Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1931, Blaðsíða 9

Fálkinn - 09.05.1931, Blaðsíða 9
F Á L K I N N Saga konungsdæmisins á Spáni er nú á enda kljáð og konungur flúinn úr landi. En með afnámi konungsdæmisins bregtast mjög kjör hinnar frægu spönslcu aðalsmannastjettar, sem fram að þessu hefir verið voldug í Spáni. Má búast við því, að það verði eitt af fyrstu verkum stjórnarinnar að afnema ýms forrjettindi þeirra. Hjér á myndinni sjest hópur af spönskum Aðalsmönnum í skartbúningum sínum. Berast spanskir aðalsmenn afar mikið á í klæðnaði, eins og á myndinni má sjá og svipar í mörgu til þess, sem var á miðöldum þegar Ijensmannavéldið var sem mest í Evrópu. Nýlega eignuðust japönsku keisarahjónin dóttur og var þetta að japönskum sið lilkynt almenningi með með því að blása í þokulúðra í öllum borgum. Hjer á myndinni sjást börn, sem hafa safnast saman fyrir utan turn, til þess að hlusta á lúðra- blásturinn. Sjást lúðrarnir uppi á turnþakinu. Sumt fólk hefir gaman af að láta taka eftir sjer og grípur stundum til furðulegustu bragða til þess að vekja umtal. Sum- ir láta gifta sig á flugi, eða í útvarpi, en aðrir taka upp á ein- hverju álíka fáránlegu. Myndin hjer að ofan sýnir giftingu, sem nýlega fór fram í Lido. Brúðhjónin og gestirnir söfnuð- ust öll saman í sundlaug einni og stóðu í vatni upp fyrir mitti, meðan presturinn gaf brúðhjónin saman.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.