresse smíðaði fyrir nálægt tíu árum og síðan hafa verið gerðar endurbætur á. Farartæki jietta er einskonar samblaiid af bifreið og tönkunum, sem notaðir voru í stríð- inu, vagninn sjálfur smíðaður sem bifreið að öðru leyti en Jwí, að í stað afturhjóla eru aluminiumvarin togleðursbönd, sem ganga á mörg- um völtum. Dreifist Jiví þyngdin á stórt svæði og valtararnir sjálfir fá jafnan gott átak því þeir snúast innan í togleðursböndunum. Sje bíll- inn notaður í snjó eru skíði höfð á framhjólunum og ganga hjólin um 10 cm. niður úr skiðunum, svo að þau nema ekki við jörð nema mjúkt sje undir. Vagninn er þyngri en venju- legar bifreiðar, eða nær tvær smá- lestir, en vegna þess að þunginn dreifist á svo stóran flöt sekkur bif- reiðin ótrúlega litið í lausum snjó. Vjelin er um 40 hestöfl og með þvf að fara hœgt getur bifreiðin farið snarbrattar brekkur og yfir ótrúleg- ustu torfœrur. Bifreiðin ber átta farþega og dálitinn flutning og er þannig hagað, að skifta má rúminu milli flutnings og farþega.. Hinn 26. f. m. var blaðamönnum boðið upp á Kolviðarhól til að skoða bifreiðina, en þar verður hún höfð til ferðalaga, þegar öðrum bifreið- um er ófært. Voru í ferðinni for- sœtisráðherra, vegamálastjóri og samgöngumálanefndarmenn beggja deilda Alþingis, auk blaðamanna. Voru farnar þrjár fcrðir með bif- reiðinni en lengst þeirra og merk- ust var sú, sem farin var kringum Reykjafjöll. Var farinn þjóðvegurinn austur, upp í Hveradali og bifreið- inni hleypt þar á snarbratta brekku og þótti sœta undrum hve vel henni vanst upp brekkuna. Síðar var hald- ið austur undir Smiðjulaut en beygt þar út af veginum til vinstri og yfir vegleysurnar norður á Grafningsveg- inn gamla og niður Hellisskarð að Kolviðarhóli. Mun þeirn sem þekkja Hellisskarð þylcja ótrúlegt, að þar gæti bifreið farið upp eða niður. Jörð var alstaðar undir snjó á leið- inni og sumstaðar svo mikill snjór og laus, að gangandi menn sukku upp í mjöðm, en þar skreið bifreið- in Ijettilega yfir og sölck aðeins 15— 20 cm. Sumstaðar voru snarbrött höft á leiðinni, en bifreiðin mjakað- ist yfir þau, með fullu vjelarafli en aðeins 2—3 kilómetra hraða. Þar sem greiðfært var fór hún með um 30 km. ferð en mun geta farið með 40 km. hraða mest. Þessi tilraun, sem hjer hefir verið gerð, er einkar eftirtektarverð. Er það varla of mikil bjartsýni að full- yrða, að hún geti haldið uppi ferð- um yfir Hellisheiði, jafnvel þó snjór sje svo mikill, að illfært eða ófært sje með liesta yfir heiðina. Og hið sama gildir vitanlega um fjölmarga aöra fjallvegi á landi hjer og snjóa- hjeruð. Vitanlega verður svona tæki miklum mun dýrari í rekstri en venjulegar bifreiðar, en um hitt er mest vert, að það tæki sje til, sem getur boðið snjónum byrginn. En þess má geta, að það er alls ekki einkaviðfangsefni þessarar bifreiða að glíma við snjóinn. Ein af fyrstu bifreiðum þessarar gerðar var fyrsta vjelknúða farartœkið, sem komst yfir eyðimörkina Sahara. Og full- yrða má, að beltabifreiðarnar geti mjög viða komið að notum lijer á landi, þar sem vegir eru ekki svo fullkomnir, að færir sjeu venjuleg- um bifreiðum. Þœr komast yfir þýfi og þær fara yfir mýrarfen, sem ill- fær eru hestum. Væntanlega verður hið mesta gagn að þessu samgöngu- tæki hjer á landi. Hjer birtast nokkrar myndir af fcrðalagi snjóbilsins. Vegna þess að mjög dimt var í lofti og stundum snjókoma, er þær voru teknar eru þœr ekki vel skýrar, en gefa þó lxug- mynd um, hvernig þetta merlcilega farartæki lítur út. — Á einni mynd- inni sjest í baksýn nýji bærinn á Kolviðarhóli, sem fullger var fyrir skömmu. Hálfníræður verður í næstu viku maður, sem að minsta kosti flestir eldri Reykvíldngar þekkja: Bjarni Mattliíasson hringjari Dámkirkjunnar. Hann er fæddur l'i. mars 181/5, son- ur hjónanna Matthíasar J. Matt- híasen kaupmanns og Guðrún- ar SteindársdótturWaage. Hing- að til Reykjavílmr fluttist hann ellefu ára gamall árið 1856 og hefir verið heimilisfastur hjer síðan, eða í 7h ár. En hringjara- störfum hefir lmnn gegnt sam- fleytt í rúm 39 ár, og nmnu því fáir núlifandi Reykvíkingar eða líklega enginn liafa komið jafn- ofl í kirkju og hann. Og enginn íslendingur mun hafa hringt eins marga menn tit moldar og hann. Bjarni er hið mesta prúð- menni í framgöngu og nýtur á- slciftra vinsælda þeirra, sem hann þekkja. Munu margir senda honum hlýjar óskir á af- mæli hans. Franski myndhöggvarinn Fayard hefir nýlega gert einkennilegt veð- inál við læknadeild háskólans í París. Hann segist geta lifað 200 ár, mcð því að fara eftir sjerstökum reglum, sem hann liefir reynt á sjálfum sjer. Peir læknarnir vildu ekki trúa þessu og svo varð veðmál úr. Ef P'ayvard verð- ur ekki 200 ára renna allar eigur lians læknadeildarinnar. En verði hann 200 ára skuldbindur lækna- deildin sig til að þrefalda eigur hans. F’ayard er talsvert kunnur fyrir regl- ur, sem hann hefir fundið um, hvern- ig menn eigi að anda. Og nú er hann vitanlega á hvers manns vörum fyr- ir veðmálið og allir vilja eignast höggmyndir eftir hann. -—■—x---- Dr. Dey heitir formaður alþjóða- hihlíurannsóknafjelagsins, hann segir i:ð dómsdagur verði árið 2914, en ekki nefnir hann þó mánaðardaginn. Hefir hann verið að halda fyrirlestra uin jietta í Stockholmi. Eftir dómsdag byrjar Paradísarlíf hjer á jörðu, segir hann, — þá fæðast engin hörn framar, kynferðismunur hverfur á jörðinni en ollir lifa saman eins og englar. Hjóna- bönd verða vitanlega elcki til. Dr. Dey hefir ennfremur lesið út úr biblíunni, að bráðlega muni koma nýtt stríð, liið síðasta i sögu mannkynsins. — Ja, mikið vita þeir! ----x---- Kvikmyndaleikkonan Mabel Nor- mand, sem hefir verið veik nokk- ur ár, liggur fyrir dauðanum í Pasa- dena í Kaliforniu.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.