Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1931, Blaðsíða 16

Fálkinn - 25.04.1931, Blaðsíða 16
16 PÁLKINN »Tuxham« á sjó og landi! Báta- og landmótorar 1 og 2ja cylindra. Margir, sem þurfa að fá sjer mótor, livort heldur er til notkunar á sjó eða landi', eiga oft erfitt með að ákveða sig hvaða tegund þeir eigi að kaupa, því að það eru eins margar mótortegundir á markaðinum, sem dagar í árinu. Og þessum mönnum er það alls ekki láandi, því það er af- ar þýðingarmikið að keypt sje hin rjetta togund. Vjelin verður fyrst og fremst að vera örugg í gangi og vel smíð- uð, ódýr, sparneytin á olíu og efnið óaðfinnanlegt. Hún verður að hafa alla þá kosti, sem hugvitsmenn á þessu sviði telja nauðsynlegasta og hesta, svo að vjelin komi að tilætluðum notum. Og smíðina verða kunnáttumenn að framkvæma ef maður á að vera viss um að alt sje í lagi. Það er óþarfi fyrir menn að grufla lengi yfir því, hvaða mótor, þeir eiga að kaupa. „Tuxham“ er allra mótora bestur og eru til þess mýmarg- ar orsakir. Hvert einasta stykki, sem smíðað er úr, er þrautreynt áður en það er notað, hestu kunnáttumenn á Norðurlöndum annast smíðina, og hver einasti mótor, sem sendur er úr verksmiðjunni er þrautreyndur áður en liann er sendur. Heimsfrægð „Tuxham“-mótoranna grundvall- ast á því, að allir mótorarnir eru jafngóðir, öruggir í gangi og sparneytnir og því ódýrari en aðrir mótorar, enda eru þeir meira keyptir og notaðir um heim allan, en nokkur önnur mótortegund. „Tuxham á sjó og landi“ eru orðin, sem allir Islendingar verða að rnuna. Forðist þá skapraun, sém ótryggur mótor skapar ykkur. Tuxham mótorarnir eru allir með loftgangssetningu og settir í gang með einu einasla handtaki. Aðaláslegin í „Tuxham“ mótorunum eru innilukt ryk- og vatnsþjett Keflileg frá hinni alkunnu S. Iv. F. verksmiðju. „Tuxham“ mótorinn gengur eins liðlega og besta eimvjel. Útgerðarmenn, látið ykkur ekki detta í hug að kaupa ann- að en það besta, ef þið þurfið á mótor að halda, en „TUX- HAM“ mótor í bátum yðar skapar yður það besta öryggi sem nokkur mótor getur gjört. Birgðir af varahlutum eru ávalt til í Reykjavík, útvegum þá einnig beint frá verksmiðjunni. Umboðsmenn: Eggert Kristjánsson & Co. Rey kja vík.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.