Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1931, Blaðsíða 7

Fálkinn - 13.06.1931, Blaðsíða 7
F A L K I N N 7 M a n n t a I i ð Björn gamli átti áð kallast bóndi á Gili, en allir vissu að það var að- eins í orði kveðnu. Hún Þorgerður var þar bæði bóndi og húsfreyja, og fórst hvorttveggja jafn skörulega úi hendi. Björn gamli var þar svona rjett eins og hvert annað húsdýr. Þorgerður þurfti að hafa einhvern til þess að annast skepnuhirðingu að vetrinum, og til þess að sækja vatn í bæinn og bera út öskuna og annara þess- háttar verka. Nú, og á sumrin hafði hún nóg handa Birni við heyskapinn. Aldrei var Björn talinn skarpur til vinnu, eða. atorkusamur. En hann var ótrúlega seigur og vanát furðu vel þó að hann færi sjer hægt. Og vandvirkur var hann með afbrigðum. Hann virtist altaf vera hálfsofandi. Allir vöðvar í andlitinu slöptú niður á við, hálfmattlausir. Af augunum sást aldrei nema ofurlitil rifa, sem augna- lokin virtust þá og þegar ætla að loka fyrir fult og alt. Nefið var hátt og þunnt, altaf liálfstiflað af tóbaki, og snörlaði í því þegar Björn öró and- ann, svo að mest líktist svefnhrotum. Það virtist óskiljanlegt að þessi hálf- sofandi maður skildi ekki velta út af þá og þegar. — Nei, — Björn var furðanlega vak- andi. Hann seiglaðist þetta áfrain dag eftir dag og vann umyrðalaust hváð sem Þorgerður sagði honum að gera, livort lieldur það var að brjótast í hríðarverðri fram í Dalbotna, eða baka kökurnar og ljúka við að slrokka. — Björn kunni ekkert illa við sig i hjónabandinu, þó Þorgerður væri ær- ið gustmikil stundum. Hann var fyrir löngu farinn að venjast skömmum hennar svo að liann myndi ábyggilega iiafa unað því illa, ef Þorgerður hefði all í einu hætt að skamma hann. Og svo bar hann mikla virðingu fyr- ir he’nni sökum þess live mikill bú- forkur hún var og dugleg út á við. Hún fór sjálf á manntalsþing, hreppa- stefnur og áðra meiriháttar fundi, líka til kaupstaðarins ef eitthvað mik- ið lá við. — Björn fann það glöggt að hann var illa fallinn til þess að standa í svo vandasömum störfum, og hann þakkaði guði oft fyrir það í liuganum, að hann skildi hafa gef- ið sjer aðra eins konu og hana Þor- gerði. Það var fyrsti desember. — Björn var út í heygarði aS láta i fjósmeisana. Hann fór sjer ekki hart að neinu, frekar en hann var vanur. Leysti aldrei nema i einn meis i einu og kroppaði og sljettaði heystálið vandlega með höndunum á eftir. Svo reitti hann með stökustu nákvæmni utan úr liverjum meis og sópaði hverju strái upp að stálinu, áður en hann fór að leysa i þann næsta. En Birni var óvenju órótt innan- brjósts í dag, — þó ekki sæist það á honum. Andlitið var jafnmókandi og það var vant, — ef til vill snörl- aði he.ldur meira í nefninu. Björn var nefnilega að hugsa. Það kom sjaldan fyrir. En hún Þorgerður hafði sagt honum í morgun að i dag kæmi lireppstjórinn að taka mann- talið. — Og í liuga Björns var það merkisatbukður. Og þessi merkisatburður gerðist ekki nema tiunda livert ár, — það hafði Þorgerður lílca sagt honum. Björn var líka búinn að reikna það út. Hann Grímur sálugi hreppstjóri hafði tekið það síðast, og hann dó þá vorið eftir, — sama vorið og skjöldótta beljan á Lóni fjekk doðann og Þorgerður keypti hann stertlausa Brún. Þá var Brúnn 4 vetra, nú var hann vist orðinn tólf vetra — alt stóð þetta nákvæmlega heima. — Já liún Þorgerður, sú kona vissi um flest. Það mátti trúa henni. Þáð var hreppstjórinn sjálfur sem tók manntalið. Það var nú heldur ekki heiglum hent. Það var heill bunki af skjölum og skýrslum, og þar varð að skrifa hvar hver mað- ur var fæddur og hvenær, hvaða ár hann hafði verið á þessum stað og hvenær á hinum og guð veit hvað, — — og alt varð að skrifast á hárrjett- an stað, því allar skýrslurnar áttu fara til kóngsins. — — Og ef maður svaraði vitlaust, eða skrökváði að þeim sem tók manntalið var maður settur i járn og fluttur i Brimarhólms- tukthúsið suður i Reykjavík, og þar var kongsi til með að láta mann dúsa æfilangt.... Alt þetta liafði Þorgerð- ur sagt lionum í morgun. Já, mikið mátti hann þakka fyrir, að eiga aðra eins konu og hann átti. Hvað ætli að yrði nú úr honum við manntalið ef Þorgerðar nyti ekki við, hann sem aldrei gat munað hvaða ár hann var fæddur — hvað þá mán- aðardaginn. En hún Þorgerður mundi alt og vissi alt, það mátti nú segja. Og Björn fylltist svo mikilli aðdá- un og þakklætistilfinningu til Þor- gerðar og til,, skaparans fyrir að hafa gefið sjer slika konu, að honum lá við klökkva. Alveg eins og þegar Þor- gerður las húslesturinn á jólakvöldið. Hún las hann aldrei upphátt nema þá, því hún sagði að það truflaði Björn við kembinguna — og þar að auki bæri hann ekkert „besken“ á svo liáleita hluti. Björn truflaðist skyndilega í hug- leiðingum sínum. Hundarnir fóru að gelta í ákafa. — Og svei ykkur, helv.. — Björn komst ekki lengra. Honum varð litið niður á eyrarnar. Þar kom Gunn- ar hreppstjóri--------— Björn hörfaði inn í geilina. Hrepp- stjórinn var, auðvitað að koma til að taka manntalið. Það var best að láta Þorgerði taka á móti hnoum. Hann fór að hamast við að leysa lieyið. En það lenti alt í handaskol- um, — honum' var svo einkennilega órótt innanbrjósts. Björn hætti að leysa og fór að hlusta. Hvað var ekki þetta — jú hann lieyrði svo greinilega þungt fótatakið og pilsasláttinn. — — Ertu þarna Björn minn? — lieyrðist kallað fyrir utan geilina. — Björn minn, naumast hún var í góðu skapi núna. Og Björn svaraði í þeim auðmjúkasta róm sem hann átti til. — Ójú. lieillin min! Svo á nú víst að heita að jeg sje hjerna. — Þorgerður þrengdi sjer inn á rönd inn í geilina. — Heyrðu Björn. Hrepp- stjórinn er kominn að taka manntal- ið. — — Já, mjer heyrðist þetta á hund- unum áðan. En þarf jeg nokkuð að koma inn. Jeg á eftir að láta í lianda rolluskjátunum. Þú segir honum þetta alt saman. — En Þorgerður var ekki á því. — Uss! Engar vífilengjur. Þú verð- ur að koma inn og tala við hrepp- stjórann. Reyndu nú að teygja úr þjer og bera þig mapnborlega. — Björn klóraði sjer í skegghýlungn- um á vanganum, og rendi syfjuleg- um augum eftir lieystálinu. Snögglega vaknaði Björn — glað- vaknaði og augun glentust upp af undrun. — Hann liafði léy'st stærðar- holu inn i stálið, sem áður var svo sljettt og fallega leyst. Slikt hafði aldrei komið fyrir hann áður. Hann leit til Þorgerðar og svo á stálið og svo til Þorgerðar aftur. — Þetta andskotans manntal! — — Hvað er að heyra til þín maður. -— Þorgerður var skipandi í rómnum — Hrepstjórinn biður. Hann var far- inn að lesa i lögbókinni, — svona komdu undir eins! — Þorgerður skálmaði af stað, linar- reist og kempuleg. Björn rölti á eftir með hendurnar fyrir aftan bak. í liuga hans blandaðist saman óljós kvíði og gremjan út af holuskrattan- um í heystálinu. Þau gengu inn bæjargöngin og inn í baðstofu, alt stóð það heima sem Þorgerður hafði sagt — þarna sat hreppstjórinn við borðið með heljar- mikinn skjalabunka fyrir framan sig. Björn gekk inn að borðinu og tók i hönd hreppstjórans. — Sæll Björn minn. Þetta er nú meira djesk.... atið. Svei mjer ef jeg verð ekki að gæta mín, svo jeg kom- ist sómasamlega fram úr þessu öllu saman, mælti hreppstjóri, og dæsti drýgindalega. — Það er nú heldur ekki liverj- um manni sem er falið svona starf á liendur — svaraði Björn, og gaul augunum til Þorgerðar. Hann sá á svip hennar að sjer hafði ekki tekist sem verst svo hann hjelt áfram. — Jeg veit nú ekki hvort mikið yrði úr mjer, ef jeg ætti að taka manntal. Jeg segi nú ekki margt. — Jeg sem aldrei man hvaða ár jeg er fæddur. — Aftur leit hann til Þor- gerðar, — en nú var svipur hennar breyttur. Þar var engin uppörvun, — heldur annað sem Björn kannaðist helst ekki við. Hann hafði sagt einhverja heimsku eins og vant var. Það var best að reyna að bæta úr því sem bráðast. — Ja því segi jeg það, að ekki veit jeg hvar jeg lenti ef hún Þorgerður mín væri ekki. Hún man upp á hár hvenær jeg er fæddur, að jeg nú ekki tali um hvenær hún sjálf er fædd og livað hún er gömul. Þvílíkt minni. Svei mjer ef hún man ekki livað all- ar rollurnar hjerna eru gamlar, — og meira en það. Hún man aldur á hverri belju lijerna i hverfinu, hve- nær þær eiga að bera, hvenær .... Björn hætti í hálfnaðri setningu. Hann fann aijgu Þorgerðar stara á sig méð þvílíkum mætti, að honum varð orðfall. Það var tæpast einleikið, hve alt tókst illa hjá lionum í dag. Hann fór að hugsa um holuna i læystálinu. — Eins og stálið var nú fallegt áður — eggsljett neðan frá gólfi og upp i torf —--------------Ætli mjer sje ekki best að taka til minna starfa — sagði Gunnar lireppstjóri. — En nú verð jeg að spyrja ykkur nokkurra spurn- iuga. — — Mjög svo áríðandi spurn- inga, sem svara verður af itrustu ná- kvæmni, — Gunnar hreppstjóri var hátíðlegur i rómnum eins og prestur sem er að lialda líkræðu yfir óðals- bónda. Björn leit til Þorgerðar. Nú kom til hennar kasta. Og henni varð ekki stirt um svör. — — Já, og hver er svo húsráðandi, — húsbóndi meina jeg? — Hrepp- stjórinn gaut augunum einkennilega til Þorgerðar, og það var ekki laust við gletnishreim i röddinni þegar hann spurði. — Húsbóndi — tók Þorgerður upp eftir honum. Henni varð svarafátt, aldrei þessu vant. r— Ja, það er að segja, — það stend- ur hjerna í reglugerðinni að mjer beri að spyrja, að þessu, — formsius vegna. — Og Gunnar varð aftur liá- tíðlegur í rómnum. Þorgerður dæsti. — Jeg veit nú ekki betur en að hann Björn sje, og liafi altaf verið húsbóndi hjer á heim- ilinu. Ójá, ekki veit jeg til annars. — Þorgerður leit til Björns, og honum fanst sem einhver aðdáun, sem hann liafði aldrei sjeð fyr, skini úr augna- ráði hennar. Hann húsbóndi! Já víst var hann það. Sagði Þorgerður það ekki sjálf. Jú og það stóð nú meira að segja skrifað á manntalsskýrsl- una með hendi hrepstjórans sjálfs. Reyndar hafði honum nú stundum fundist annað uppi á teningnmn hjá Þorgerði, — en hvað um það. Nú fann hann alt i einu til máttar síns. Hann var sá sem rjeði og hann skyldi lika ráða; Ósjálfrátt rjetti hann úr sjer í sætinu. — Hreppstjórinn var nú búinn að skrásetja það sem skyldan bauð. Hann braut sarnan skjölin hægt og hátíð- lega og stakk þeim í brjóstvasann. — Hvernig er það kona? Fær mað- ur ekki kaffi? — spurði Björn valds- mannslega. Þorgerður leit undrandi til hans, — hún kannaðist ekki við þessa rödd. — Jú, jeg var með kaffi. — Þor- gerður var stutt i spuna. Hún fór fram og kom að vörmu spori með kaffi handa hreppstjóranum. Björn var ekki vanur þvi, að Þor- gerður gæfi honum kaffi með gestun- um, og liann hafði sætt sig við það liingað til. En nú gat hann ekki þol- að slíkt. — Á jeg ekki að fá kaffi eða hvað! Jeg er þyrstur. Nú vissi Þorgerður hreint ekkert livaðan á sig stóð veðrið. Hún glápti nara á Björn. Var hann með öllum mjalla? Ef hreppstjórinn hefði ekki verið, skyldi liún hafa lofað Birni að heyra guðspjall, dagsins; en al’ þvi svona stóð á þá ljet hún það biða, og fór og sótti bolla handa hon- um. Hún gat ekki að sjer gert að gefa honum aðvarandi augnatillit, þó hún sæi að það var þýðingarlaust. Tók hann jiar ekki þriðja sykurmolann, — hún sem aldrei skamtaði honum nema einn. — Meira kaffi — sagði Björn þeg- ar hann hafði lokið úr bollanum. Þorgerður roðnaði og dæsti við. — En svo varð henni litið til hrepp- stjórans, og hún fór fram og sókti ineira kaffi. Björn skeggræddi við hreppstjór- ann um landsins gagn og nauðsynj- ar, Þorgerður hlustaði á, og sem snöggvast datt henni í hug að eigin- lega færi nú Birni miklu betur að vera svona djarfmannlegur, og hún vildi nú eiginlega heldur hafa hann svona. En hún barði þá hugsun óð- ara niður, og heitstrengdi að hún skyldi tala svo rækilega við hann á eftir, að það liði á löngu þangað til hann færi að leika húsbónda aftur. En þó var eins og einhver löngun til þess, inst i huga hennar, að Björn sýndi nú einu sinni mannrænu og skammaðist á móti. —---------Hann Björn, sú horngrýtis rola, — það var nú svo sem helst hætta á þvi! — HreppSljórinn kvaddi. Björn fylgdi honum til dyra. — Þorgerður beið inni og sótti í sig veðrið. Björn kom inn. — Fjári er kalt úti. Svei mjer ef það setti ekki að mjer hálfgerðan liroll — Björn njeri hendurnar. — Svo-o — — Heyrðu heillin, áttu ekki meira kaffi á könnunni? — — Jú, vist er til meira kaffi. — — Gefðu mjer þá svolítinn sopa til að ná úr mjer hrollnum. —- — Þú færð ekkert kaffi — lireytti Þorgerður út úr sjer, og það var nístingskuldi í rödd hennar. Björn varð slcelkaður. Hann ætlaði að fara að biðja afsökunar af gömlr um vana, en þá mundi hann eftir því að hann var húsbóndinn. Hann rjetti úr sjer og reyndi að liorfa framan í konu sína. — Heyrðu góða min — sagði hann hikandi. — Er það ekki jeg sem á að ráða. Er það ekki jeg sem er hús- bóndi hjer á Gili? — Ha — Þorgerður reis á fætur, og Birni fanst sem eldur brynni úr augum hennar. — Þú húsbóndinn! Horngrýtis Frh. á b)ls. 10.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.