Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1931, Blaðsíða 6

Fálkinn - 13.06.1931, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N Kínverjar búa til ágœtan pappir enn þann daga i dag. En þeir nota gamlar og seinvlrkar aðferðir svo að pappirinn verður dýr. hefir verið í Evrópu og eiin er til, er frá árinu 1109 og er geymt í ríkisskjalasafninu i Palermo. Á 13. öld fór kunnátta á pappírs- gerð að breiðast að marki út um Evrópu og pappírsmyllur voru stofnaðar víða. Voru einkum tuskur notaðar til pappírsgerðar- innar, tættar sundur í mauk og pappírinn gerður úr þeim. Nokkru síðar kemur prentlist- in til sögunnar og margfaldaðist þá eftirspurnin eftir pappírnum. En fyrsta verulega framförin, sem varð í pappírsgerð Evrópu- manna, kemur fram árið 1670 þegar pappírsgerðarvjel sú, sem kölluð er „Hollendingurinn“kom fram á sjónarsviðið. Var hún margfalt afkastameiri en vjelar þær, sem áður höfðu verið not- aðar til pappírsgerðar. Nafn sitt dregur vjelin af því, að hún var gerð i Hollandi og tókst að halda uppgötvuninni leyndri lengi vel, svo að hún komst ekki út fyrir landamærin. Á næstu áratugum voru Hollendingar öllum þjóðum fremri i pappírsgerð. Næsta um- bótin, sem mikið kvað að kom til sögunnar 1798, er frönskum vjelfræðingi tókst að smíða vjel til þess að framleiða pappír í rúllum, en áður hafði allur papp- ír verið gerður i örkum. Tuskurnar mundu sjá skamt til þess að fullnægja allri þeirri feikna eftirspurn, sem nú er orð- in á pappir, og i öðru lagi yrði tuskupappirinn alt of dýr til blaðagerðar. Þessvegna er mest af blaðpappír gert úr timbri. Or timbrinu er ýmist gert trjámauk eða „cellulose“, sem svo er not- að í pappírinn. Eru pappírsvjelar nútímans oft hin mestu bákn, oft um 50 metrar á lengd og afar hraðvirkar, og framleiða alt að 120 metra af a,lt að 6 metra breiðum pappír á mínútu. Pappírsgæðin eru afarmisjöfn. Einna dýrust pappírstegund er sú, sem notuð er í suma þjóð- bankaseðla, enda þolir sá pappír ótrúlega mikið. Brjefa og skjala- pappír er einnig oft vandaður og dýr. En framleiðslan af þessum pappír er vitanlega aðeins brot úr bóka- og blaðapappírsfram- leiðslunni. Einkum nota blöðin ógrynnin öll af pappír, eins og skiljanlegt er. Það er ekki smá- ræði, sem þarf af pappír í blað, sem kemur út daglega eða oft á dag í upplagi yfir miljón eintaka og máske einar 30—40 blaðsíður. Enda er pappírskostnaður þess- ara blaða stærsti gjaldaliðurinn í rekstrinum. Til þess að fá papp- írnn sem ódýrastan koma er- lendu stórblöðin sjer því upp pappírsverksmiðjum sjálf og Umbúðapappír gerður úr sagi. Timbrið komið inn í pappirsverksmiðjuna, að vjelunum sem tæta það í mauk. kaupa skóga til þess að vera sem óháðust. Þannig á „Daily Mail“ afar víðlent skógaflæmi í New Foundland og á siðustu árum hafa stórblöðin kepst um, að tryggja sjer yfirráð yfir skógum, svo að þau þurfi ekki að kviða pappírsleysi í framtíðinni. Fullkomin vjelasamstæða í hinum nýrri pappírsgerðum í heiminum getur framleitt um 10.000 smálestir af blaðapappir á ári. Vegna skóganna í Noregi, Sviþjóð og Finnlandi kveður all- mikið að blaðapappirsgerð i þess- um löndum og svo framleiðslu trjámauks og „cellulose“, sem flutt er úr landi. Hinsvegar er til- tölulega litið um framleiðslu vandaðra pappírstegunda i þess- um löndum, en þar hafa Bretar lengi staðið framarlega og standa enn, og eins Hollendingar. Ýmsir kvíða þvi, að pappírs- notkunin eigi enn eftir að vaxa svo mjög að skógunum í lieim- num stafi hætta af því og að þeir gangi til þurðar. Sá ótti mun vera ástæðulaus, ekki síst vegna þess, að með vaxandi notkun stáls og steinsteypu til bygginga hefir sparast mikið timbur og á vist eftir að sparast meira. Um mánaðarmótin apríl—maí komst lögreglan í New York á snoSir um, aS tilraun yrSi gerS til þess aS smygla þar inn ópíum meS skipinu Milwaukee“. Undir eins og skipiS lagSist aS þustu 150 lögregluþjónar um borS og settu vörS viS allar dyr og lestarop og hófu siSan leit aS eitr- inu. Fundu þeir 70 kassa, sem sam- kvæmt farmskrám höfSu aS geyma járnvörur en voru fullir af ópium. Lögreglan lagSi vitanlega hald á þennan forSa og kostar hann sam- kvæmt markaSsverSi um átta miljón- ir króna. -----x---- JunkerverksmiSurnar eru um þess- ar mundir aS smíSa flugvjel, sem sjerstaklega er til þess gerS aS kom- ast hátt i loft upp, en verSur ónot- hæf bæSi til langflugs og þolflugs. Lögun flugvjelarinnar verSur hiS ytra lík og Junkervjelanna, sem hjer eru til, en flugmannarýmiS verSur loftþjett og súrefnisgeymar látnir endurnýja andrúmsloftiS. Allskonar mælitæki verSa í vjelinni. Hreyfill- inn aSeins einn. ÁætlaS er, aS flug- vjel þessi komist 16.500 metra i loft upp, en núverandi hæSarmet er 13.557 metrar. í þorpinu Ocna í Rúmeníu kom upp eldur seint i apríl og breiddist hann svo óSfluga út, aS hvert einasta hús í þorpinu brann til kaldra kola en ekkert stóS eftir. Voru húsin alls 140. Eins og nærri má geta er tjóniS ekki lítiS, en hitt er þó verra, aS nokkrar konur brunnu inni og margt af fólki limlestist og stórsærSist i brunanum. ------------------x----- í Póllandi hafa vatnsflóS mikil orS- iS í vor, þvi aS snjóar höfSu komiS þar óvenju miklir í vetur en vorleys- ingarnar urSu bráSar. Einkum kvaS mikiS aS flóSinu i VilnahjeraSi og druknaSi þar margt, ekki sist kven- fólk, sem í hræSsluofboSi æddi út í flóSiS í staS þess aS reyna aS bíSa eftir hjálp. Fundust yfir 30 lík eftir flóSiS i nágrenni viS Vilna. ----x----- Ameríkönsk frú, sem heitir Lucy Hatch sneri sjer nýlega til lögregl- unar og baSst þess, aS yfirvöldin- sæi henni farborSa, því aS „drengurinn hennar" eyddi öllu sinu i (írykkju- skap og svall og gæli ekki sjeS fyrir henni. Þegar lögreglan fór aS spyrja hana nánan spjörunum úr kom þaS á daginn, aS drengurinn var — 72 ára gamall! ----x----- 'í Park Lane í London er veriS aS reisa nýtt gistihús, með 300 herbergj- um, sem öll eru með baSklefa og öSr- um þægindum, þ. á m. ýmsum nýjum, er eigi hafa þekst áður. Og þannig er frá húsinu gengiS, að ef menn vilja stækka það siðar má lyfta þvi upp á grunninum og bæta inn í það nýj- um hæðum, alveg eins og amerik- önsku bókaskápunum, sem hækka má eftir vild með því að kaupa sjer nýjar hillur í þá. Við manntal, sem fór fram í Paris 8. mars reyndist ibúatala borgarinn- ar vera 4.808.000. Hefir fólksfjölgun- in orðið venju fremur mikil síðasta áratuginn og stafar það eigi síst af því, hve margir Rússar hafa sest þar að. i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.