Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1931, Blaðsíða 8

Fálkinn - 13.06.1931, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Litlabeltisbrúin er stærsta mannvirkið, sem Danir hafa enn ráðist í að framkvæma. Síðan byrjað var á undirbún- ingi verksins eru þegar liðin nokkur ár, en nú er farinn að komast skriður á það. Fyrir nokkru var sökt í sjó undirstöð- unni undir fyrsta brúarslöpul- inn, sem bygður verður í sund- inu. Brú þessi verður hið mesta mannvirki og má vissulega telj- ast meðal merkustu brúa í heimi, er hún verður fullgerð. Og þrátt fyrir hinn gífurlega kostnað við þetta smíði, er samt talið, að brúin muni borga sig er fram líða stundir, því að um- ferðin er orðin svo mikil, bæði bifreiðaumferð og járnbrauta, cn hingað til hafa stórar eim- ferjur verið notaðar til þess að flytja allan farangur yfir sund- ið, svo og bíla og járnbrautar- vagna. Svo hátt verður brúin yf- ir sjó, að skip geta siglt undir án þess að vinda þurfi upp brúna. En með því að landið er lágt beggja vegna brúarinnar þarf að smáhækka vegarundir- slöðuna við brúarendana og gera mikla upphælckun: gera brú á þurru landi. Á efri mynd- inni sjest undirbúningur þessa verks: hefir verið slegið upp steypumótum fyrir steinbogana, sem gerðir verða við Snoghöj og fara smáhækkandi frá vegar- endanum og upp á fyrsta brúar- stöpulinn. Sjást tvö af þessum mótum til vinstri á myndinni en til hægri brúarstöpull, sem búið er að steypa neðsta hlut- ann af, en upp úr honum sjást járnböndin, sem komið hefir verið fyrir, til þess að styrkja steypuna. Á miðri myndinni er verið að slá upp mótum fyrir þriðja steypubogann. — Á neðri myndinni sjest undirstaðan undir fyrsta brúarstöplinum. Var það kassi einn mikill úr steinsteypu, sem gerður var á þurru landi, en síðan fluttur út á sjó og sökt þar. Vegur hann 6000 smálestir. Alt í kringum kassann var sökt gildum járn- sivalningum og þeir festir sam- an að ofan og neðan. Ofan á þessa steinkistu verður svo stöpullinn steyptur, þangað til komið er í fulla hæð. Þetta mannvirki reynir mjög á hug- vitssemi og dugnað verkfræð- inganna, því að þarna verður að nota ýmsar aðferðir, sem áið- ur hafa ekki verið reyndar. En þegar brúin er fullgerð og sýn- ir að hún standist náttúruöflin verður hún fagurt minnismerki um verklega kunnáttu dönsku þjóðarinnar nú á tímum,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.