Fálkinn


Fálkinn - 25.04.1931, Blaðsíða 13

Fálkinn - 25.04.1931, Blaðsíða 13
1 F A L K I N N 13 ■■■■■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Fallegir og ódýrir myndin sýnir, úr svörtu og brúnu rúskinni á aðeins kr. 2200. Fást einnig úr lakki og brúnu Chevreau. Biðjið um verðlista. Stefá Gunnarsson Skóverzlun Austurstræti 12. Reykjavík. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ nýtítku dömuskor ■lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllflHlllllNIHIIIIfllllUII s = 1 Fiskábreiður í (vaxíborinn dúkur besta tegund. Saumaður í öllum stærðum, eftir því, sem um er beðið ÓDÝRASTAR I HEILDSÖLU 1 Veiðarfæraversl. „Qeysir tl ■imilllllllUIIIHIHIIIIIHHIIIIIHIIHIIIHHIHHIIHIIIHHHIIHIIHI Horfna miljónin. Skáldsaga eftir Edgar Wallace. mjer fjnst af öllu; hvort Rex Walton liafði ekki geymsluhólf hjer í bankanum og fleira?“ „Jú, liann hefir það“, sagði bankastjórinn, >,en það er tómt. Hr. Walton tæmdi það að öllu því, sem nokkurt verðmæti var í, viku áður en hann hvarf. Þessvegna var það, sem jeg skrifaði yður“. „En hann á þó ennþá fje á innstæðu hjer?“ spurði Jimmy. Bankastjórinn liristi höfuðið og Jimmy fjelst hugur. „Að vísu hefir hann viðskifti hjer enn“, flýtti bankastjórinn að bæta við, en hann á eklci meira en svo sem 200 pund í viðskiftareikningi sínum. Við höfum kom- ið öllum verðbrjefum Waltons í peninga, og þegar frá eru skilin þessi tvö hundruð pund, hefir hann tekið út alla inneign sína. Svo er það“. Bankastjórinn talaði hægt og með á- herslu — „Vikuna áður en Walton livarf, tók liann út miljón pund hjer í bankanum“. „í reiðu fje? spurði Jim, tortrygginn. Bankastjórinn kinkaði kolli. „I dollurum. Honum til allrar gæfu var peningamarkað- Urinn stöðugur; annars liefði vel getað farið svo að þetta mikla verðbrjefaframboð hefði orsakað verðl'all, svo um munaði. Jeg get vel gefið yður upplýsingar um, livað verðbrjef- in voru seld“. „Nei, það varðaf minstu“, svaraði Jim samstundis. „En viljið þjer ekki segja mjer með hverjum hætti hann tók peningana út?“ Bankastjórinn hringdi og ritari kom inn. )>Látið þjer mig fá viðskiftareikning Rex Waltons“, mælt hann. i Bækurnar sýndu, að þessi miljón hafði verið tekin út þrjá daga í röð. Fyrsta dag- inn hafði Walton tekið út 1.300.000 dollara, nnnan daginn 1.800.000 dollara og þriðja daginn afganginn. Samlals hafði hann tekið út 4,875.000 dollara. „Og auk þessa tók hr. Walton út fjögur þúsund pund í seðlum til brúðkaupsferðar- innar“. „Mintist bann nokkuð á livert liann ætl- aði að fara?“ „Nei, ekki einu orði. Og hr. Walton er ekki svoleiðis maður, að maður geti spurt hann spjörunum úr. Jeg drap á það við liann, að hann vogaði miklu, að hafa svo mikið fje á sjer eða hjá hjer, en hann svar- aði stuttur i spuna, að liann hefði liugsað þá lilið málsins, og hefði ekki neina löngun til að fara að rökræða um slíkt við óviðkom- andi menn“. Jimmy Sepping svaraði ekki strax, en svo sagði liann: „Jeg geng að þvi vísu, að þetta Walton við bankann eða verðbrjefum henn- komi ekki neitt við skiftum ungfrú Joan ar?“ Bankastjórinn kinkaði kolli. „Vitanlega á- hrærir það engan veginn innstæðureikning hennar eða verðbrjef; en yður að segja, hr. Sepping, þá eru það ekki nema smámunir. Faðir Waltons ljet lionum eftir tvo þriðju af eignurn sínum en einn þriðja ánafnaði hann dóttur sinni. Og í þessu sambandi er dálítið, sem gerir mjer órótt, þvi að fyrir nokkrum mánuðum Ijet ungfrú Walton flytja mikinn hluta eigna sinna i reikning bróður sins, vegna fjárhagsmálefna, sem hann væri riðinn við, og jeg get ekki varist þvi að lialda, að hr. Walton hafi glejunt því, að hann átti ekki alla þessa miljón; systir lians átti lijer um bil þriðjunginn“. Á eftir var Jimmy leyft að rannsaka geymsluhólfið, sem Rex Walton liafði leigt fyrir einkaskjöl sin. Nokkur minnisblöð voru þar, afsalið fyrir liúseign hans og annað sem engu máli skifti, en ekkert, sem þýðingu hafði. „Eru peningarnir ekki heima hjá Wal- ton?“ spurði bankastjórinn. „Hafið þjer rannsakað peningaskápinn hans?“ „Jeg kom einmitt liingað til þess að fá bókstafalykilinn“, sagði Jim þurlega, „en jeg skal, hverju s«m fram fer, láta mjer hepn- ast að opna skápinn!“ Frá bankastjóranum fór liann beina leið til Joan og sagði lienni hreinskilnislega, hvernig í öllu lægi, en það að hún mætti bú- ast við að missa allar eignir sínar, virtist ekki snerta liana nærri eins mikið og fregn- in um hinar undarlegu aðfarir Rex bróður hennar. „Jeg skil ekkert i Rex!“ „En jeg held að jeg geri það“, sagði Jimmy. „Rex hefir óttast hótanirnar um, að hann yrði rúinn öllu sínu fje, og þegar liann þótt- ist sjá, að Kupie hefði einskonar undravald, sem gæti gert lionum kleyft að ná pening- unum út úr bankanum, hefir hann gengið í gildruna og tekið þá út sjálfur. Þeir eru i peningaskápnum, það er jeg liárviss um“. Hann hafði talað út og inn um þennan peningaskáp við Rex, þegar hann var að láta steypa hann þarna inn i vegginn i Cad- ogan Place. Það var stór járnskápur, eld- tryggur og þjófheldur, en þó hlaut að vera liægl að opna hann, því að sá sem smíðað liafði skápinn, hlaut að þekkja bókstafalás- inn. En Jimmy varð ekki um sel þegar liann liafði talað við smiðinn, þvi að liann sagði: „Það er ómögulegt fyrir yður að ná þessum skáp upp, ef þjer þekkið ekki bókstafalás- inn; og hr. Walton er víst eini maðurinn sem þekkir liann, því að liann ljet gera hann eftir sinni eigin fyrirsögn“. „Þá verðið þjer að senda færasta manninn yðar til London til þess að brjóta hann upp“, sagði Jim, og svo ræddu þeir um þetta nokkra stund í símanum. Svo sagði skápa- smiðurinn: „Það verður ólijákvæmilegt að senda skápinn til Sheffield. Eini maðurinn, sem hefði getað gert þetta, liefir farið að fást við peningaskápa upp á eigin spítur, og nú er hann, að því er jeg best veit, kominn í svartholið“. „Hvað heitir hann?“ spurði Jim ákafur. „Knowles“ var svarið. „Jeg býst við, að lögreglan þekki hann undir nafninu „Nippy Knowles“. Jimmy hafði aldrei heyrt það nafn fyr. VIII. KAPÍTULI „Jú, ætli jeg þekki ekki Nippy“, sagði Bill Dicker, þegar hann var spurður ráða. „Al- drei liefi jeg getað skilið, hversvegna liann komst á afvegu — liann var rúinn inn að skyrtunni með einu eða öðru móti, og ef til vill hefir kona verið með í leiknum, þvi að liann talar ekki eins mikið um neitt og um konur og ótrygð þeirra. I byrjun þessa árs var mál gegn honum á döfinni við einn dómstólinn, og hann kom þá öllu í uppnám með því að lieimta, að öllu kvenfólkinu í kviðdóminum væri rutt burtu. Manstu ekki eftir frásögnum blaðanna af þessu?“ Jimmy kinkaði kolli. Hann mundi vel eft- ir fanganum sem sagði, að liann vildi held- ur láta karlmenn hengja sig en kvenfólk sýkna sig. „En svo var liann sýknaður þrátt fyrir það að eintómir karlmenn voru í kviðdóminum“, hjelt Dicker áfram og brosti kaldranalega. „Ef til vill liafa þeir verið sammála áliti lians á kvenfólkinu eða að þeim hefir fundist heiður að ummælunum — kviðdómendur eru svo skrítnir. Jeg skal útvega þjer lieim- ilisfang hans. Honum verður ekki skotaskuld

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.