Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1931, Blaðsíða 10

Fálkinn - 25.04.1931, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N 'Tjro-gleF4 Komið eða skrifið til okkar.--------- sem útiloka hina skaðlegu Ijósgeysla. Ókeypis gier- augnamátun. Eina versiunin sem hefir sjerstaka ran- sóknarstofu með öll- um nýtisku áhöldum. Laugavegs Apotek. „Sirius“ súkkulaði og kakó- duft nota allir sem vit hafa á. GætiS vörumerkisins. Z - E - B - O gerir ofna og eldvjelar skin- andi failegar. Hraðvirkur. Gljá- inn diinmur og biæfallegur. Fæst í öllum verslunum. Áteiknaðar hannyrðir fyrir hálfvirði. Til þess að auglýsa verslun vora og gera áteiknaðar vörur vorar kunnar um alt Island á sem skjót- astan hátt bjóðum vjer öllu ís- lensku kvenfólki eftirtaldarvörur 1 áteikn. kaffidúk .. 130xl30cm. 1 — Ijósadúk .. 65 X 65 — 1 — „löber“ ... 35x100 — 1 — pyntehandkl. 65x100 — 1 — „toiletgarniture“ (5 stk.) fyrir danskar kr. 6,85 auk burð- argjalds. Við ábyrgjumst að hannyrðirnar sjeu úr 1. fl. ljerepti og með feg- urstu nýtísku munstrum. Aðeins vegna mikillar framleiðslu getum við gert þetta tilboð, sem er hafið yfir alla samkepni. Sjerstök trygging vor: Ef þjer eruð óánægð sendum við pen- ingana til baka. Pöntunarseðill: Fálkinn 25. apríl. Heimili Póststöð ...................... Undirrituð pantar hjermeð gegn eftirkröfu og burðargjaldi .......... sett hannyrðaefni á danskar kr. 6,85 settið* 3 sett send burðargjaldsfrítt. Skandinavisk Broderifabrik, Herluf Trollesgade 6, Köbenhavn K. Best er að anglýsa i Fálkannm Eplarjettir. Bóndastúlka með blæju. Þetta er eftirrjettur, sem flestum þykir góður. í hann er notað rifið rúgbrauð og eplakássa. (Sundurskor- in epli soðin í dálitlu af sykri og vatni þangað til þau eru orðin meyr, eða þurkuð epli, soðin á sama liátt). Það er rifið niður svo sem einn djúpur diskur af brauði, álíka mik- ið er notað af eplakássu, rúm 60 grönnn af strausykri, álika mikið af smjöri og ef til vill dálítið af ávaxta- mauki. Brauðinu og smjörinu er blandað saman í skaftpott og hitað yfir eldi, sykrinum er stráð í smámsaman með- an hrært er í. Siðan er brauðið tek- ið af og látið kólna. Nokkuð af eplakássunni er lagt i djúpa skál, ofan á það er stráð á- vaxtamauki og svo nokkuð af brauð- mylsnunni, siðan eplakássa og svo hvað af hverju. Efst er hafður þeyttur rjómi, skreyttur með ávaxtamauki. Ódýr eplarjettur (frönsk uppskrift). Eplin eru afhýdd og skorin í fjóra hiuta, síðan eru þau lögð í þjetta röð 1 leirfat, sem þolir vel hita. Sykri er stráð yfir og þau eru látin standa þannig i ofninum í 12 mínútur. Á meðan er búinn til jafningur svo sem hjer segir: Einni matskeið af smjöri og einni matskeið af hveiti er hrært vel saman yfir eldinum og þynt út með 2 desil. af heitri mjólk. Jafn- ingurinn verður, eins og aliir jafn- ingar sem mjöl er í að sjóða i 10 mínútur. Síðan er hann tekinn af, og þegar hann er dálitið farinn að kólna er hrært út i hann einu eggi og 2 matsk. af konjaki eða rommi, romm er betra. Þessu er síðan helt yfir eplin og látið standa við daufan hita í 15 mínútur. Fimm minútum áður en skálin er tekin út er stráð yfir hana dálitlu af strausykri. Epli með krækiberjasósu. Epli, sem eru laus í sjer, eru skor- in í litlar sneiðar, nokkur hluti þeirra er soðinn með vanilla og sykri, en lió ekki svo að jiau fari i mauk, hitt er soðið i smjöri i graut, ekkert vatn. Fallegar hveitibrauðssneiðar eru sleiktar i smjöri og lagðar i fat i kring um eplasneiðarnar, sem látnar eru vera í miðju fatinu, eplamaukið er lagt ofaná sneiðarnar og kræki- berjasósu helt yfir. Borið fram heitt. Eplabeignettur. Kjarnarnir eru teknir úr eplun- um með dálítilli blikkpípu, síðan eru þau afhýdd og skorin í sneiðar (6 —8 mm. að þykt). Látin liggja i hálftíma í romm- og sykurbiöndu. Síðan eru þau látin þorna, þurk- uð ef nauðsyn þykir bera til. Soppa er búin til úr 125 gr. af mjöli, 1. litlu eggi, 1 matsk. bráðnu smjöri, V-i desil. af volgu vatni, % desil. af öli, örlitlu af sykri og salti, verður hún að vera orðin köld áður en hún er notuð. Áður en eplasneiðarnar eru steiktar er hverri þeirra um sig dýft niður í soppuna og síðan steikt i vel heitri fitu, látið renna vel af þeim, lagðar í eldtrausta skál og látnar standa um stund í heitum ol'ninum svo jiær verði gljáandi. Eplasúffle. Þvo og þurka 450 gröm af eplum, en afhýð þau ekki, fallegast að hafa rauð epli. Eplin eru soðin í mjög litlu vatni og látin fara gegnum síu. Sam- an við má nota apríkósur, en ])á er haft minna af eplunum. Apríkós- urnar eru þá lálnar liggja i bleyti eina nótt og síðan er látin koma upp á þeim suða og svo síjaðar. Þegar mauk þetta er farið að kólna er hrært saman við það þeytt egg. Síðan eru 2 eggjarauður þeyttar með 60 gr. af sykri í 10 mínútur og 60 gr. af niðurskornum möndlum bætt i (möndlurnar má hakka en látnir vera smábitar með) ÖIlu þessu er hrært úl í maukið. Að lokum er bætt i tveim vel þeyttum eggjalivit- um og þetta er siðan alt látið i smurt kökumót. Bakað í 20—30 mínútur. Borðað slrax. Munið að það er betra að gestirnir bíði eftir þessum rétti heldur en cð hann bíði eftir gestun- um enda gerir hann það ekki, hann fellur saman og verður að pönnu- köku. ÓÞÆGILEG í nóvember i liaust AUÐÆFI vann frú SelínaThomp- ---------- son í Englandi 360.000 krónur i írska „s,weepstake“-veðmál- inu. Eru „sweepstakes“ nú bönnuð í Englandi, en við ])að bann fluttist fyrirtækið til írlands. Frú Selína var vel stæð undir, liún átti gistihús, sem liún rak og hafði nóg að bíta og brenna. En frá þeirri stundu, að hún vann í lotteríinu var friðurinn úti. Fiún fjekk þúsund af brjefum. Hundr- uð betlara börðu að dyrum hjá henni og síminn stóð aldrei. Hugvitsmenn komu með liugmyndir, sem þeir vildu láta hana kosta. Ókunnir og mjög fjarlægir ættingjar komu, til þess að óska til hamingju. Dóttir bennar, sem var í þann veginn að giftast, fjekk liauga af hjúskapartilboðum, og hvorug þeirra mæðgnanna þorði að koma út á gölu. Þó að frú Thompson hefði ekki orðið við nema broti af öllum þeim bónum, sem henni bárust, hefðu pen- ingarnir ekki hrokkið til.. Og loks gafst liún upp. Hún skildi liúsið eft- ir í reiðileysi og fór lil Canada, und- ir fölsku nafni. Hún vonar, að al- menningur hafi gleymt henni þegar hiin kemur aftur. VAN HOUTENS konfekt í öskjum er uppáhald IDOZAN er af öllum læknum úlitið framúrskarandi blóðaukandi og styrkiandi járnmeðal. Fæst í ölium iyfjabúðum. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Pósthússt. 2 Reykjavik Simar 542, 254 off 30Ö(framkv.stj.) Alíslenskt fyrirtæki. Allsk. bruna- og sjó-vátryggingar Hvergi betri nje árelöanlegri viöskifti. Leitiö upplýsinga hjá næsta umboðsmanni. SKÓPOKAR ÚR SOKKBOLUM. Eitt af því hentugasta, sem liægt er að nota gamla sokkboli til, er að búa lil úr þeim skópoka til að hafa á ferðalagi. Ullar og baðmullar bolir eru sterkastir, en þykkir silkisokkar geta líka bæði verið sterkir og falleg- ir til þessa — en þegar silki er notað er best að hafa tvenna boli í hvern poka. Hver bolur er kliptur þannig að hann sje mátulega stór utan um skó- inn. Hann er síðan riktur saman að neðan og puntaður með tréperlu og dúski, eða saumaður saman með kap- melluspori. Að ofan er hann dreginn saman með bandi og sje tími til er hver poki merktur. í hverjum poka er geymdur einn skór, og er þetta bæði þokkalegt og þægilegt til notk- unar á ferðalagi. ----x----- Kalk, lirært lit með eggjalivítu er ágæll til að líma með gler og postulín. Fisklykt má ná af höndum sér með því að nudda þær upp úr þurru sinnepi. Vállrinn er víðlesnasta blaðið. tUÍMllli er besta heimilisblaðiö. Foreldrar. Barnið yðar á að hafa fengið allar 8 framtennurnar þegar það er ársgamalt. lvaupið Mæðra- bókina eftir prófessor Monrad.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.