Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1931, Blaðsíða 2

Fálkinn - 09.05.1931, Blaðsíða 2
2 F A L K I N N ------ QAMLA BIO ----------- 1 viðjum ástarguðsins. Kvikmyndasjónleikur og hljóm- mynd í 8 þáttum eflir skáldsögu Adela Rógers St. John. ASalhlutverk leika: Greta Garbo Niels Asther. Myndin sýnd bráðlega. (ocomalt besti drykkur barna og sjúkiinga, inniheldur Vitamin □. og blandað mjólk, eykur það næringargildi hennar um 70%. Sendið okkur nafn yöar og heimilisfang og þjer fáið litla dós af (ocomalt yður að kostnaðarlausu. Heildsölubirgðir fyrir kauuai3nn og kaugfjelög: H. Ólafsson & Bernhðft. Slmar 2090 & 1609. Nafn Heimili V-O-R-V-O-R-U-R-N-A-R eru byrjaðar að koma, og koma nú með hverju skipi hjer eftir. Kjólar, Kápur, Blússur, Pils og margt fleira. Alt nýjasta tiska. Verslunin Egill Jacobsen. ------ NÝJA BÍO ------------- Gðsta Ekman leikur aðalhlutverkið í sænsku talmyndinni Hennar vegna Auk hans meðal annars: Inga Tidblad, Hákon Westergren, Stina Berg. Hrífandi mynd i 10 þáttum, leik- in á sænsku. Sýnd bráðlcga! Leðurvörur: Dömutöskur og Veski í stóru úrvali, Samkvæmis- töskur, Seðlaveski, Peninga- buddur, Naglaáhöld, Bursta- sett, Ilmvötn, Ilmsprautur, Hálsfestar, Armhringir, Kop- ar skildir, Eau de Cologne, Púður og Crem, Varasalve, Hárlitur, Eyrnalokkar, Vasa- greiður, Krullujárn, Vasa- Sápur, Hárspennur, Nagla- naglaáhöld, Myndarammar, Sápur, Hárspennur, Nagla- klippur, Raksápur, Rakvjel- ar og Rakhurstar. Vers!. Goöafoss. Laugaveg 5- Sími 436. Hljómmyndir. ..HENNAR Svíar stóðu eitt sinn VEGNA“. fremstir í flokki allra ---------- kvikmyndaframleiðenda, þangað til bestu kraftar þeirra hurfu úr landi til Ameríku, er þeir gátu ekki staðist hinn „almáltuga dollar“. En nú eru Svíar farnir að taka tal- myndir, og ein þeirra verður sýnd núna á næstuni i NYJA BÍÓ. Heit- ir hún „Hennar vegna“ og liefir Paul Merzbach samið handritið að mynd- inni og annast leikstjórn. Sagan segir frá ungum hjónum i hotnlausum skuldum. Þau eru bæði leikarar, en verða að fela sig innan- húss til þess að losna við rukkarana. Einn af rukkurunum er Gunnar Lann- er, sem fer með reikning til frúar- innar fyrir loðkápu, sem ekki hafði verið borguð. Fer hann í leikhúsið þar sem frúin leikur og hitlir hana, en verður þegar í stað svo ástfang- inn, að hann gleymir erindinu. En ferðin í leikhúsið verður til þess, áð hann er ráðinn þar sem söngvari. Ást hans og frúarinnar hraðvex og ^■maður hennar kemst að því, að ekki w er alt með feldu. En sögulokin verða þau, að eiginmaðurinn flýr af hólmi og elskendurnir fá að unnast. Þetta er með öðrum orðum ósvikin sænsk sólskinsmynd. En það sem einkum mun draga fólk að myndinni er það, að það er sjálf- ur Gösta Ekman, sem leikur Gunnar Lanner. Gösta Ekman er svo mikill og vinsæll leikari, að þeir sem einu sinni hafa sjeð hann, láta ekki undir höfuð leggjast að sjá liverja nýja mynd, sem hann leikur i. En hinir aðalleikendurnir eru einnig að góðu kunnir hjer á landi, nfl. Inga Tid- blad, sem leikur frúna, Haakon West- ergren, sem leikur mann liennar og Stina Berg, sem leikur móður Gunn- ars. Auk þeirra leika ýmsir kunnir leikendur svo sem Albert Ranft, Nils Ericsson, Erik Berglund, Calle Mag- nusson og Thorsten Winge. í VIÐJUM Ef leikhúsgestirættu ÁSTAGUÐSINS að greiða atkvæði ----------------- um hvaða kvik- myndaleikkonu þeir vildu helst sjá, mundi Greta Garho verða ofarlega í þeirri samkepni, ef ekki efst. Þessi sænska leikkona, sem fyrir eigi mörg- um árum var búðarstúlka í Stokk- hólmi, er ein þeirra fáu erlendu leik- kvenna, sem náð hefir almennings- hylli og stáðist hina geipilegu sam- kepni og sigrað i baráttunni fyrir þvi, að komast „upp á yfirborðið“ i kvik- myndaheiminum i Ameríku. í mynd, sem Gamla Bió sýnir bráð- lega leikur hún aðalhlutverkið: Aile- en Stuart, stúlku af góðum ættum í San Francisco, sem er mikið pilta- gull. En hún vill ekki giftast; telur að karlmennirnir sjeu óheilir í ástum og að þeim leyfist það, sem yrði svartur stimpill á stúlkum, ef þær drýgðu það. En eigi að síður er hún ástfangin, ekki í ríku piltunum, eins og Tommy Hewlett, sem ganga á eft- ir henni með grasið i skónum, heldur í — bílstjóranum sínum. Þegar bróðir hennar verður þessa var segir hann bílstjóranum upp vistinni, en honum verður svo mikið um, að hann styttir sjer aldur. Lýkur þar með þessum þætti í lífi hennar. Nokkru síðar kemur hún á sýningu frægs málara, Packy Cannon og liittir listamanninn, sem eigi er aðeins mál- ari heldur og frægur íþróttamaður og alt annarar tegundar, en ungu slæpingjarnir, sem hún áður liafði kynst. Og hún verður ástfangin af honum og dvelur lengi með honum a skemtiskútu hans. Þarna hafði hún fundið mann, sem var í samræmi við hugsjónir hennar, en hann veldur henni sárustu vonbrigðanna með því að yfirgefa hana. Og loks giftist hún Hewlett, sem mest hafði gengið eftir henni fyrrum. Löngu seinna hiitir Packy Cannon hana aftur og hefst þá hörð barátta hjá henni, en ástin til barns hennar verður yfirsterkari og hún verður kyr hjá manni sínum. Gretu Garbo mun sjaldan eða al- drei hafa tekist betur en í þessari mynd og hlutverk það, sem hún hef- ir með höndum er einkar aðlaðandi. Málarann leikur Svíinn Nils Asther, sem er orðinn framarlega í röð kvik- myndaleikara, en Thomas Hewlett leikur John Mack Brown. Metro Gold- wyn hefir tekið myndina, en John S. Robertson annast leikstjórn. ----x---- Barnaleiksýning i Iðnð. Æfintýraleikur, saminn upp úr hinu góðkunna æfintýri um Hlin kóngsson, í íslenskum þjóðsögum, Frh. á bls. 15. rakvjelablöð, sem eru mikið keypt og mikið lofuð fást í Gler- augnabúðinni á Laugaveg nr. tvö. — Einnig TVfBURA-HNfFAR! Æ SLITSKOR Leðurstlgvjel meö eirnegldiun gúmmíbotn- itm. Svört eða brún. Allar stærðir frá 26—46. Giimmiskðr ýmsar gerðir t. d. svartir með livítum hotnum eða rauðir mcð gráum botnum. Allar stærðir frá 24—45. SaMalar og reimaðir leðurskór með hrágúmmíhotnum eða svört- um gúmmíbolnum (Uskide). No. 21—41. Ef yður er ókunnugt um stærðina þá sendið mál af fætinum, lielst á pappír. Vör- ur sendar gegn eftirkröfu. Hin árlega hraðvaxandi sala í þessum skófatnaði eru bestu meðmælin. HVANNBERGSBRÆBDR Reykjavík - Skóverslun - Akureyri

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.