Fálkinn


Fálkinn - 08.03.1930, Qupperneq 7

Fálkinn - 08.03.1930, Qupperneq 7
F Á L K I N N 7 Fall flagarans. Eftir Boðvar I. . — Kalt í veSri, tautaði Magnús Arnason og bretti upp frakkakrag- anum. Hann var á leið á dansleik í skefntiklúbbnum Glymúð. Magnús var efnaður maður og gat þvi lifað °g leikið sjer eins og honum sýnd- ist. Kunningjar hans kölluðu hann aldrei annað en flagarann, og það var ekki svo langt frá sannleikan- um, þvi að hann notaði óspart alla hæfileika sína til að komast yfir kvenfólk. Og myndarlegur maður, vanur fjelagslifi frá barnæsku, með fullar hendur fjár, er altaf hættu- legur vargur i vjeum, þegar hann Berir það að lifsstarfi sínu að fleka varnarlitlar stúlkur og spjalla þær. Nú gekk hann þarna eftir götunni pg rendi huganum yfir siðasla æf- mtýri sitt i ástamálunum. Hann uiintist stúlkunnar, sem hann hafði unnið í svip og leikið sjer að, til þess að snúa frá henni í faðm ann- urar, þegar nýjabragðið var af, og hin nautnaþyrsta sál hans krafðist uýrra fórna. En hann hafði aldrei unnið Ingu alveg, og það var einmitt ástæðan fyrir því, að honum flaug það í hug. Annars var hann ekki vanur að hugsa um slíkt eftir á. Þegar hann kyntist Ingu var hún alveg óreynd í þessum sökum. Hann var fyrsti karlmaðurinn, sein hún kynt- ist á þann hátt. Og hann lagði sig allan fram í því að reyna að vinna hana, og sanna henni þá hróplegu villu, að engin fórn væri of stór fyrir augnabliksdásemdir ástalífsins. Hann vann ást hennar, enn ekki sakleysi. Sómatilfinning hennar og meðvit- Undin um gildi sakleysisins vörðu hana jafnan fyrir snjallhugsuðum órásum flagarans. En þegar hann sá að hann fjekk engu um þokað, fór hann að eiga við aðrar, og ljet Ingu eina um að vaða eld afbrýðinnar og vonsvik- unna, meðan hann velti sjer i ólifn- aðarhvötum miðlungskvenna. Hann var sjálfur eins og berserk- irnir i gamla daga, hann bitu hvorki eldur nje járn, þvi að ennþá hafði hann aldrei komist í það að vaða vígðan eld eða verið stunginn vígðu járni,-----ennþá hafði hann ekki orðið ástfanginn af leikföngum sin- um. Hann var nú kominn að húsi skemtiklúbbsins og gekk rakleitt inn og fór að dansa. Eftir nokkra stund tók hann þá stúlku, sem honum leist hest á, og fór með hana inn i veit- ingaskálann. II. Ung stúlka kom inn úr dyrunum °g strunsaði hvatlega yfir flísvarið dansgólfið, háleit og tiguleg, — itur- Vaxin og örugg. Andlit hennar var fagurt sem höggmynd, augun dökk og brá fyrir í þeim grænni slíkju, líkt og stund- Uin bregður fyrir á frostköldum yetrarliimni, þegar heiðríkja dags- ins er að víkja fyrir rökkurslæðum Ijósaskiftanna. Hár hennar var jarpt, mikið og ó- stýft, — snyrting þess var hvort- tveggja í senn, íburðarmikil og þó sniekkkleg. Hún settist niður hjá dáindislag- tegri ljóshærðri stúlku, er sat þar á uiiðjum bekk, og ávarpað hana Þannig: — Jæja Disa. — Hvernig gengur bað? Ertu að skemta þjer? ■— Já, þú getur reitt Jiig á að hjer verður voðaspennandi, þegar fram í sækir. Þetta er rjett að byrja. Samtalið slitnaði pú af eðlilegum frá Hnífsdal. orsökum, þvi þeim var báðum boð- ið upp í dans. Síðan rak hver dans- inn annann hjá þeim, því að þær dönsuðu báðar altof vel til þess að fá að sitja kyrrar og horfa á. Magnús kom nú inn í salinn aftur með dansmey sína og þau liðu út á gólfið í hægum valsi. Hann leit í kringum sig og virti fyrir sjer dansendurna, sem næstir voru, og kom þá alt i einu auga á nýkomnu stúlkuna. Aldrei hafði hoúuin orðið eins mik- ið um. Og svo undarlegt og ótrúlegt var það alt saman, að hann hefði fúslega svarið þess dýran sálulijálp- areið, eða lagt allar eigur sínar í veð fyrir því, að slíkt gæti nokkru sinni átt sjer stað, nema í rómantískum ást- arsöguin fyrir kvenfólk, þar sem höfundurinn veltir sannkölluðu syndaflóði af óþolandi ástavæmni yfir vesalings lesandann. En þó var þetta þannig. Eins og eldingu getur lostið niður í trje á víðavangi og brent það til ösku á fáeinum augnablikum, þannig varð honum nú alt i einu ljóst, að þarna var konan, sem hafði örlög hans í hendi sjer. Allar hugsanir lians, óskir og von- ir, snerust um það eitt að vera ná- lægl þessari konu og njóta návistar hennar. Hvað eftir annað reyndi hann að hrinda þessu frá sjer, en það tókst ekki. Hver einasti þráður í taugakerfi hans titraði af ósk um að nálgasl hana. Hver einasta æð veitti aukn- um straumum brennandi blóðs út uin líkamann. Það var eins og líkami hans væri ofinn úr stálvír, en hún væri afar- slerkur segull. Honum flaug í hug, hvort stúlkan, sem hann var að dansa við mundi sjá að honum væri brugðið. Hann leit framan í hana og tal- aði við hana fáein orð. — Nei, hún vissi áreiðanlega ekk- ert um þetta æsta öldurót, sem braust uin undir niðri. Hann hafði ekki logið til einskis með orðum og lótbragði að tugum kvenna, þegar hann var að tæla þær til ásta. Nú kom þessi leikni hohum að haldi Að dansi loknuin fór hann aftur með dansmey sína in í veitingaskál- ann og settist þar við borð hjá nokkrum glaðværum kunningjum, er sátu liar og veittu dömum sínum öl og kaffi, alt eftir þeirra kvenlegu óskum og tilhneigingum. Magnús hló og sagði skemtisög- ur, tók stúlkurnar i fang sjer, hverja af annari og raulaði yfir þeim gaml- ar vögguvísur ^ða helti úr skálum reiði sinnar yfir líferni þeirra og háttalag alt, i stóryrtum prjedikana- stíl. » Og stúlkurnar og kunningjar hans veltust um af hlátri. En aldrei liafði hann þurft að taka eins nærri sjer til jiess að dylja hug sinn. Mörgum sinnum ásetti hans sjer að ganga • rakleitt til þessarar ókunnu stúlku og bjóða henni upp í dans, og jafnmörgum sinnuin hætti hann við það aftur. Það var eins og einhver beigur í honum, einhver óskiljanleg hræðsla við ósigur. Hann vissi að í þessum leik yrði hann að tefla um framtíð sina og hamingju, þar sem hyldýpi lífsreynslu og hugarkvala gein við, ef hann tapaði. Næst, þegar hann kom fram í danssalinn, gat hann hvergi komið auga á hana. Hún hlaut að hafa far- ið út. En var hún alfarin? Eða skyldi hún koma aftur? Var hún ef til vill á gangi með einhverjum, sem hafði verið svo heppinn að ná hylli hennar? Um léið og þeirri hugsun skaut upp í ineðvitund hans fyltist hann taumlausu hatri til þess manps. Hann hefði getað kyrkt hann í greip sinni með köldu blóði. Honum fanst timinn óeðlilega lengi að líða. Mínúturnar urðu að klukkustundum, — og hann reikaði eirðarlaus um veitingaskálann, út í fordyrið og svo inn aftur. Stundum tók liann einhverja og einhverja stúlku, sem næst var í það og það skifti, og dansaði eins og óður mað- ur. Ein þeirra, sein hann tók þannig var Dísa. Hann þreif hana í fang sjer og ruddist fram á millidansendannaeins og eldibrandur, — dansaði í meir en tvöföldum hraða við hljómfallið. Hann þekti Dísu dálitið frá fornu fari og vissi, að hún inyndi ekki kippa sjer upp við það, þótt dans- inn yrði tryltari en alment, — en þó var nú, sem henni fyndist nóg um. — Hvað gengur að yður Magnús? spurði hún og greip fastara um handlegg hans til að verjast falli. — Þjer sjáið þó, að við getum ekki dansað í lausu lofti eins og fuglar og flugvjelar, en ef þjer aukið nú hrað- ann hljótum við blátt áfram að lyft- ast frá gólfinu. — Nú, ef við lyftumst upp frá gólf- inu hljótum við að dansa í loftinu, þangað til við komum niður aftur, sagði hann með uppgerðarhlátri. — Nei, þarna er þá Sizzy komin aftur! hrópaði Disa og benti út i eitt hornið. Magnús horfði þangað, sem Disa benti. Þarna var hún þá komin aftur stúlkan, sem allar hugsanir hans höfðu ofist um, síðustu klukku- stundirnar. — Komið, jeg skal kynna yður! hjelt Dísa áfram. — Hún er bráð- skemtileg stúlka, skal jeg segja yður, nýkomin frá Noregi, þar sem hún hefir verið hjá frændfólki sínu und- anfarin ár. Hann knúði viljamagn sitt til hins ítrasta og gekk þangað með Disu kaldur og kærulaus, að því er sjeð varð. Dísa kynti þau. — Sizzy Sand- holm, •— Magnús Árnason. Magnús hneigði sig. Sizzy, er virtist skilja það svo, að hann bæði um dans, svaraði hvat- lega, og leit til hans þykkjufullum augum. — Eofuð! Það var eins og honum hefði ver- ið gefið utan undir. Dökkum roða skaut fram í kinnar honum og ein- kennilegur glampi leiftraði í augum hans. En þetta var ekki nema brot úr augnabliki. í sömu andrá hafði liann náð sjer og knúið tvírætt bros fram á varirnar. — Fagrar konur eru altaf lofaðar, mælti hann. — Og þær standa jafnan við lof- orð sin, sagði hún. -r— Það er af þvi .... —- .... að þær eru nógu gáfaðar til að sjá, hvað er rjett og hvað er rangt,, botnaði hún. — Gáfum fagurra kvenna er við- brugðið, svaraði hann, og brosið var háðslegt. — Hvað, sem þjer segið um það, mælti hún, — þá er það þó þannig, að karlmenn eru annaðhvort heimskir og jiá einskisvirði eða gáf- aðir, og þá oftast verra en einskis- virði, þar sem þeir nota gáfur sinar til ills eins. — Dómgreind kvenna, er hið eina óskeikula í þesum hverfula heimi, sagði hann á sama hátt og fyr. — Það er ekki víst að dómgreind kvenna sje skeikulli fyrir það, að hún byggist meira á tilfinningum mannshjartans en dulbúnu verslun- aratriði, sem karlinennirnir nefná heilbrigða skynsemi, svaraði hún. — Jeg gæti sagt yður sögu, sem dæmi upp á þá menn, sem hafa skil- yrði til að geta látið gott og ilt af sjer leiða, og velja hið illa. Sagan er ekkert fruinleg. Hún er aðeins ein af ótal, sem gerast umhverfis mann daglega. — Það væri gaman að heyra þá sögu. — Hún er fljótsögð.---------Hann var gáfaður og lífsreyndur, en hún var barnung og reynslulaus. Hann reyndi að vekja nautnaþrá hennar sem konu, og honum tókst það. Iiann reyndi að vinna ást hennar, og honum tókst það svo vel, að hann varð henni alt. Hún var aftur á móti ekki annað, en leikfang og dægra- stytting í hans augum. Það var sak- leysi hennar, sem hann ætlaði að ræna áður en hann fleygði henni frá sjer. En þegar það ekki tókst sneri hann við henni bakinu. Grát- andi kom hún til hans og spurði, hvort hann elskaði sig ekki framar, hvort hann ætlaði ekki að giftast sjer. — Giftast þjer! hrópaði hann. Ertu vitlaus? Heldurðu að mjer hafi nokkurntíma dottið það í hug að giftast þjer? Nei, jeg ætlaði bara að kenna þjer, hvernig þú ættir að liaga þjer gagnvart eiginmanni þínum á brúðkaupsnóttina. En þú vildir eliki þíðast það, og þar ineð erum við skilin að skiftum. Svo rak hann hana út. Brosið var horfið af vörum Magn- úsar. Svipur hans var myrkur. Sizzi leit í kringum sig og sá, að Dísa var liorfin út í fjöldann, og enginn virtist taka eftir þeim. Þá gekk hún fast að Magnúsi, lagði höndur á axlir hans og horfði í augu honum. Han titraði undir laufljettum örm- um hennar. — Þjer eruð maðurinn i sögunni, sagði hún með nistingsköldum rómi. — Inga er hálfsystir min! í sama vetfangi hratt hún honum frá sjer af öllu afli, og af því hann var gjörsamlega óvar fjell hann flat- ur aftur á bak niður á gólfið. Sizzy skaust iiin í þröngina og hvarf. Han stóð skjótlega á fætur og fórút. Hann klæddi sig i yfirhöfn sína eins og i leiðslu og ráfaði svo út á götuna. Alt var svo undarlega dimt og skuggalegt. Loftið var svo kalt og hráslagalegt. Hann fór að velta því fyrir sjer, hvort nokkur maður hefði nokkru sinni liðið aðr- ar eins kvalir vegna konu og hann leið nú. Þeirri hugsun átti hann eftir að velta fyrir sjer á mörguni svefnlaus- um nóttum og gleðisnauðum dögum. Hann, sem í mörg ár hafði leikið sjer að því að hella eitri í sár ann- ara, hann átti nú sjálfur að finna fyrir því, sem hann hafði gert. Hann átti að skilja það og finna, að lög lifsins eru miskunnarlaus, en þó rjetllát. Elsta, besta og þektasta ryksugan er Nílfisk. Aöalumboð hjá Raftækia- verslunin Jón Sigurðss. Austurstr. 7. Best er að auglýsa i Fálkanum

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.