Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1931, Blaðsíða 7

Fálkinn - 25.04.1931, Blaðsíða 7
2f Á L K I N N 7 O ""lllllii" o -'IIUu,- O ■•'■IIHin- O -HIIIIIIIM O ■“'lllllr O -'illllln- -"llllin- O -1111111,- O -"lllliii- O -"llllln- O -"Ulllii- O -"Ullln- O E. i fi & e? J Sagan af Sigurði sólargapa. i • EFTIR ÞÓRIR HAUSTMYRKUR. Ó Ó IJað liafði verið besla tið í Skaga- firði um sumarið, frá því að sláttur ijyrjaði, og fuglaveiði mikil við Drangey um vorið. Nokkrir fiskihjallar stóðu lijer og þar, niður við naustin, á víð og dreif uni allan Skaga, og fiskilyktina lagði a móti manni þegar komið var úl á „Selvík“. Kringum bæhia var kafgras útá Skaga, en þó var það livergi eins mik- 'ð og í kringum Fosssel. Það var kot, sem stóð uppi i lieið- inni. Frá Fossseli var klukkustund- ar gangur — til næsta bæjar — nið- ur að Fossi. Fyrir mörgum árum, þegar saga þessi gerðist, hjuggu fátæk hjón í Fossseli, Björn og Guðrún að nafni. Þau Björn og Guðrún voru búin að oiga lieima þar í kotinu, yfir tuttugu ar, 0g voru nú farin að eldast. Þeim hafði aldrei orðið harna auðið, og hírðust þarna ein út af fyrir sig — í öll þessi ár. Þau voru bæði æltuð utanaf Skaga; það er bygðin sem er fyrir utan Keta- björg — út af Hrauni. Þau Björn og Guðrún höfðu felt hug hvort til ann- urs, þegar þau voru um tvítugt, þau v°ru þá bæði i vinnumensku, þar á Skaganum, er þau trúlofuðust. En inaður nokkur sem Sigurður hjet feldi líka hug til Guðrúnar um þetta leyti. Hann sótti mál silt svo fast við hana, að Guðrún var ráðalaus, og lirædd við Sigurð, og vildi ekki með nokkru nióti við honum líta. Sigurður var myrkur i skapi og vjssu fáir hvað undir hans stakki hjó. Hann var efnaður og búinn að jaka arf eftir foreldra sína, og kom- inn yfir þrítugt, og livernig sem hann sóttist eftir blíðu Guðrúnar, gat hann engu áorkað þar, og lágu þó margir Guðrúnu það þungt á liálsi að hún skyldi ekki taka hoði Sigurðar. — Að lokum reiddist liann og kvaðst skyldi muna henni þáð, þó seinna yrði. En orð Sigurðar liöfðu þau á- hrif á Guðrúnu, að hún kveið fyrir því að þurfa að sjá hann, og vildi nt af lifinu fjarlægjast liann sem mest. Gg það var ástæðan fyrir því, að þau Gjörn og liún, fluttu i kotið á lieið- nini, og þarna voru þau nú búin að hýrast í öll þessi ár, og komust þol- anlega af eftir þeim kröfum sem á þeim tíma þótti sæmilegt að geta lif- að. En byggingin var þó afskaplega hrörleg, og orðin æfa gömul. Bað- stofan var tvö stafgólf og undir skar- súð, sem nú var farin að síga inn undir þekjunni, og orðin grautfúin. Ekki var gólfið liiljað nema sem svaraði alin á lengd út frá rúmstæð- lnu, sem stóð fyrir stafni í austur- enda baðstofunnar, þar var glugginn nieð einni glerrúðu, og var liægt að sta út um hann, austur yfir fjörðinn ug norðvestur á Tindastól upp frá Ssevarlandi. Þegar út var komið, hlasti við Heiðnabjarg á Drangey •'ani á firðinum, svart og draugalegt, °S brimsorfið að neðan, tilsýndar eins og fult af óvættum og forynjum, sem teygðu loppurnar upp á bjargs- hrúii, þegar rökkva tók á haustin. ~7------Það var komið fram á út- pngjaslátt. Björn kom lieim frá slætt- inum eitt kvöld i góðu veðri, og lagði G'á sjer orfði með ljánum í, uppí sund, sem var þar milli bæjardyr- anna og skemmuræfils er var þar aföst við bæjardyrnar. Hann lokaði bænum eins og hann var vanur með kindarlegg sem gekk i dálitinn keng uinan í dyrastafnum. Bæjarliurðin var orðin fúin, og all- ur dyrabúnaður lafði varla uppi, en svona hafði það nú lafað í mörg ár, Ó og nú var sólskin á daginn, og næt- urdögg á grasi.------ — — Það var komin mikil hreyt- ing á útlit Guðrúnar, frá þvi sem hafði verið þegar liún var ung; að vísu var hún holdug, en það var kom- inn yfir hana einhver undarlégur þunglyndissvipur. Hún liafði aldrei getað gleymt mnmælum Sigurðar og slóðu heitingar lians eins og hábe'itt- ir linífar i Jijarta Guðrúnar og gjörð- ist hún nú einhvernveginn með sár- ara móti — uppá síðkaslið, en aldrei hafði liann gert henni neitt það hún til vissi, og nú var hann mektarbóndi iivná Laxárdal.------Guðrúnu hafði dreymt illa margar undanfarnar næt- ur. Hún þóttist oftast stödd inn í bað- stofu. Þá þótti henni stundum bjarn- dýr vera að brjótast inn í bæinn, eða naut með stórum hornum, sem ætlaði að gera henni eitthvað mein. Hún liafði orð á þessU við Björn, en hann gat ómögulega skilið livað draumar hennar þýddu. ------- Hjónin liáttuðu eins og þau voru vön, og átti Björn sjer einskis ills von, en nú tók út yfir alt, sem Gúð- rúnu hafði nokkurntíma áður dreymt. Henni þótti einhver voða skepna, sem liún ekki þekti, brjótast inn eftir hað- stofugólfinu, að þeim í rúminu og hvæsa voðatega framan í Björn. Henni þótti Björn verða hræddur, og liendast fram úr rúminu, og skreið þá skepnan upp í sængina til hennar. — Við þessi ósköp vaknaði Guðrún mjög máttfarin eftir hræðsluna i svefninum. Hún vakti Björn og sagði honum drauminn og rjeð hann fyrir einhverjum skelfingum sem yfir þau mundi dynja. Björn hrylti við draumnum, en liann reyndi þó af öllum mætti að telja Guðrúnu trú um að hann mundi ekkert merkilegt hafa að þýða. Um þessar inundir stóð mönnum ótti af flækingum, þeir liöfðu frá ómunatíð flakkað um landið, og fram- ið þjófnað og aðra óknytti, þar sem varnarlítið fólk var fyrir, -—■ einkum konur. — Sögur af Sveini Skofta voru flestum kunnar. — Nú var flækingum farið að fækka, þó cnn væri mikið af þeim. — Sumir af flækingum þess- um voru meinleysis garmar, sem eng- um manni gerðu mein, fatlaðir ræfl- ar eða veiklaðir á einlivern liátt. En sumir voru heilsuhraustir, stórir og riðvaxnir ribbaldar, og til i alt nema að vinna, því nentu þeir ekki, en til voru þeir í það, að hnupla þvi, sem þeim fanst sjer geta orðið að gagni, og ef þeir komu á bæ þar sem fáliðað var fyrir, lielst kvenfólk og hörn, voru þeir visir til að liræða það til þess, að láta það af liendi, sem þeir þóttust með þurfa. Stundum voru þeir djarftækir til kvenna ef þeir sáu sjer færi. Þóttu þeir því jafnan illir geslir er það frjettist, að þeir væru komnir í sveitina. Einn þeirra illræmdustu af flæk- ingum þeim er þá fóru ferða sinna um nærsveitirnar á báðar hliðar, hjet Sigurður og var kallaður sólargapi að auknefni. Hann var mikill á velli, liafði lieiðinna manna heilsu, og var heljarmenni til burða og illmenni að sama skapi.------- Kom liann nú vestan úr sveitum og ætlaði út i útsveitirnar, og labbaði út í Ytri-Laxárdal. Það var komið kvöld og fólk var komið heim af engjum, þegar Sigurð- ur sólargapi kom til bæja. Sigurður hóndi, sem áður er um- getið, rjeði þar húsum. Tók hann nafna sínum vel, og ljet gefa honum nóg að borða. Vinnufólkinu stóð geigur af sólar- gapa einkum stúlkunum, og liefðu þær ekki orðið hræddari, þó þær sjeð Satan sjálfan í liúð og liári. Sólargapi hafði gaman af stúlkun- um, og elti þær liljóðandi fram og aftur um bæinn. En bóndi var hinn kátasti við nafna sinn, og ljet sem liann tæki ekki hart á ■— þessum hlut- um — og hafði hann með lagi af sjer um kveldið; gekk hann með honum út fyrir tún, og vísaði honum leið út að Fosseli á Skaga. — Gæti hann, ef að nokkur kjarkur væri til í lionum, komist þar inn í bæinn og rekið bónda úr rúmi. — — Sigurður bóndi liafði komið nafna sínum á þessa skoðun og gefið honum svo brennivínsdropa á kút- hoiu til að liressa sig á, og hann bað hann að skilnaði að segja sjer frjett- irnar þegar hann kæmi til baka. Sigurður bóiidi þekti nafna sinn að því, að liann ljet sjer ekki alt fyr- ir brjósti brenna — einkum við vin — og beið nú í von að heyra frá viðureign þeirra Guðrúnar í Fossseli og hans. Sigurður sólargapi tijelt nú leiðar sinnar um nóttina út á Skaga. Fór liann langt ofan við Skeifilstaði og stefndi út á Skagaheiði og kom eftir nokkra króka að Fossseli. Sigurði leist bærinn ekki traustlega bygður. Hanii var búinn að liressa sig á kútliolunni, og var nú til i alt. — Hann sá ljáinn í orfi bónda og sló liann úr og mölvaði hurðina með fæt- inum í t'yrsta höggi. Síðan ruddist iiaiin inn í bæinn með ljáinn í liönd- unum og var riðþungur undir brún. Guðrún rak upp hátt hljóð, og hrökk saman af skelfingu, þegar lnin sá þennan hrikalega mann, með ljá- inn í höndunum, og lienni datt í hug að hann mundi ætla að reka þau í gegn. ------ Sólargapi skipaði Birni að fara upp úr rúminu liið skjótasta, að öðrum kosti kvaðst liann reka hann í gegn með ljánum, — Björn kom ekki fyrir sig neinni vörn og skalf af hræðslu. Han varð tafarlaust að skreiðast fram úr rúminu hálf nakinn, og fara fram á gólf, en gesturinn fór upp í sæng- ina til konunnar — hvað sem hún sagði.------ Guðrún reyndi að snúa sjer upp að veggnum, og bað Björn að lijálpa sjer, en Björn stóð alveg ráðþröta yfir þessari svívirðingu. Honum datt að vísu í hug að sækja stein og kasta honum í hausinn á þessum skelfilega manni, en svo þorði liann ekki áð lireifa sig burtu, og lenti i aumingja- skap og ráðaleysi, — eins og liann liefði verið negldur niður við gólfið. ■— — Loksins liypjaði Sigurður sig í hurtu og Björn þorði ekki að hreyfa sig fyr en hann var farinn.------- „Þú ferð — til — helvitis — fyrir það, að smána saklausa — og varn- arlausa — konu“, hreitli Björn út úr sjer þegar Sigurður var kominn út úr dyrunum. Hann fór nú smátt og smátt að átta sig á því, sem gerst hafði. Hann fann lil sárrar blygðunar fyrir ragmenskuna og ráðaleysið, — að reyna ekki að hjálpa konunni. — Hann fór að tina utan á sig fata- garmana, og þorði ekki að líta þang- að sem Guðrún lá.-------- Hugsanirnar flugu um sál lians eins og vængjaðir djöflar og kvöldu hann. Hann kreisti hnefana og beit á. jaxl- inn. — Haún var ómenni, að gerif ekki neitt að. — Nú fór hann að sjá ráð. Hann liefði átt að fá sjer raft og berja i hausinn á illmenninu — hvaða hel- vítis raft? Hann var enginn til. — Taka stein og kasta í liausinn á hon- um, en ef lionmn liefði nú fipast með steininn, og hann lent í höfðinu á Gúðrúnu, — þá liefði illmennið snú- ist að honum og rekið í hann ljáinn. Björn ráfaði út þegar liann var kominn í fötin og sá hann þá að gest- urinn var kominn inn á liæðir, sem voru skáhalt fyrir sunnan bæinn. Björn tók orfið sitt og ljáinn, sem lagðui' hafði verið rjett við varin- helluna á hlaðinu, og ráfaði norður fyrir túnið og fór að reyna að slá. Björn lijakkaði þarna æði stund, en með sólar upprás, færðist yfir hann magnleysi og þreyta. — liann lagðist niður i slægjuna og bað manninum allra óbæna, og grjet sáran. Sigurður sólargapi hjelt leiðar sinn- ar inn í Laxárdal. Hann fann nafna sinn og sagði lionuni frá því sem komið var. — Sigurður bóndi ljel vel yfir verk- inu„ og þóttist nú hafa hefnt sin á Guðrúnu.------- Sigurður bóndi leysti nafna sinn úl með sæmilegum gjöfum í mat og smjöri og brennivíni og hað hann að láta ekkert á þessu bera, sem komið liefði fyrir i Fossseli, og rjeði honum til að fara hurt úr Skagafirði.------ Sigurður sólargapi fór síðan vestur i Húnavatnsýslu og þaðan út á Horn- strandir, og eirði hvergi stundinni lengur og fór mál þetta ekki fleiri manna á milli en þeirra nafna. Þegar Björn var farinn út, fór Guð- rún að reyna að klæða sig í fötin. Henni fanst hún varla geta hreyft sig, svo var hún máttfarin og hrædd. — Þarna va þár draumurinn kominn fram í þessari skelfilegu mynd. Hún fór að hugsa um hver þetta liefði getað verið, og svo datt lienni í hug að manninum mundi hafa verið kom- ið til þess að gera þetta. -— Ummæli Sigurðar komu fram í huga hennar. Þetta var liefnd hans. Hqnn hafði sent manninn til hennar. — — Eftir þetta kom þunglyndið yl'ir Guðrúnu. Henni fanst hún aldrei geta verið nokkra stund ein, — eftir að farið var að rökkva.------Þessi skelfilega smán gat henni ómögulega liðið úr minni, og ráðleysi Björns að geta ekki hjálpað henni í slíkum kringumstæðum. Amasemin og hræðsl- an gróf dýpra og dýpra um sig i sál hennar með hverjum deginum sem leið.---r -----Ári síðar um sama leyti var Guðrún orðin brjáluð. Nokkrum árum seinna, eftir að Fossel var komið í eyði, fundu gangnamenn likrafsa af gömlum stóruni manni, — i baðstofutóftinni. Yar það óþekkjanlegt, og gátu menn þess til„ að þetta væri liræ Sigurðar sólargapa. Breskur iþróttamaður náði um dag- inn 100 breskra mílna hraða á mótor- bát á stöðuvatni í írlandi. Það mun vera heimsmet. ----x-----

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.