Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1931, Blaðsíða 8

Fálkinn - 09.05.1931, Blaðsíða 8
8 F A L K I N N 1 veislu einni, sem eigi alls fyrir löngu var haldin í Bandarílcjunum fengu gestirnir tækifæri til að sjá ýmsa hatursmenn drelcka sáttaskál, vitanlega i sódavatni, því að Ame- ríka er bannland. Mennirnir voru þeir Al Smith, fyrverandi fylkis- stjóri í New York, sem bauð sig fram við síðustu forsetakosningar móti Hoover, Franklin Roosevelt fyllcisstjóri í New Yorlc, Joseph Gin- nien forseti ríkisþingsins og Herbert Lehman undirfylkisstjóri og sjást þeir þeir hjer á myndinni, taldir frá vinstri til hægri. Pappírshúfurnar, sem þeir eru með á höfðinu tákna stjórnmálalitinn á þeim. Talið er lílclegt, að Franklin Roosevelt bjóði sig fram til forseta við næstu kosn- ingar og að hann vinni sigur, þvi að gengi demokrata hefir ekki verið meira nú í mörg áir og Hoover forseti þykir hafa brugðist vonum manna. Maður gæti haldið, að myndin hjer að ofan væri tekin af skemti- ferðamönnum i kirkju, en svo er ekki. Myndin er tekin á Termi- nusjárnbrautinni í New York, sem sumpart er neðanjarðar og sjest sólargeislana leggja inn um gluggana. Járnbrautarstöðvar stórborganna eru víða hin tröllauknustu smíði, ekki síst í New Yorki því að þar er alt milcið. En víða annarsstaðar má sjá stór- ar járnbrautarstöðvar, t. d. í Philadelfíu. Stærstu járnbraular- stöðvarnar í Evrópu munu vera í Hamborg og Leipzig, en i London eru stöðvarnar svo margar og dreifðar, að engin þeirra er afarstór. Á járnbrautarstöðvunum er jafnan alt á iði, að kallci má dag og nótt, fólk að koma og fara og auk þess mikið af iðju- lausu fólki, sem hangir inni í stöðvarstöðunum timum saman, til þess að hafa húsaslcjól. Drengurinn á myndinni hjer til hægri er sennilega yngsti brennuvargurinn í heimi. Er hann 6 ára. Nýlega kveikti hann í húsi í Augsburg i Þýslcalandi og kviknaði út frá því í sex öðrum húsum sem brunnu til ösku, en 23 manns urðu húsviltir. Semata Santa er páskavikan kölluð á Spáni og fara þá jafnan fram skrúðgöngur og hátíðahöld. Myndin er tekin af skrúðgöngu sem fór fram í SeviIIa á föstudaginn langa.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.