Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1931, Blaðsíða 4

Fálkinn - 02.05.1931, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Mönnum er enn í fersku minni strand franska togarans „Cap Fagnet" við Grindavílc 2h- mars í vetur. Lenti skipið á skeri skamt frá landi, en brim- rótið var svo ógurlegt, að ekki voru tiltök að komast á báti milli skips og lands. En í Grindavík hafði Slysavarnafje- lagið komið sjer upp björgun- aráhöldum, línubyssu, björg- unarstól og þessháttar og kom þetta í góðar þarfir. Björgun- arsveitin „Þorbjörn“ í Grinda- vík, undir stjórn Einars Eiriars- sonar, vann það frækilega verk að bjarga allri frönsku skips- höfninni, 38 mönnum, í land. Mega þessir frönsku menn þakka Slysavarnaf jelaginu fyr- ir, að þeir eru nú lífs. Þessi at- burður ætti að verða almenn- ingi rækileg áminning um, hve þýðingarmikið starf Slysa- varnafjelagið hefir með hönd- um, og brýning um að styrkja fjelagið með því að gerast meðlimir. Viðavangshlaunið á sumardaginn fyrsta. Á sumardaginn fyrsta fór að venju fram víðavangshlaup íþróttaf jelags Reykjavílcur. Voru þáttakendur að þessu sinni afar margir og frá fjórum íþróttafjelögum. Hlutskarpast í hlaupinu varð Knattspyrnufje- lag Reykjavikur og er það í sjötta skifti, sem það vinnur hlaupið. Varð fyrstur Oddgeir Sveinsson, barnfæddur í Reykja vík og hinn efnilegasti hlaupari og hefir einkar fallegt hlaupa- lag. Er liann aðeins tvítugur að aldri og málaranemi að iðn. Önnur myndin sem hjer birtist er af honum, en stærri myndin af víðavangshlaupurum þeim, sem K. R. sendi til mótsins og eru sitjandi á myndinni þeir, sem urðu hlutskarpastir og náðu sigrinum fyrir fjelag sitt. Víðavangshlaupið hefir frá upp- hafi átt mildum vinsældum að fagna, og eiga uppliafsmenn hugmyndarinnar þalckir skilið fyrir að hafa komið henni í framkvæmd. Paul Smitli stórkaupmaður verður fimtugur í dag. Allir hraðritararnir i japanska Jjinginu gerðu nýlega verkfall, svo að þingið varð að fresta fundum sinum um sinn, því að ófœrt þótti, að um- ræður þingmannanna væri ekki skráðar. Ástæðan til verkfallsins var sú, að stjórnarandstæðingar i þing- inu brugðu hraðriturunum um hlut- drægni og sögðu að þeir fölsuðu um- ræðurnar. Þeir fá víst ekki að lesa yfir ræðurnar sinar, þingmennirnir i Japan! En ekki ljetu þeir þessar að- dróttanir nægja heldur börðu þeir hraðritarana. Og þá neituðu þeir að skrifa nokkurt orð, fyr en þeir liefðu verið beðnir fyrirgefningar. Var það nú furða. T J 0 L D . Nú fer að vora og ------------ maður að liugsa um ferðalög. Gjörið svo vel að athuga tjöldin lijá mjer, sjáið sýnsliornin og lieyrið verðið. Eins og undan- farið hafa tjöldin frá Laugaveg 2 reynst í alla staði best. Englendingurinn Hoggard lcapteinn og frú hans heimsækja Hjálpræðisherinn hjer í Reykjavílc í þessum mánuði og setja ársþing hans. Eru þau hjón víðkunn fyrir störf sín í þágu IJjálp- ræðishersins, fyrst í Englandi og síðar í ýmsum löndum. Til dæmis stofnaði kommandör Hoggard starfsemi lijálpræðishers- ins í Korea, árið 1908 og síðan hefir hann stjórnað starfsemi hjálpræðishersins í Skotlandi, Suður-Ameríku, Nýja Sjálandi og Canada. Ársþingið verður haldið hjer í Reykjavík dagana 5.—12- maí.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.