Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1931, Blaðsíða 3

Fálkinn - 25.04.1931, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Frairikvæmdastj.: Svavar Hjaltested. AÖalslcrifstofa: Bankasfrœti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverö: 20 aura millimeter HERBERTSPRENT, Rvík. Skraddaraþankar. Nafnið, þaö er maðurinn. Ein af dýrasögum Indverja segir svo frá, að þegar maður standi á ár- bakka og skuggi hans eða spegilmynd sjáist á vatnsfletinum, leitist krókó- dillinn við að hremma skuggann, og takist honum það, geti hann dregið manninn út í ána og drepið hann. Sagnirnar um skuggana koma víða fram. Börnin varast að ganga á skugga móður sinnar, þvi að það er talið ógæfumerki og ijótt. í frumræn- astu meðvitund mannsins er skugg- inn liluti af manninum. Sæmundur fróði misti skuggann sinn í liendur kölska. Skugginn fylgir manninum sí og æ, hvort sem hann er sjáanlegur eða ekki. En nafn mannsins er jafn ná- tengt honum eins og skugginn og krókódíllinn má ekki ná í það frem- ur en i skuggann, nema síður sje. Nái hann í nafnið hefir hann náð i manninn sjálfan og tortímir honum. Frumþjóðirnar hafa ríkari eðlis- hvöt en hinar og lnin hjálpar þeiín °ft til þess að skilja hlutina rjelt. Nafn lielga mannsins verður einnig heilagt og hölvun yfir nafni manns er engu áhrifaminni en hannfæring •nannsins sjálfs. Við getum lært af frumþjóðunuril; tekið sagnir, þær sem ld'óðtrú þeirra hefir myndað og heini- f*rt þær upp á eigin liagi. Margir liafa tapað virðingunni fyr- Jr nafni annara og lála sig jafnfrairit einu gilda um, hvernig þeirra eigin JJafn er nefnt. Iin það er segin saga, að þeir, sem eru hættir að láta sjer ®nt um virðingu síns eigin nafns, fara JJJanna óvai'legast með nafn annara. Og þó er nafnið spegilmynd af nianninum. Það vex og minkar með honum og þáð lifir hann. Það er hann sjálfur sem skapar því frægð eða al- Hinsvegar ræður oft líf nafnsins lifi J'ærni, en líf hans er ekki líf þess. ,JJannsins. Það er liann og þó ekki hann. Það er aðeins hluti af honum °8 þó er það meira en liann. Það getur náð þeim ódauðleik, sem maður lJJ'áir. En ódauðléikinn er ekki nóg- lJJ'. Nafn Herostrats lifir, eins og JJJaðurinn hafði þráð, en væri hon- inn ekki hetra, að það hefði dáið með honum? Nafnið er erfðafje, sem þú lætur eftir þig. Og þó að þú fallir fátækur fJ'á, getur þú samt látið eftir þig auð- á;fi handa aíkomendum þinum. En arfleiddu þá ekki að bölvun í stað- Jnn. Varastu krókódílinn. En gerstu heldur ekki króködíll sjálfur þvi að nafn þessa dýrs hefir alla tíð ver- Jð hatað. Þjóðverjar smíða flugvjelar fyrir Frakka. Frakkar fá mikið af skaðabótum þeim, sem Þjóðverjar eiga að gjalda þeirii, greitt í vörum ýmiskonar, ekki sist í vjelum. Meðal annars eru Þjóð- verjar um þessar mundir að smíða fjöldann allann af flugvjelum fyrir þá, einkum eina tegund slórra sæ- flugvjela, sem mikið orð fer af, „Rohrbach-Romar. Ætla Frakkar einkum að nota þessar vjelar til fólks- flutninga suður yfir Miðjarðarliaf. Myndin hjer að ofan gefur hugmynd um stærð og styrkleika þessara þýsku flugvjela. Til þess að prófa styrkleika vængjanna hafa 99 menn verið látn- ir raða sjer á vængina, svo að riærri má geta, að þeir geta haldið uppi tals- verðum þyngslum. Cunard-gufuskipafélagið í Liver- pool er að láta smíða skip sem verða á stærsta skip heimsins og lirað- skreiðasta, því stærðin er ákveðin 75.000 smálestir og hraðinn á að verða 30 sjóririlur á klukkustund. Um víða veröld. ----X--- LÖGREGLAN ÞVINGAR TVÆR KONUR TIL 'AÐ JÁTA Á SIG MORÐ Við dómstólana i Sofía hefir nýlega verið kveðinn upp dómur i marg- umtöluðu máli. Tvær konur höfðu verið kærðar fyrir morð á ekkju liðsforingjans Lultschewa. Dóttirin átti að hafa framið morðið og móð- irin að hafa verið henni hjálpleg með það. Mál þetta hefir vakið mikla athygli í borginni, því frú Tunewa og dóttir liennar voru vildarvink- konur frú Luitschewa og höfðu not- ið velgerða hennar í mörg ár. Fólkið ætlaði alveg vitlaust að verða þegar konurnár voru fluttar í rjettinn og leit helst út fyrir að þær yrðu drepn- ar' á leiðinni, það varð að halda öílugan vörð um þær svo hægt yrði að koma þeim alla leið. En við rannsókn málsins breytlust mjög skoðanir manna og hatrið og fyrirlitningin breyttist í meðaumkv- un og velvild til kvennanna og þeg- ar dómarinn þráll fyrir ónógar sann- anir dæmdi konurnar til dauða, kall- aði fólkið að verið væri að fremja dómsmorð. Mikil áhrif hafði það að unga stúlkan hafði mjög mikið vald á sjer og kom fram með hinni mestu látprýði. Skipið v.érður þ'ar að auki útbúið öll- um nýtísku tækjum. Því er ætlað að vinna aftur „bláa bandið“ sem Þjóð- verjar náðu af Bretum með Brem- en, sem nú er hraðasta farþegaskip- ið sem nú er í förmn yfir Atlandshaf. Frú Lultschewa var skilin við inann sinn. Hún hafði fundist heima hjá sjer ineð molað höfuð. Lögregl- an feldi strax grun á frú Tunewa og dóttur hennar, sem voru stöðugir gestir í húsinu og sem í rauninni viðurkendu við fyrstu yfirheyrslur að þær væru sekar og komu fram með nijög einkennilega ástæðu. Ung- frú Tunewa var mjög söngelsk og langaði til að kaupa sjer pianó. En hún hafði ekki nóga peninga og stal því frá frú Lultschewa, og af ótta við að þetta kænrist upp hafði hún svo myrt hana. Svoleiðis var yfir- heyrslan að minsta kosti bókuð og dómarinn tók hana strax gikla. Við yfirheyrslurriar kom það greinilega fram að konurnar höfðu verið píndar á hinn grimnrilegasta hátl af lö^reglunni til þess að fá jiær til að játa á sig glæpinn. Ung- frú Tunewa var svo illa leikin að hún varð að liggja á sjúkrahúsi í tvo mánuði. Auk þess kom í ljós að rannsóknardómarinn hafði skelt slcollaeyrunum við þýðingarmiklum atriðum í málrannsókninni. Maður frú Lultschewa hafði t. d. áður ver- ið búinn að hóta henni að harin skyldi myrða hana. Rannsóknirnar í her- berginu sýndu greinlega að það hafði verið liáð hörð barátta í því áður en glæpurinn var framinn. Það var enginn vafi á að sá sem morðið hafði franrið hlaut að hafa orðið gagndrepa í blóði. En á fötum hinna ákærðu var enginn blóðdropi. Spot- ip, sem sáust í herberginu voru einn- ig miklu stærri en spor kvennmanna. Ungfrú Tunewa varði sig mjög ró- lega. Frú Tunewa hafði verið henni eins og besta móðir og hafði vilj- að ala hana upp. Þegar ungfrú Tun- ewa hefði langað til að kaupa píano hafði frú Lultschewa boðist til að borga það sem á vantaði. Sama bar einnig kaupmaðurinn, sem selt hafði píanóið. Þegar Tunewa hafði borið það að hún hefði drýgt glæpinn var hún þjökuð og veik af pynting- um og sársauka. Læknirinn, sem slundaði hana á sjúkrahúsinu, sagði að hún hefði aldrei minst á morðið, jafnvel ekki einusinni þegar hún hafði mest óráðið. Dómstólarnir fóru eftir framburði lögreglunnar — og dæmdu báðar til dauða. ----x---- Georg Mado, sem er nafnkunnur rithöfuridur ungverskur, sat nýlega á veitingahúsi i Búdapest og var að drekka Vermóð í mesta meinleysi. Svifur þá að honum beljaki einn og lúber hann með regnhlífinni sinni. — Þjónarnir tóku óróasegginn og hann var kallaður fyrir rjett út af tiltækinu. Skýrði liann þá frá ástæð- unni til þess, að hann hafði ráðist á Mado Skáldið hafði skrifað neðan- málssögu í eitt blaðið, og var sögu- lietjan ung kona og fögur, og var gerð svo aðlaðandi, að manngarmurinn varð bálskotinn í henni. En þegar fram í sótti fóru að koma fram ýms- ir gallar á þessu sómakvendi og i sögulok var hún orðin hreinasta for- að. Þetta gat maðurinn ekki fyrir- gefið Mado, en einsetti sjer að lúskra honum fyrir allar svívirðingarnar um stúlkuna, sem í býrjun var svo ung og fögur. F. A. Thiele Bankastræti 4 er elsta og þektasta . gleraugnasjer- . verslun á Norð- urlöndum. Þar fæst ókeypis gleraugnamátun. Hin þektu Zeiss-gler af öllum gerðum. Odýr, sterk og góð gler- augu. Skrifið eða koinið lil okkar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.