Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1931, Blaðsíða 11

Fálkinn - 25.04.1931, Blaðsíða 11
F Á L K 1 N N 11 Yngstu lesendurnir. Efst og neðst. Almúgamaðurinn er vinnuþræll. Hann sjer fyrir fjölskyldu sinni, ann- ast um heimili siit og starf. Þegar hann hnígur til moldar liggur eftir hann vel unnið dagsverk. Svo er það önnur tegund manna, sem ekki gerir sjer að góðu að vera eins og fólk er flest, þeir vilja af- kasta einliverju stóru og miklu svo aldrei liafi sjest þvilikt og aðrir undr- ast yfir. Þeir setja sinn svip á tilveruna, við lesum um þá í blöðunum, sjáum mynd- ir af þeim á kvikmyndahúsunum. Það eru djarfir reiðmenn, sem hleypa á skeiðvöllunum, framúrskarandi hjól- t'eiðamenn, sem reyna sig á veðreiða- flötunum, ágætir flugmenn, sem velta sjer í loftinu, margir eru vísindamenn og helga líf sitt því einu að ráða fram úr einhverju torleystu viðfangsefni. Um hina siðastnefndu skulum við nú tala dálítið nánar í þetta sinn. Metin. Flugmenn reyna hvað eftir annað að setja met i háflugi. Það er ekki »ema leikur að fljúga uppeftir fyrstu þúsund metrana, en þvi ofar, sem dregur, þeim mun seinlegra er að komast áfram. Loftið þynnist óðuin og það frýs á loftvoginni. Flugmaður- inn, sem hæst hefir getað komist heitir Soucek, hann komst 14355 m. upp i himinhvolfið. í þessari hæð er loftið 5 sinnum þynnra en niður við jörðina og kuldinn geipilegur. Varð hann því að hafa með sjer upphitunar- tæki og súrefnisgeyma eins og gefur að skilja. 2. Hawthorne v. Gray kapteinn náði í loftbelg sínum svipaðri hæð, nefni- lega 14150 metrum. Seinna þegar liann ætlaði að reyna að komast hærra, mistókst honum og hann ljet lifið. 3. í 11700 metra hæð hætta loft- skeyti frá jörðunni að heyrast og flugmennirnir verða að svífa þaðan af einir um þöglan geyminn. 4. í 10000 metra hæð kveður flug- maðurinn fugla þá, sem hæst fljúga.’ 5. í 8875 metra hæð er hægt að lenda á liæsta tindi jarðar, nefnilega Mount Everesl fjallinu. Á tinda þess hefir þó ennþá enginn komið nema fuglinn fljúgandi. Enskir fjallgöngu- menn reyndu að komast upp, en urðu að snúa aftur þegar ekki voru eftir nema nokkur hundruð metrar upp á tind. G. Eiffelturninn gnæfir 300 metra yfir yfirborð jarðar. Það er enn þann dag i dag hæsta byggingin á jörðunni, en þess verður sjálfsagt ekki langt að bíða að einhver ame- ,, Jeg er ekki of gömul til aö laera, Pvottarnir veröa hvítari og endast lengur meö RiNSO LEVER BROTHERS LIMITED PORT 3UNLIGHT, ENGLAND t. „Jeg held ekki ríghaldi i gamlar að- ferðir, af þvi þær eru gamlar. Þessvegna þvæ jeg altaf með Rinso, af því að það er bæði betra og nýrra en gamla aðferðin. Rinso þvær lök og dúka mína lireina og hvíta sem mjöil, með engum hörðum nún- ingi og engin sterk bleikjuefni, sem slíta þvottinum. í ungdæmi mínu var ekkert lil likt Rinso — þetta er framför." segir húsmóðirin. Er aðeins selt i pökkum — aldrei umbúðalaust Lítill pakki —30 aura Stór pakki — 55 aura , í SfÓRPVOnHW W-R 21-047* riski „skýjakljúfurinn“ teygir sig enn- þá hærra upp. 7. Nú skulum við skreppa snöggv- ast undir yfirborð jarðar og athuga liina iðnu námuverkamenn, þar sem þeir eru að vinnu sinni. Þeir geta verið á upp undir 2500 metra dýpi, en það er aðeins i námum þar sem unninn er gullerts. Hitinn er þarna 35 gráður á Celsíus, og verður því að flytja daglega mörg tonn af ís í kælana, svo hægt sje að vinna þar nokkurnveginn þolanlega. 8. Hin mikki djúp hafsins hafa ennþá að geyma margar óráðnar gát- ur og stóra fjársjóði, sem mennirnir verða að láta liggja kyrra 1‘yrst um sinn. Iíafari í venjulegum búningi kemst ekki nema tæpa 100 metra niður fyrir yfirborð sjávar. Þrýsting- ur vatnsins er svo mikill, að hann myndi kremjast í sundur ef hann reyndi að komast lengra niður, hve vel sem hann væri útbúinn. 9. Neðansjávarbátarnir liafa kom- ist lengst 125 metra niður, og sýn- ist það ekki vera nein ósköp. 10. f sjerstökum búningi til að kafa í á dýpi liafa kafarar komist niður á 165 metra, en það kvað vera, mjög óþægilegt ferðalag. 11. Sá, sem sett hefir met í því að köinast sem dýpst niður er William Beebe, við Bermuda eyjarnar. Hann ljet útbúa sjerstaklega gerða kúlu úr þumlungsþykku stáli. í henni ljet hann svo kasta sjer niður í 1400 hundruð metra dýpi. Neðansjávarbát- ur mundi malast mjölinu smærra i þessari dýpt. Gerði hann margar merkilegar athuganir á lífinu þarna niðri, skoðaði hann það við ákaflega sterkt kastljós, sem hann sendi út um afarþykkann glugga á kúlunni. I M á I n i n g a-1 ■ ■ í > S vörur ■ ■ ■ Veggfóður ■ ■ ■ ■ ■ ■ : Landsins stærsta úrvai. 3 ■ ■ I »MÁLARINN« j ■ ■ Heykjarík. Lengi hel'ir leikið grunur á því, að kokaini væri smyglað inn á landa- mærum Hollands og Belgíu. Bifreið ein brynvarin, hafði lengi haft það fyrir sið, að þjóta á fleygiferð fram- hjá landamærávörðunum, án þess að sýna flutning sinn eða fá vegabrjefs- áritun, og var oft skotið á hana, en það dugði ekki liót vegna þess að skotin hrundu af brynjunni, eins og vatn af gæs. Loks tóku tollþjónarnir upp á því snjallræði að skjóta á lijól- in — og þáð hreif. Hringirnir sprungu og bifreiðin varð að staðnæmast. Og tollþjónarnir fundu i henni kjassa, með 100 kg. af kokaíni. ----x—— Enska skáldið Rudyard Kipling er ekki blásnaúður, eftir því sem líkur benda til. Hann tekur sem sje-um það bil G krónur íslenskar í ritlaun fyrir livert orð serri liann skrifar. Ef Fálk- inn borgaði jafn há ritlaun mundi þessi klausa kosta — um 250 krónur!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.