Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1931, Blaðsíða 11

Fálkinn - 02.05.1931, Blaðsíða 11
P A L K I N N 11 Úrið prinsins. Saga eftir P. Herbo. Pjetur var búinn aS eignasl litla systir. Það var ákaflega gaman bæði fyrir hann og foreldra hans. Þó voru ein vandkvæði á þessu öllu saman, og það var það að á meðan mamma Pjeturs litla lá i rúminu var enginn til að hugsa um hann, því að pabbi hans varð að vera úti á engi eins og hann var vanur til þess að vinna fyr- ir fjölskyldu sinni. Pjetur var að vísu •stór strákur, sex ára gamall en þó of lítill til þess að geta sjeð um sig al- gerlega sjálfur. Það var ákveðið að senda hann til ömmu hans i Lyngbæ í hálfan mán- uð. Pjetur neitaði þessu algerlega. Hann þurfti að passa stelpuna. Mamma hans lofaði að hún skildi sjá um liana á meðan Pjetur væri í keip. „En ef jeg gæfi þjer nú fjórskild- ing?“ spurði faðir hans. Pjetur hristi höfuðið ákveðinn. „Eða stóran sykurgrís?" sagði móð- ir hans. Sykurgrís var það besta sem Pjet- ur þekti en hann stóðst þó freist- inguna. „En ef jeg nú gæfi þjer reiðhest? spurði faðir Pjeturs hlæjandi. Augu Pjeturs ljómuðu. „Má-jeg sjá hann?“ „Jeg verð fyrst að búa liann til. En bíddu svolítið við“. Og pabbi hans fór út í skemmu. Hann sagaði og telgdi, límdi og mál- uði og um háttatima var hann bú- inn með iistaverkið. En hvað hest- urinn var fallegur! Það kom vatn í munninn á litla drengnum þeg- ar hann liorfði á þvílíkt furðuverk! Höfuð og búkur var hárautt, fax og tagl var úr reglulegu hrosshári, beisl- ið var fléttað úr seglgarni og prikið, sem hann var festur á var einnar álnar langt. Jú, það var dýr, sem ekki átti sinn lika! „Gemmér hann“ sagði Pjetur. Daginn eftir var haidið áleiðis til Lyngbæjar. Pjetur reið „Rauðtopp“, en pabbi hans varð að gera sjer að góðu að labba. Örnniu þótti vænt um geslinn. Hún bakaði handa honum pönnu- kökur. Hún sagði honum sögur af kónginum og drotningunni sem hjuggu í höllinni þar rjett hjá. Alt var svo skemtilegt. En annað slagið varð Pjetur að hirða um „Rauðtopp". Fyrstu dagana fór hann ekki nema •'jett út fyrir stofu ömmu sinnar. En smátt og smátt fór liann að hætta ■sjer lengra frá bænum, og dag nokk- Urn kom hann að húsi sem var miklu öiiklu stærra en hún ömmu hans. Við dyrnar stóðu hermenn með hrugðin sverð og byssur um öxl, þeir háru geysistórar bjarnarskinnshúfur ú höfðinu. Hliðinu var hrundið upp. ylmir hestar drógu vagna út um hlið- ið, ökumennirnir voru klæddir í rauða frakka. Hermennirnir stóðu teinrjettir og hreyfðu hvorki legg nje lið. Já, þarna var eitthvað um að vera, sem vert var að skoða. Pjetur stje af baki „Rauðtopp“ og horfði inn um grindina. Ó, þarna inni á flötinni stóðu margar rað- ir af tindátum og i miðjunni stóð lítill drengur, sem virtist á engan hátt vera ánægður. Það var óskiljanlegt. Án þess að vita hvernig það at- vikaðist var Pjetur alt í einu kom- inn inn fyrir grindina og stóð mitt í allri dýrðinni. „Hver ert þú“ spurði ókunni dreng- urinn undrandi og horfði á föt Pjet- urs litla, sem vel hefðu getað ver- ið dálítið hreinni og voru bætt á ýmsum stöðum. „Jeg er Pjetur!" „Jeg er prins, og á seinna að verða kongur". „Nú jæja! En jeg ætla að verða hermaður og fá mjer langt, langt sverð! Eru þetta hermennirnir þín- ir? Eigum við að leilca okkur? Pjetur fór að raða til hermönn- unum. Æ, við skulum ekki vera að leika okkur að þeim, þeir eru svo leiðin- legir. Hvað hefirðu þarna undir hend- inni? Það er „Rauðtoppur“. Nú skaltu skaltu fá að sjá hvað hann getur lilaupið vel“. Hann settist klofvega á prikið og þaut eins og hvirfilvindur um flöt- inn. • Prinsinn var frá sjer numinn. Má jeg, má jeg líka reyna? spurði hann ákafur, þegar Pjetur kom móð- ur og inásandi aftur. Pjetur leyfði honum það, en bað hann að gæta þess vel að detta ekki af baki, því „Rauðtoppur“ væri slæmur með það að kasta af sjer. Og svo reið prinsinn af stað. Það var nú reið í lagi! Aldrei hafði hann skemt sjer eins vel. „Má jeg eiga hann? spurði hann. „Nei! Pjetur reif hann af lionum. „Mundu það að faðir minn er kon- ungur!“ mælti prinsihn og setti á sig merkis svip. „Já pabbi minn er líka verkamað- ur og hefir smíðað „Rauðtopp“, mælti Pjelur. „Og fallbyssurnar líka?“ „Nei!“ Prinsinn varð daufur i dálkinn. Alt í einu hýrnaði yfir bonum aft- ur. „En viltu þá þetta?“ spurði hann og dró upp úr vasa sinum splunkur- nýtt silfurúr. Augu Pjeturs litla ljómuðu. Hann greip úrið og rjetti prinsinum „Rauð- topp“ sinn. Prinsinn stje samstundis á bak og þeysti upp að slotinu. Það varð uppi fótur og fit þegar Pjetur kom heim og sagði frá því, sem fyrir hann hafði komið. „Ertu alveg genginn af göflunuml Ekki nema það þó: úrið prinsins sjálfs! Amma gamla flýtti sjer á fund þjónsins, hann sagði yfirþjóninum það, svo komst það til liirðsiðameist- arans og svo koll af kolli þangað til bæði konungurinn og drotningin vissu hvað við hafði borið, það komst alt í uppþot út af þessu en prinsinn sat fastur við sinn keip og vildi elcki láta aftur „Rauðtopp“ sinn. Svo leið og beið. Pjetur bar úrið i vasa sinum frá þesum degi og það gekk vel altaf, en einu sinni stansaði „j?aá getur verið jeg sé gamaldags Þvottar mínir veröa hvítari meö RINSO u LEVE n BROTHERS LIMITB.D f»ORT SUNLIOHT, ENQLAND, segir húsmóðirin „En jeg er ekki svo heimsk, að jeg snui baki við einhverju góðu, af þvi það er nýtt. Til dæmis Rinso. Gamla aðfer- ðin, að núa og nudda tímum saman og brúka sterk bleikjuefni til að gera þvot- tana hvita, vann verkið helmingi ver en Rinso. Rinso gefur ljómandi sápusudd, nær út öllum óhreinindum og gerir þvottana hvíta. Þeir purfa enga bleikju og endast því miklu lengur. Fylgdu með tímanum eins og jeg og þvoðu með Rinso.“ Er aðeins selt i pökkum — aldrei umbúðalaust Lítill pakki—30 aura Stór pakki —55 aura W-R 22-047* það. Það var á vigvellinum. Pétur var orðinn hermaður og kominn í orustu. Sprengikúla sprakk skamt frá þvi, sem liann stóð og brot úr henni lenti í Pjetri og annað í úrinu. Það var bundið um sár Pjeturs og læknarnir lofuðu honum að hann skyldi aftur komast á fætur. En við úrið var ekkert hægt að gera. Það lá nú á borðinu hjá Pjetri og hann horfði annað slagið til þess með sorgarsvip. Dag nokkurn var hurðunum hrund- ið upp á gátt og Friðrik konungur VII. gelck inn i sjúkrastofuna til þess að heimsækja liina hraustu, særðu hermenn sína. Hann gekk frá einu rúmi til ann- ars og talaði vingjarnlega til allra. Nú kom hann að rekkju Pjeturs og sá úrið á borðinu. „Þetta hefir fengið fyrir ferðina“, mælti hann. „Já“, sagði Pjetur, „já, og þó hafið þjer einu sinni gefið mjer það“. Konungur horfði til skiftis á Pjetur og úrið. Svo man hann alt i einu eftir löngu liðnum viðburði þegar hann var litill drengur. „Nei, er það Pjetur! hrópaði hann upp yfir sig. Hann grípur hönd lians og fer nú að rifja upp fyrir sjer það sem við hafði borið þegar þeir voru drengir. Og nú spyr konungur hvern- ig það hafi gengið fyrir leikfjelaga sínum eftir það að hann var orðinn fullorðinn maður. „Ja, það hefir nú verið litið annað en strit og stríð. En jeg á líka ,mörg börn, og þau eru öll hraust og vel sköpuð, hamingjunni sje lof“. Þeir töluðu lengi saman hermaður- inn og konungurinn. Og þegar kon- ungur stendur upp klappar hann Pjetri á hendina. „Jæja þá, reyndu nú að verða frísk- ui aftur, og farðu svo heim til konu og barna, jeg skal ekki gleyma þjer“. Pjetur varð frískur aftur og fór heim til sín. Það lá stórt brjef heima og beið hans. Það var konunglegt inn- sigli fyrir því. í brjefinu lá skjal, sem gerði hann að eigana góðrar jarðar þarna i nágrenninu. Það var gjöf frá Friðriki konungi. Já, „Rauðtoppur" var sannarlega kon- unglega goldinn. — Verið þjer svolilið glaðlegur, sagði ljósmyndarinn. —- Það þori jeg ekki. Jeg ætla að senda konunni minni myndina upp í sveit, og ef jeg er glaðlegur, þá kemur hún beina leið heim til þess að grafast fyrir, hvernig í ósköpun- um standi á því. •■■«■■■•■■■■*■■■«■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ j M á I n i n g a - ■ vörur ■ ■ Veggfóður ■ ■ ■ 8 : ■ : Landsins stærsta úrval. i Umálarinn«! Reykjavík.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.