Fálkinn


Fálkinn - 02.05.1931, Blaðsíða 6

Fálkinn - 02.05.1931, Blaðsíða 6
6 F A L K I N N Safn af leikföngum frú ýmsum tímum. Til vinstri brúöur frú Babýlon, úr brendum leir; nœst koma að of- an tvö leikföng frú Eggptalandi: hestur og krókódíll með neðri sko'ltinum hreyfanlegum. Að neðan lcik- föng frú Nurnberg, frú fyrri hluta 19. aldar: hljómsveit gerð úr múluðum terrakottamyndum. Nurnberg er fyrsta borgin i Evrpu, sem gerði leik- fangagerð að stóriðnaði. Myndin sýnir fallegt brúðu- hús, gert ú 18. ötd. Húsið er svo stórt, að fullkomn- um innanstokksmunum — fyrir brúður —- hefir verið komið fyrir í því. fullkomnun leikfanganna vaxi með menningastigi þjóðanna, og verður því leikfangið sjálft eins- konar prófsteinn á menninguna. Skýringin á þessu er sú, að börn- in vilja jafnan sniða sjer við- fangsefnin eftir því, sem þau sjá fullorðna fólkið hafast að, og kröfurnar til leikfanganna verða eftir því. Leikfangið liefir fyrst og fremst þau áhrif á barnið, að gera því glatt í geði. En í insta eðli sinu er leikurinn undirbún- ingur undir alvarlegu störfin og hinn fyrsti skóli barnsins. Gam- all höfundur segir, að leikur barnanna sje ekki aðeins til tíma- niðurdreps, heldur vinna, sem eigi að kenna þeim að iðka vinn- una þannig á fullorðinsaldri, að hún verði þeim eins og leikurinn var á barnsárunum. Leikurinn er eitt af mikilvæg- ustu uppeldismeðulum nútím- ans. Og leikfangið er sönn spegil- mynd aldarháttarins. Má þar henda á tindátana, fallhyssurnar og því um líkt hjá hernaðarþjóð- unum og á flugvjelarnar, gufu- vjelarnar, talsímatæki, ritvjelar, bifreiðar og litlar kvikmynda- vjelar, sem börnum hvarvetna þykja liin eftirsóknarverðustu leikföng. Eftir að járnbrautir og bifreiðar komu til sögunnar fóru leikfangasmiðir að búa til þess- háttar leikföng þannig, að hægt væri að draga þau upp og láta þau ganga af sjálfu sjer. En hvort þetta eru heppilegustu leik- föngin skal látið ósagt, og upp- eldisfræðingarnir eru mjög ó- sammála um það. Halda margir því fram, að t. d. trjeklossar til þess að byggja úr, sjeu miklu hollari leikföng, því að þau krefj- ist meira starfs af barninu. Og leikföngin, sem notuð voru fyr á tímum eru mörg hver alls ekki eins úrelt og fólk kynni að halda. 1 forngröfum hafa fund- ist bæði brúður og ýms dýr, úr brendum leir. I rústum Babýlon- ar hafa menn fundið brúður tálgaðar úr alabasti, og sumar þeirra hafa meira að segja verið í fötum, sömu tegundar og tíðk- uðust í þá daga. Frá Forn-Egypt- um hafa menn einnig brúður úr trje og krókódíla, skorna úr sama efni, með lireyf- anlegum neðri kjálkum. — Hjá bæði Grikkjum og Rómverjum var leikfanga- gerð á háu stigi. Til dæmis hafa fundist meðal fornleifa Róm- verja, myndir af Júlíusi Cæsar ríð- andi, steyptar i blý, og brúður, bæði úr vaxi, trje og fílabeini. En meðal leikfang- anna ber þó mest á brúðum úr terrakotta, og erumargarþeirra með breyfanleg- um úthmum. 1 Evrópu er Þýskaland það iandið, sem löng- um befir staðið fremst í leik- fangagerð. — Á Fyrsta leikfangið: Barnið með hringluna sina. miðöldum, eða nánar tiltekið á 14. öld snemma var Niirnberg orðin frægur bær fyrir brúðu- gerð sína og hvernig sem önnur lönd hafa reynt til að keppa fram úr Þjóðverjum í þessari grein, þá hefir það ekki tekist. Ýms hjeruð í Bayern lifa en þann dag Á 18. öld og i byrjun 19. aldar Ijeku drengir sjer að dútum, sem voru skornir í trje. Þeir voru dýrari en tindútarnir. í dag mestpart á leikfangagerð og eru það einkum leikföng skor- in úr trje, sem þar eru framleidd. I'IÐLA OLE Rjett el'tir nýáriS i vet- BULL.--------ur dó enska fiðluleiks- -------------konan Mary Porten. Kannast ýmsir við hana vegna þess, að hún átti fiðlu þá, seni leiídð hefir í höndum frægasta fiðlusnillings Norð urlanda fyr og síðar, Norðmannsins Ole Bull. Hefir Norðmönnum lengi leikið hugur á að eignast þessa fiðlu, cn ekki fekist. Miss Porten arfleiddi stúlku eina, sem er tónskáld og píanó- leikari, að fiðlunni og auk þess að 000,000 krónum, tveimur Bechstein- slaghörpum og bifreið sinni. Fiðla Ole Bull er Guarnerius-fiðla, sniíðuð árið 1738, að því er á liana er lelrað. Er hún eigi minna en 00.000 króna virði. Miss Porten notaði aldrei þessa fiðlu sjálf, ef hún fór út fyrir borgina sem lnin átti heima í, til þess að lialda hljómleika. Henni fanst of mikið i húfi að hafa svo frægt og á- gætt hljóðfæri með sjer á ferðalögum. Eflausl reyna Norðmenn nú á nýj- an leik að ná tangarhaldi á þessari fiðlu, eftir að liún er komin í liendur eiganda, sem notar hana aldrei sjálf- ur. -----x----- Óstaðfest fregn frá Berlín liefir það cftir lækninum Villinger í Freiburg, sein verður eini þýski þátttakandinn í norðurför sir Hubertus Wilkins á „Nautilus", að þeir Wilkins og dr. Eckener, foringi „Graf Zeppelin" liafi lcomið sjer saman um, að loftskipið fljúgi norður á heimskaut um sama leyfi sem kafbátsins er von þangað. Ætli „Graf Zepp“ að brjóta vök á ís- inn á sjálfu heimskautinu svo að kaf- báturinn geti komist upp þar og þátt- takcndur beggja leiðangranna geti hitst og talast við á sjálfu heimskaut- inu. Rússneski prófessorinn Voronoff, sem allur heimurinn gapti af undr- un yfir fyrir nokkrum árum, fyrir furðufregnir þær, sem bárust af yngingatilraunum hans, er nú að hugsa um að setjast í helgan stein og hætta öllum „kraftaverkum" i þeirri grein. Hann hafði komið sjer upp stóru apabúi suður við Miðjarðarhaf og kostað til þess ærnu fje. En relcst- urinn er svo dýr, að búið gefur ekki nægan arð — vitanlega af því að ekki fást nægilega margir „sanntrúaðir“ inenn til þess, að nota apalyf hans til þess að vinna aftur æskuna. Hnífasmiðjur i Sheffield liafa ný- lega kært fyrr stjórninni, að flutt sjeu til Bretlands rakvjelablöð frá Rúss- landi, sem seld sjeu undir framleiðslu- kostnaði og geri enskum smiðjum því ómögulegt fyrir um alla sámkepni. Rússnesku blöðin eru seld fyrir tvo aura stykkið, svo að það er skiljan- legt þó að Bretanum þyki þetta örð- ugur keppinautur. ----x---- Stanley Napier hjet maður, sem kunnur var fyrir framleiðslu flugvjela- hreyfla, sem bera nafn lians, og not- aðir liafa verið í ýmsum hraðskreið- ustu flugvjelum heimsins. Hann dó nýlega og ljet eftir sig 25 miljón krónur. En það sögulegasta við þess- ar miljónir er það, að ekkja lians fær ekki grænan eyri af þeim heldur hafði Napier ánafnað einni vinkonu sinni suður í Gannes mestan hluta eignanna, en að lienni látinni eiga þær að ganga lil vísindarannsókna á upptökmn krabbameins.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.