Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1931, Blaðsíða 8

Fálkinn - 25.04.1931, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N 3jjjag8&$8 mm v. zm W,: ■. • WM:M v 1 Alpafjöl/um eru snjóflúð mjög tíð og verða fjölda manna að bana á hverju ári. Sá sem lendir í snjóflóði á sjer í fæstum til fellum undankomu auðið, því að flóðið grefur liann eða fleygir honum með sjer fram af hengiflugum og rotar hann. Hjer er mynd af snjóflóði, sem geisar niður fjallshlíð. Eitt af aðatmálunum í viðureign Breta og indverskra sjálf- stæðismanna var hin iltræmda salteinkasala, sem Bretar höfðu sett í landinu og bannaði Indverjum sjálfum að vinna salt úr sjó. Á Indlandsmálaráðstefnunni í London náðisl samkomu- lag um saltmálin, á þeim grundvelli, að nú leyfist Indverjum þeim, er búa við sjó, að vinna sjálfir satt. En íhaldsmenn í Englandi hafa legið stjórninni á hálsi fyrir þessa sjálfsögðu ívilnun. Indverskir menn höfðu gert þetta að kappsmáli og er talið víst, að ívilnunin hafi raunverulega litla þýðingu, því að saltvinsla borgar sig ilta með þeirri aðferð, sem lndverjar nota. Myndin sýnir Indverja vera að vinna salt í fjörunni. Þessi mynd er af yngsta miljónamæringnum í Englandi. Er það telpa, að eins IH/z árs gömul og heitir Jane Elisabeth Whitelaw. Þegar hún verður 25 ára fær hún full úmráð yfir arfi, sem henni hefir tæmst eftir frænku sína. Er arfurinn um 45 miljón kónur, svo að ekki verður sagt að telpan sje á flæðiskeri stödd.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.