Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1931, Blaðsíða 3

Fálkinn - 02.05.1931, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Frainkvœmdastj.: SvavarHjaltested. Aöalskrifstofa: Bankísíræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Oslo: Auton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverö; 20 aura millimeter HERBERTSPRENT, Rvík. Skraddaraþankar. „Þolinmæöiu jirautir vinnur allar“. Schopenhauer segir: „Hugsum okk- ui' mann, sem á klukku, er sýnir jafn- rjettan borgarlegan og stjörnu- iraeðilegan tíma. Nú á þessi maður heima í borg, þar sem allar klukkur Sanga vitlaust og meira að segja all- ar j.afn vitlaust, segjum stundarfjórð- ungi of seint. Hvaða gagn hefir aum- u>gja maðurinn af rjettu klukkunni, í>egar enginii tekur mark á henni, og ^vað á þessi maður að gjöra?“ Og ergilegast er segir liann ennframur, »0 jafnvel þeir, sem vita að þessi klukka er sú eina rjetta, fara sárilt eftir vitlausu klukkunum, af því að meiri lilutinn fer eftir þeim. Goethe ráðleggur þolinmæðina og segir, að hún beri verkið uppi. Shake- sPeare lælur Hamlet kvarta yfir af- Vegaleiddum heimi, sem hann eigi að koma á rjettan kjöl. En hver segir að >»aðurinn með rjeltu klukkuna eigi segja inönnum til um tímann. Venn rekast stundum á sannindi og ^ugsa með sjer: Eftir þúsund ár verða mennirnir máske farnir að hugsa svoná! Það er ekki annars úr- kostar en að hafa þolinmæði — bíða. En svo munu sumir mæla, að bið- >» geti orðið of löng og alt verði orðið um seinan þegar sannleikur- >»n kemsl til viðurkenningar. En er j>að svo skaðlegt? Við verðum óþol- inmóðir af því, að oss fin'st að ekki sie tekið nægilegt mark á okkar eig- >» meiningum, en kemur þetta þá ekki af því, áð við oftreystum sjálf- »m okkur og gerum okkur hærri Eugmyndir um okkar eigin skoðanir e» þær eiga skilið? Tíminn sjálfur er og verður sá sterkasti. Hann kem- »r meiru til leiðar með hækjunni emni, en Herakles með kylfu sinni, sögðu Grikkir. Nú er það staðreynd, að þolin- »iæðin og áthafnafýsnin eiga örðuga Samleið. Mesta listin er því fólgin í »ndirbúningnum. Að keppa ekki eftir Þvi ómögulega er góður fyrirvari Peini, sem ekki eru of birgir af þol- nimæði. Og því næst að gera sjer ijósa erfiðleikana á fyrirtækinu áður cn byrjað er á því. Og loks það, sem niest er um vert, að láta sjer nægja, að koma fyrirtækinu svo langt áleiðis, sem kraftarnir leyfa og reiða sig á, »ð þeir sem á eftir koma, geri það sem á vantar. Atorka, heiðarleikur »g hyggindi deyr ekki með þeim, sem n»rtu fer. Einhverntíma verður vit- ‘ausu klukkunum breytt eftir þeirri i'jettu. Ekkert er áreiðanlegra. Hitt er ekki eins áreiðanlegt, livort að við ufuni þá stund. En er það aðal- atriðið? Abrabam Lincola. Enginn ameriskur stjórnmálamaður virðist eiga eins mikil ítök í þióð sinni og Abraham Lincoln. Og um engan Amerikumann hefir verið eins mikið skrifað. Bækurnar um hann skifta hundruðúm. Sumir hafa gert hann að dýrlingi og ofurmenni, aðrar telja hann að vísu mikilmenni en þó engan veginn gallalaúsaii. En það sem ha.fi ráðið mestu um, hve mikið varð úr honum hafi verið mikil mannþekking, glæsileg mælska, járnviiji, fagrar hugsjónir og — um- fram alt — innileg sanuið með þéim, sem áttu bágt. Lincoln fæddisl 12. febr. 1809 í Ijelegum timburkofa við Nolin Creek í Kentucky. Faðir hans var snikkari en mentunarlaus; hann hætti þó við smíðar en fór að stunda búskap, en liafði aldrei sæmilega ofan i sig. Móðir Lincolns hjet Nancy Hanks, hún var fædd óskilgetin einhvers- stáðar i Virginafylki. Lincoln átti heima í Kentúcky fyrstu átta ár æfi sinnar en fluttist þá með foreldrum sínum til Indiana, sem þá var nær óbygt. Lincoln fór vel fram þar i óbygðunum og varð sex fet og fjórir þumlungar á hséð. Hann átti heima langt frá kirkju og skóla, en móðir hans kendi honum að slafa. Einstöku sinnum kom hann þó í skólastofu, en samtals var hann ekki nema tæpt ár í skóla. Var þvi ekki bókvitinu fyrir að fara hjá þess- um bergrisa, þegar hann fór út í ver- öl.dina 21 árs til þess að leita sjer l'jár og frama. Um skeið liafði hann vinnu á fljótaskipum, sem stjakað var upp eftir ánum með flutning og farþega, síðan settist hann að i þorpinu New Salem í Illinois; þar var hann í ný- lenduvörubúð en í slíkum versiun- um var líka sel.t brennivín i þá daga. Hann var ljúfur og kátur í lund, kunni sæg af sögum og mesta lipur- menni og varð því fljótt vinsæll í þorpinu. Líkamsburðir hans urðu líka til þess að auka honum ál.it og vinsældir. Það er til dæmis um mentunarástand Ameríkumanna um 1830, að þrátt fyrir það að alíir vissu að Lincoln var alveg mentunarlaus maður buðu þeir hann fram til þings. Eii hann fjell. Hinsvegar urðu þessi litlu afskifti hans af stjórnmálum lil þess, að hann langaði til að reyna aftur, en honum skildist, að það þyrfti meira en líkamslcngdina til þess að verða að gagni á löggjafar- þingi Bandaríkjanna, og að þar mundu allár gamansögur sem hann kunni, ekki hafa mikil áhrif. Svo að nú fór búðarmaðúrinn að lesa bæði hitt og annað — hann l.as og las alt, sem hann gat náð í. Og tveim- ur árum siðar — 26 ára gamall — komst hann á fylkisþingið í Illinois. Á kjörtímabilinu fór hann að nema lógfræði og 1837 gerðist hann mála- flutningsmaður í Springfield, höfuð- stað fylkisins. Það var auðveldara þá en nú að verða málaflutnings- maður. Innan skannns var hánn orð- lagður fyrir dugnað í því starfi. En árið 1846 var hann boðinn fram til ríkisþingsins og náði kosningu, þrátt fyrir það, að andstæðingur hans, presturinn Peter Cartwright lcallaði liann bæði burgeis og heiðingja. Snentma var Lincoln talinn fiand- maður þrælaaánauðarinnar og vakti hann fyrst eftirtekt í þessu máli fyr- ir ræðu, sem hann hjelt þegar um var deilt, hvort ný fyl.ki, sem stofn- uo væri innan lýðveldisins, skyldu hafa, leyfi til að hafa þrælahald. Hann varð frægur um alt rikið fyrir ræður sinar i deilunum við Douglas öldungadeildarmann, sem hjelt því fram, að hvert fylki skyldi sjálfrátt um þrælahald og að alrikinu kæmi þetta ekkert við. Sem dæmi um rök- semdafærslu Lincoln í þessum mál- um skal hjer gefið ofurlitið sýnis- hórn: DOLLARSMEltKI Skipið hjer á Á ItEYKHÁFNUM myndinni er tal- ----------------- ið standa öllum skipum nútíinans frainar, að því er snertir nýtísku þægindi og útbúnað allan. Er það bygt i Ameriku af eim- skipafjelaginu „The Dollar Steamship Co“ en inerki þessa fjelags er: doll- arsinerlci á hvítum borða á reýkháfn- um. Skipið heitir „President Hoover“ og kostaði smíði jiess 1.600.000 sterl- ingspund, en frú Hoover skýrði skip- ið. Lögun skipsins er mjög frábrugð- in því, sem gérist um farþegaskip. „Ef að A hefir sannað að hann hafi rjett til að gera B að þræli sínum, þvi getur þá ekki B sannað með sömu rökum, að A eigi að vera þræll hans? En þjer segið, að A sje hýítur en B svartur, svo að það er þá liturinn, sem alt kemur undir. Farið þjer hægt! Samkvæml þessari reglu eruð þjer þræll fyrsta manns- ins, sem er hvítari á hörund én sjálf- ur þjer. Nú, jæja, þjer meinið ekki eiginlega litinn, en að hvítir menn sjeu gáfaðri en þeir svörtu, og þess- vegna megið þjer þrælka ]iá. Farið þjer aftur hægt! Því samkvæmt þess- ari reglu eruð þjer þræll fyrsta mannsins, sem þjer hittið gáfaðri en sjálfan yður“. Lincoln tók við forsetastörfum i mars 1861 á mestu viðsjártímum i sögu Bándarikjanna. Þjóðin var skift í tvo hátandi andstöðuflokka og málti búast við að suðurríkin segðu ríkjasambandinu slitið þá og þegar. Og ýmsir i norðurríkjunum höfðu samúð með þrælahaldi suðurrikj- anna. Alt logaði í hatri. Suðurríkin áttu marga dugandi forustumenn og sumi.r ráðherrarnir voru þeim fylgj- andi. í Evrópu óskuðu ýmsir stjórn- málamenn þess að rikjasambandið færi út um þúfur og höfðu sum- staðar verið gerðar ráðstafanir til, að viðurkenna fyl.ki þau, sem ryfu sambandið, sem fullvalda riki. — En þegar styrjöldin skall á sýndi Lincoln járnvílja sinn. Hann vildi standa og falla með sambandi fylkj- anna. Hinn 1. janúar 1863 lýsti hann yfir þvi, að þrælahal.dið væri afnum- ið en að vísu komst sú tilskipun ekki i framkvæmd fyr en suðurríkin liöfðu verið gersigruð. Lincoln var tilnefndur og kosinn forseti á ný og borgarstyrjöldinni lauk með því, að Lee hershöfðingi gafst upp með lið sitt. Lincoln var farinn að yfirvega hvernig fljótast raætti „græða sárin“ eftir styrjöld- ina. Hann hafði náðað að kalla mátti alla andstæðinga sina og gerl ýmsar ráðstafanir til, að afleiðingar ófriðarins hyrfu sem fljótast. Þá var það, að blýkúla morðingjans hitti hann þar sem hann sat í stúku sinni i leikhúsinu í Washington, 14. apríi 1865. Þar lauk lífi hans. En minn- ing fárra manna eða engra hefir lif- að eins vel og hans. ----x---- Um víða veröld. ----X---- MAJÓlt Gene Tunney vann sjer TUNNEY. það til ágætis hjer á ár- -------- unum að vinna sigur á Jack Dempsey í viðureign úm heims- meistaratignina i hnefaleik. Yar Dempsey talinn ósigrandi í þá daga, eftir liinn frækilega sigur á Carpen- tier og fleiri hnefajötnum. En ekki varð Tunney sjerlega vinsæll í stöðu sinni og misti hana án þess að keppa aftur. Eftir það lagði hann stund á margt, m. a. ljek hann í kvikmynd- um, en harla lítið þótti lil hans konia þar. En svo giftist hann ríkri stúlkii af góðum ættum og nú blasir gæfan við lionum. M. a. liefir liann verið gerður að majór í „sjóher“ Connec- titutfylkis og sjest liann hjer á ein- kennisbúningi þeim, sem fylgir stöð- unni og hershöfðinginn sjálfur af- lienti honum, að viðstöddum Crose fylkisstjóra. Það þarf ekki að taka fram, að kvenmaðurinn, sem lijá hon- um stendur er konan hans, sem er leikkona. Illar tungur segja, að Tunn- ey hafi ekkert til þess unnið að verða tnajór, og að hann hafi fengið titilinn fyrir tilstilli konunnar. ----X---- Sir Malcolm Campell, sem nú liefir lieimsmet i bifreiðaakstri, hefir ný- lega gefið út bók, sem hann kallar „Mesta æfintýrið mitt“. Bók þessi er ekki um bifréiðar, heimsmet éða ben- sín, eins og ætla mætti, heldur um veru hanS á Cocoseyjunum, þar sein hann hefir oft verið undanfarin ár lil þess að leita að fólgnum fjársjóð- um. Hefir liann það eftir gömlúrn heimildum, að gull og silfur frá Lima, sem nemur 12 nliljón sterlingspundum sje falið þar í eyjunum og vill ekki hætta fyr en hann hefir náð í aurana. Sir Malcoim ætlar að hefja nýja leit að fjársjóðnum í sumar. ----x----- Vallrínn er víðlesnasta blaðið. fdiMllll er besta heimUisblaðið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.