Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1931, Blaðsíða 4

Fálkinn - 09.05.1931, Blaðsíða 4
4 F A L K I N N Það er orðið æði langt síðan Einar H. Iívarati sendi frá sjer leikritið „Syndir annara". Áður var kominn „Ljenharður fógeti“, sem fjráfaldlega hefir ver- ið leikinn síðan, bæði hjer og víðar um land, en nú í vor kom leikritið Hall- steinn og Dóra“, sem Leikfjelag Reykjavíkur hafði frumsýningu á í vikunni sem leið. Leikurinn ber með sjer ýms bestu einkenni hins vinsæla höfund- ar, meitluð og fáguð tilsvör og eðlilega viðburðarás. Aðalpersónan er Hall- steinn, aurasál og metorðagjarn hjegómadýrkandi, sem lætur það verald- lega jafnan sitja í fyrirrúmi fyrir öllu öðru og gefur sjer aldrei tóm til að hugsa um það, sem hinumegin er grafarinnar. Stúlkan, Dóra, sem hann hef- ir orðið ástfangin af deyr fyrir tilverknað hans og fær sá atburður á hann um sinn en brátt sækir í sama horfið aftur. Síðasti þáttur leiksins gerist í öðrum heimi og lýsir ástandi þessa jarðbundna manns er hann kemur „yf- ir um“. Hittir hann þar Dóru, sem reynir að leiðbeina honum og hjálpa. — Eru margir kaflar leiksins gullfallegir og hugnæmir. Haraldur Björnsson leikur aðalhlutverkið, Hallstein, en Dóru leikur Þóra Borg. Sjást þau á litlu myndunum til vinstri. Gunnþórunn Halldórsdóttir leikur móður Iiallsteins og er myndin að neðan iil h. af henni en myndin að ofan til hægri af Emilíu Borg og Friðfinni Guðjónssyni. Næsta blaðFálk- ans mun flytja myndir af nokkrum fleiri leikendum í þessum leik, sem vakið hefir milda athygli og fæstir munu láta hjá líða að sjá. Haraldur Björnsson bjó sýninguna undir leik, en Freymóður hefir málað leiktjöldin. Hóp- sýning H. H. þessu fjelagi í vetur. Og á sunnudaginn var hjelt fjelagið fimleikasýningu á íþróttavellin- um með nálega 150 þátttakend- um, og er þetta stærsta fimleika- sýning, sem háð hefir verið á landi hjer. 1 karlaflokki tóku þátt í sýningunni um 70 manns, cn kennari þess flokks er Júlíus Magnússon, ungur fimleika- kennari og áhugasamur, eins og sýningin ber vott um. Þá sýndu nær 70 stúlkur fimleika undir stjórn ungfrú Unnar Jónsdóttur og undir stjórn sama kennara sýndu og fimleika rúmar tíu telpur. Var unun að horfa á þessar sýningar. Á stærri mynd- inn, sem hjer fylgir sjást allir flokkarnir, en á minni mynd- inni stúlknaflokkurinn að æf- ingum. Knattspyrnufjelag Reykjavíkur, sem í upphafi var stofnað um þá einu íþróttagrein, sem nafnið bendir til, er nú með allra á- hugasömustu íþróttafjelögum landsins og hefir tekið flestar cða allar almennar íþróttir á slarfsskrá sína. Sem dæmi upp á starfsfjörið má nefna, að um 300 manns hafa iðkað leikfimi í Húsfrú Majendína Kristjáns- dóttir, Reykjavík verður ðO ára 11. þ. m. llúsfrú Guðrún A. Jónsdóttir á Bjargarstíg 4 verður 80 ára 9. maí.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.