Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1931, Blaðsíða 5

Fálkinn - 09.05.1931, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 Sunnudags hugleiðing. ■■■■■ ■■■■• Eftir Ólaf ólafsson, kristniboða. EITT ER NAUÐSYNLEGE. — HORFUM Á JESÚ. Til þess birtist Guðs sonur, að hann skyldi niðurbrjóta verk djöfuflsins. (I. Jóh. 3, 8.) Látlaus umliugsun um sálaróvininn, er ein af yfirsjónum guðs barna. Þeim ógnar vald lians og verk, og veldur þeim kjarkleysi og víli. Satt er það að vísu, að liann er voldugur. Lút- lier hefir óefað rjett fyrir sjer, þó hann kveði fast að orði: „Hans vald er vonskugnægð, hans vopn er grimd og slægð, á oss liann hygst að herja“. Mjög óskynsamlegt væri að gera oflítið úr valdi óvinarins. Hann er drotnari, voldugur drotnari. Sýnir það sig fullljóst á vorum timum. Af hverju stafaði heimsstyrjöldin, þær hræðilegu blóðsúthellingar? Djöfull- inn stóð þvi öllu samau að baki. Hann sigaði hverri þjóðinni á fætur ann- ari út i striðið, þvi hann hefir yndi af manndrápum. Hann er „mann- drápari frá uppliafi“, eins og ritning- in orðar það. Og djöfullinn sjer fyrir því að flaumur bakmælgis og lýgi berist um allan heim. Þvi hann er „lygari og lyginnar faðir“. Að álíta djöfulinn vera lieimskan og fávísan, eins og fornar skröksög- ur lýsa lionmn, er hættuleg villa. Hann er kænn og grimmur óvinur. Vjer megum ekki gera oflitið úr hon- um. En við megum heldur ekki yera ofmikið. úr óvinum. Hann er samt sem áður sigraður andstæðingur. Jesús hefir tekið frá honum völdin, á Gol- gata. Þar hefir „sæði konunnar mar- ið höfuð höggormsins“. Um það hef- ir Lúther komist svo að orði: „Hann engu orka kann, því áður dóm fjekk hann; eitt orð má fljótt hann fella“. Hvaða orð ætli Lúther þá hafi haft i huga? Orðið Jesús ef til vill, eða kross. Mjer er þó nær að halda að liann eigi við orðið „fullkomnað". Með þvi orði lýsti Jesús yfir sigri sínum frá krossinum, — sigrinum yfir djöflinum. Beinum vjer þessu orði að óvininum, verður hann að hörfa undan. Ógjarna gerist hann minnugur ósigurs síns á Golgata. Guði sje lof, að Jesús hefir rænt óvininn völdum. Hann, sem er voldug- astur, sigraði hinn volduga. Hvernig hefði annars farið fyrir oss? Vjer heíðum fljóttt gefist upp, hefðum vjer barist við liann með eigin kröft- um. Hefir bitur reynsla kent oss, að „með eigin kröftum enginn versl“. En nú þurfum vjer ekki að berjast við óvininn með eigin kröftum. Skip- um oss undir krossmerkið, og fest- um traust vort á Krosti. „Sigur þinn oss sigur gefi, sigurhetjan Jesús minn!“ Hversvegna ert þú að fást um vald djöfulsins, sjert þú barn Guðs? Hvað tekur það til þín, hafir þú fundið at- livarf lijá Jesú? því skaltu ekki gleyma, að þá hefir óvinurinn ekkert vald yfir þjer. Vjer erum Guðs, og djöfullinn hefir ekki meira vald yfir oss en það, sem vjer sjálfir leyfum honum að ná. í hinu alþekta riti Bunyans, „För pílagrímsins", segir á eiiium stað, að Kristinn kom að fagurri liöll. En fyr- ir framan liöllina liggja tvö öskrandi ljón. Nú varð Kristinn liræddur og (latt í liug að snúa við. En þá er lion- um sagt að ljónin sjeu bundinn. Og reyndist það satt. Höfðu ljónin festar um hálsinn, og komust ekki lengra en hlekkirnir gáfu eftir. Varð þá nokkurt bil á milli þeirra, og er Krist- inn fór miðja götu, gátu þau ekki unnið honum mein. — Líkingin er á- gæt. Djöfullinn er þvílíkt öskrandi ljón, en við nánari athugun sjást hlekkirnir, fjötrarnir. Frh. Vinátta dýranna. Hundum og köttum kemur venjulega illa saman, en myndin sýnir undantekningu. Þarna eru ketlingar að leika sjer kringum tík, sem hefir þá á fóstri. „Þeir rifast eins og hundar og kettir“ er máltæki um óróaseggi, sem ekki geta eirt saman. Og ekki sist er sagt: Þau rífast eins og — — áður er sagt, vegna þess að því miður er samlíkingin um samkomulag liunds og kattar, þráfaldlega notuð til þess, að lýsa hjúskaparferli fólks, sem lent hefir í hjónahandi, án þess að eiga það sameiginlegt, sem skapað geti farsælt hjónaband. En svo vill það einkennilega til, að einmitt í sjálfu dýrarík- inu gerast hlutir, sem verða manninum og málshættinum til miska. Þess eru sem sje fjölda mörg dæmi úr dýraríkinu, að eigi aðeins hundi og ketti geti komið vel saman lieldur og miklu fjarskyldari dýrategund- um. Myndirnar, sem hirtast í þessari grein eru einskonar sönn- un l'yrir því. Fyrst og fremst eru það liús- dýrin, sem geta fest trygð hvert við annað og sýnt ótrúlegt trygg- lyndi við dýrategund ólíka sjer sjálfri, svo sem hesturinn, liund- urinn, kýrin, kötturinn og meira að segja alifuglar. Flestir þeir, sem eftirtektargáfu hafa, munu fyr eða siðar hafa veitt þessu at- hygíi. Þeir sem að sjerstaklega lvafa gefið sig að því, að kynna dýr af fjarlægum tegundum liverri annari, munu einnig hafa rekið sig á, að það er naumast það spendýr til í veröldinni, sem ekki er hægt að láta komast í vinfengi við jafnvel ólíkustu út- gáfu sinnar tegundar. Mennina sjálfa furðar á þessu; þeim finst það óeðlilegt að t. d. hundur og tígrisdýr geti bitist á í vinfengi og leikið sjer, vegna þess að sannað er af mannlegri reynslu, að tveir menn, sem kannske hafa verið samherjar í stjórnmálum um margra ára slceið verða síð- ar svo ósammála, að það reynist miklu erfiðara að sansa þá og sætta en liund og kött. En hundur og köttur; er það ekki of langt farið í líkingamynd- um af stjórnmálaflokkum. Það vita engir hetur, en þessir göf- ugu menn sem rífast. Og skal ekki farið frekar út í þá sálma. Einu sinni urðu Herodes og Pílatus vinir. Það var politík, sem sætti svo mikilli furðu, að

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.