Fálkinn


Fálkinn - 09.05.1931, Blaðsíða 6

Fálkinn - 09.05.1931, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N Hundurinn, hinn tryggi föru- nautur mannsins, virðist vera allra dýra hugulsamastur og nærgætnastur við önnur dýr. Þess eru mörg dæmi, að þar sem hann kemur í dýragarða, leik- ur hann sjer hæði við ljónsunga og bjarndýraunga, án þess að sjeð verði að honum þyki nokk- uð atliyglisvert við það. Tik tek- ur fúslega ketlinga á spenann, og lætur sjer hugarhaldið um þá, eins og þeir væru livolparnir hennar. Grísir sjúga oft kú, og hún lætur vel að þeim, eins og kálfurinn ætti í lilut — en kann- ske er það vegna þess, að fæst- ar kýr geta fagnað því, að kálf- urinn fái nokkurntíma að kom- ast á spenann. En sjálfsagt líta dýrin allt öðrum augum á þetta en menn- irnir. Þau hafa líklega ekki jafn- mikla síngirni gróna i eðlið og við mennirnir höfum, og hugsa sem svo, að öllu verði að hjálpa til lífsins. Jafnvel hin svokölluðu rándýr, sem lifa á því að drepa það, sem þeim er ómáttugra, geta orðið bestu fósturforeldrar ung- viðis úr óvinahernum. Hvernig græða má peninga i Ameriku. Ungur amerískur sönglagasmiSur hefir grœtt of fjár á lagi einu, sem fáir þekkja og aldrei er spurt eftir í búðunum, ÞaS er búið að selja yfir 50.000 plötur af laginu. Hann fær pró- sentur af sölunni, svo þá er ekki mik- ið þó hann hafi haft dálítið upp úr því með tímanum. Þetta hefir skeð á þann hátt að ein af tónsmíðum hans stendur öðru megin á plötunni, en hinummegin er eitt af uppáhalds- lögum Ameríkumanna á þessu ári. Það þurfa eins og kunnugt er að vera tvö lög ú liverri plötu og i þetta sinn vildi svo til að hans lag var valið. Lffsreglnr Georgs konungs. Georg Englakonungur hefir sett sjer eigin lifsreglur, sem í fyrstu virðast ofur auðveldar til eftirbreytni, en sem þó ef til vill ekki eru eins auðveldar í framkvæmdinni. Reglur þessar er sagt að konungur hafi sett í ramma og hengt yfir rúmið sitt. Þær eru sem hjer segir: Kenn mjer að hlýðnast lögum lífsins. Kenn mjer að gera greinarmun ú tilfinningum og ofurviðkvæmni, að dáðst að hinu fyrra en fyrirlíta hið síðara. Kenn mjer að gleðjast hvorki af, eða hlusta á hrós, sem jeg ekki á skilið. Verði jeg að líða, kenn mjer þá að líða án þess að kvarta og bera þjáningar mínar í kyrþey. Kenn mjer að sigra í lífsbarátt- unni, og þó jeg tapi þá að tapa ekki hugrekkinu. Kenn mjer að kvarta hvorki yfir því að jeg ckki næ til tunglsins eða gráta yfir því þó að jeg skvetti niður mjólk. Frakkarnir Paillard og Marmes hafa nýlega sett met i hringbrautarflugi. Flugu þeir 59 klukkutíma samfleytt og komust 9100 kílómetra, en gamla metið, sem Frakkar höfðu einnig sett, var 8805 kílómetrar. Kötturinn og rottan eru, eins og allir vita, erkifjendur. En hjerna ú mgndinni sjest köttur vera aö láta rottur sjúga sig. Hver veit hvort hann þekkir þœr þegar þser eru fullvaxnar, og þá er hann vís til að veiða þœr og jeta. Iiálfur og hundur, sem virðast vera einstaklega góðir vinir. munnmæhð lifir enn. Hinsvegar má ekki gleyma því, að þeir gerð- ust vinir á „þeim degi“, sem að drýgt var það rjettlætismorð, sem kunnast varð í veröldinni. Vinátta Pílatusar og Herodesar varð til út af þvi, að þeir gerðu báðir rangt. Og þess er ekki að óska, að stjórnmálafiokkar, sem í höggi eiga, verði vinir út af samhug á ranglæti. En það er tæplega hægt að skrifa um vináttuna í dýraríkinu án þess, að minnast á þetta. Því að maðurinn hefir stundum met- ið það meir, að koma á vinfengi milli hunds og kattar, en að halda frið við granna sinn. Og meira að segja hafa dýrin sjálf — án allrar tilhjálpar mannanna — tíðum sýnt af sjer svo mikla umhyggju fyrir afkvæmum þeirra dýrategunda, sem þeim er fjarskyldar og fjandsam- legar, að „æðsta skepna jarðar- innar“ gæti margt gott af þvi lært. Áður er á það minst, hvernig húsdýrin, sem alast upp á sama bæ, sýna hvert öðru umhyggju. En nú skal minst á nokkur dýr, sem vegna baráttunnar fyrir til- verunni hafa ólikra hagsmuna að gæta, en þó sýna afkvæmum hvers annars ótrúlega umhyggju, þegar svo ber undir. Eigi hvað Það er sjaldgœft að sjá dúfuna og versta óvin hennar, fájkann, sitja saman eins og kunningja. En þarna eru þau, eins og þau sitja saman daglega í dýragarðinum í Berlín. síst sjást ótrúleg dæmi þessarar hneigðar í dýragörðunum, en þó líka þar sem dýrin hfa frjálsu lífi í hinum rjettu heimkynnum sínum. — Farþegar 1 almenningsvagni ein- um urðu nýlega vitni að einkennileg- um atburði, er þeir óku um eina skýjakljúfagötuna í New York. Þakið ú vagninum brotnaði skyndilega og niður kom maður, sem liafði dottið út um glugga ú 21. hæð i húsi þarna hjá. Var fallhraðinn á manninum svo mikill að gat brotnaði á vagngólfið. Vitanlega dó maðurinn, en fyrir ein- staka tilviljun varð enginn af far- þegunum í vagninum fyrir slysi. ----x---- í vetur kveiktu tveir menn í ríkis- fangelsinu í Ohio, og brann það til kaldra kola, en 320 fangar brunnu inni. Þeir voru sjálfir í fangelsinu og höfðu kveikt i á þann hátt að rjóðra stenolíu á sperrubita og halda svo lampa upp að, þangað til kvikn- aði í. Nú liafa þessir tveir brennu- vargar heðið um, að þeir verði teknir af lífi undir eins, svo að þeir sleppi við allan málarekstur. Hafa þeir með- gengið glæpinn og vilja að dómurinn sje kveðinn upp yfir sjer án frekari yfirheyrslu og honum fullnægt strax. *---x---- Fyrir nokkrum árum var feili skop- leikarinn Fatty, sem rjettu nafni hjet Roscoe Arbuckle, með vinsælustu leikendum í kvikmyndum og var lílct við Chaplin og Harold Lloyd. En gengi hans ók enda með skeifingu. 1 svallgildi, sem haldið var lieima hjá lionum misti ung stúlka lífið og Fatty var sakaður um morðið. En þó hann yrði sýknaður loddi þó grunur við liann áfram og var úti um hann eftir það. Hann fjekk hvergi atvinnu og misti aleigu sína. Og nú er hann ný- lega dáinn i Odgensburg i Ameriku í mestu eymd og fátækt. ——x------ Það bar við í Chicago fyrir nokkru, að maður einn tötralega til fara sást sitjandi á þrepínu við pósthús eitt í Chicago, með hatt sinn á hnjánum og liöfuðið niður í bringu. Þeir sem fram hjá gengu hjeldu auðvitað að þetta væri betlari og urðu margir til þess að leggja nokkra aura í liattinn lians. Svona sat maðurinn allan daginn og um kvöldið, um það leyti sem betlarar eru vanir að fara að hypja sig burt, sat hann enn og lireyfði sig ekki. Fór þá lögreglan að gefa manninum gæt- ur og sá nú, að hann var stein- daúður. Þetta var verkamaður en ekki betlari og hafði hnigið þarna niður um morguninn og setið þar dauður allan daginn. í hattinn höfðu safnast rúmir 15 dollarar. Maður einnt í Detroit, Kenneth L. Morehouse að nafni, hefir smíðað bifreið, sem ekki er stærri en svo, að hann getur elcið í henni um stofuna sína. En verðið er í slæmu hlutfalli við stærðina, þvi að bifreiðin kostaðl um 9000 dollara. En hún getur líka farið um 90 mílna hraða á klukku- stund. Fyrir nokkru var liöfðað mál móti glæpakonginum A1 Capone út af grun um að hann hefði unnið eða látið leiguþý sín vinna ýms hermdarverk. En nýlega liefir verið ákveðið að hætta við málareksturinn, af þeirri einföldu ástæðu, að það var ómögu- legt að fá einn einasta lögregluþjón til þess að hcra vitni gegn A1 Capone. Sumpart hafa lögregluþjónarnir jiegið mútur af bófaflokki A1 Capone og sumpart vita þeir, að ef þeir koma ósómanum upp um þessa harðsnúnu glæpamenn, er lif þeirra i hættu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.