Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1931, Blaðsíða 3

Fálkinn - 09.05.1931, Blaðsíða 3
F A L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Frajnkvœmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalslcrifstofa: Banksstræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. BlatSið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð; 20 aura millimeter HERBERTSPRENT, Rvik. Skraddaraþankar. Það er sagt um söngfuglan'a að þeir hætti að syngja ef þeir verði of feitir. Á hinn bóginn vita menn að því meiri sem mótstaðan verður í rafmagnslampa, því sterkar lýsir hann. Og hvernig gæti maðurinn komist úr sporunum, ef jörðin sem hann stígur á veitti ekki fótum hans viðnám? Þú stígur í vatn. Það veitir lítið viðnám og þú verður að botna til þess að geta vaðið. En steinninn veitir viðnám og iætur ekki undan og þessvegna kemst þú áfram. Það voru þjáningar píslarvottanna, sem greiddu fyrir útbreiðslu kristindóms- ins og það hefir jafnan verið and- staðan gegn hverju góðu málefni, sem best hefir gagnað því. Því það stappar stálinu í manninn, að sigrast á örðugleikunum. Hvað liirðir listamaðurinn um lof velunn- ara sinna, sem ávalt eru reiðubúnir til þess, að slá gullhamra. En sá, sem listamaðurinn litur uppi tiL, en ekki lítur upp til listaverka hans, veitir með aðstöðu sinni það eggj- andi viðnám, sem er miklu þýðing- armeira fyrir framíð litstamannsins, en alt það, sem sagt er faLlegt um hann. Þvi lárviðarberin eru eins og kunnúgt er til þess, að sofa á þeim, en þistlarnir eggja til framkvæmda — þó ekki nema væri til þess að knýja manninn á aðrar götur. En hversvegna gefast svo margir upp fyrir viðnáminu? Eins vel mætti spyrja, hversvegna myllusteinarnir mali kornið en kornið ekki myllu- steinana? Vegna þess að myllustein- arnir eru harðari en kornið. Og þess- vegna er nauðsynlegt að vera úr rjettu efni gerður, til þess að malast ekki undir myllusteini lífsins. Hinir mörgu, sem víkja til hliðar og gahga út úr fylkingunni og horfa á hina, sem halda beina leið áfram — hinir mörgu, sem lialda, að því mýkri sem þeir geri sig, því minni verði árekstr- arnir og þvi betur komist þeir áfram, — þeir eru eins og sjálfsvitundar snillingarnir. Þeir komast aldrei á- fram, því að þeir eru eins og naðran, sem fer að jeta skottið á sjer, en verður að hætta við að fullkomna þetta verk, án þess þó að geta nokk- urntima skilið, að það er af því að hún getur ekki melt sjálfa sig. Eini staðurinn, sem aldrei má vera andstaða í, er í manninum sjáLfum: gegn sjálfum sjer. Hann má aldrei vera óvirlcur, aldrei sljór, aldrei veilc- ur fyrir nje hopandi, aldrei þreyttur eða liikandi. Litið á flugvjelina! Þeg- ar hún nýtur ekki nægilegs viðnáms hjá löftinu sem ber liana uppi, þá hrapar hún vegna aðdrátlarafls jarð- arinnar. Aðdráttaraflið drepur, en mótstaðan gefur líf. GULLHEIÐURS- í Englandi er PENINUR FYRIR það orðinn siður KVIKMYND að „The faculty -------------- of arts for the federation of the related arts“ veitir árlega lieiðurspening því kvikmynda- fjelagi, sem þykir hafa gert bestu kvikmyndina á umliðnu ári frá list- rænu sjónarmiði. Universal-kvik- myndafjelagið fjekk þennan lieiðurs- pening fyrir 1930 vegna myndarinn- ar „Tiðindalaust af vesturvígstöðv- unum“. Gunnlaugur Þorsteinss. hrepp- stjóri á Kiðjabergi verður átt- ræður 15. þ. m. Bjarni Jensson i Ásgarði verð- ur 66 ára ÍL þ. m. PILSUDSKI Þessi mynd er af GEÐVEIKUR? Pilsudski, einvalds- ------------- stjóra Póllands, sem um þessar mundir dvelur sjer til lieilsubótar suður á Madeira. Fór liann þangað um nýjárið, aðfram kominn af svefnleysi og taugaveikl- un, enda tekur það sjálfsagt á taug- arnar að vera einvaldsstjóri yfir jafn böldnum lýð og Pólverjar eru. Mad- eira er talinn einna unaðslegastur staður á þessari jörð, en eigi hefir Pilsudski notað sjer veðurblíðuna og nátiúrufegurðina þar til þess að vera úti. Hann situr mestan hluta dags niðursokkinn í að leggja kabal og spá í spil, og þykist vera að kanna ör- lög sin. Hann er sem sje afar hjá- trúarfullur, karlgarmurinn. Á leiðinni til Madeira týndi hann sverðinu sínu, og hafði hann talið það fyrirboða geigvænlegra tiðinda. En nú heifir það fundist aftur, svo að vera má, að Pilsudski ljetti. Sig« Krisljánssonar hefir á boðstólum flestar íslenskar bækur þar á meðal allar fáanlegar bækur for- lagsins, en meðal þeirra eru ýms merk- ustu rit ísl. bókmenta. HERBERTSPMENT tekur að sjer allslconar prentun smærri og stærri. — Hefir ávalt fyrirliggjandi fjöl- breyttar pappírsbirgðir og umslög. — Sjerstök áhersla lögð á vandaða vinnu. Bankastræti 3 — Reykjavík — Sími 635 Friðrik Svipmundsson formað- ur i Vestmannaegjum varð 60 ára 15. apríl síðastliðinn. Kýr ein í Þrændalögum átti nýlega þrjá kálfa, sem allir fæddust lifandi og voru hinir pattaralegustu. Þykir þetta tíðindum sæta austur þar og er kýrin á allra vörum norðanfjalls i Noregi. F. A. Thiele Bankastræti 4 er elsta og þektasta . gleraugnasjer- . verslun á Norð- urlöndum. Þar fæst ókeypis gleraugnamátun. Hin þektu Zeiss-gler af öllum gerðum. Odýr, sterk og góð gler- augu. Skrifið eða komið til okkar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.