Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1931, Blaðsíða 14

Fálkinn - 13.06.1931, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N M inn áður en hann nær í yður“. „Hvar á jeg að ná í hann?“ spurði Jimmy brosandi og stóð upp. „Hann bíður eftir yður“, svaraði Nippy, „fyrir utan dyrnar. Góða ánægju!“ Jimmy gekk út á götuna, hnakkakertur og ánægður. Hver einstakur af þeim tug landeyðna, sem voru þarna á götunni gat verið skammbyssumaðurinn, en er hann leit yfir liópinn sá hann ekki neitt andlit, sem hann kannaðist við. Hann gekk árvakur yfir að aðalgötunni, og er hann staðnæmdist við búðarglugga og Ijet sem hann væri að skoða vörurnar þar, leil liann snögt við. Hann hafði bókstaflega talað ljósmyndað livern einasta mann í liópnum. Nú kom hann auga á manninn, sem liann liafði tekið eftir að hjelt vörð við veitingakrána. Það var þrek- vaxinn maður með harðan hatt í hnakkan- um og bláan silkiklút um liálsinn i flibba stað. Hann tottaði hugsandi stuttan vindil- stúf og stóð líka og horfði í glugga. Jim hugsaði ráð sitt í flýti. Fregnin um hand- töku Browns mundi verða komin út, og þessi maður mundi ekki veita honum eft- irför nema hann ætlaði sjer að láta skríða til skarar. Hann komst inn í Wardour Street, beygði snögt fyrir hornið og hjelt livatlega áfram. Þegar hann leit við sá hann manninn koma i hægðum sínum fyrir hornið. Hann var með báðar hendur í buxnavösunum. Jimmy litaðist um til beggja handa og sá lögreglu- þjón koma á móti sjer, en hinn maðurinn sá líka lögregluþjóninn og skundaði úr vegi þvert yfir akbrautina. Augnablikið var komið og Jimmy snaraði sjer við til þess að snúa að óvini sínum, en hann virtist ekki láta lögreglufultrúann sig neinu skifta eða veita því athygli, að liann væri að búa sig undir atlögu, heldur gekk raulandi áfram. Hann fór fram hjá lögregluþjóninum og staðnæmdist svo á næsta götuhorni. „Hvellur!“ Hvergi var púðurreyk að sjá, heldur lieyrðist aðeins hvinur af kúlu, eins og tappi væri dreginn úr flösku. Kúlan lenti í ljós- kera stólpa og í búðarglugga einum brotn- aði rúðan í mjel. Skammbyssumaðurinn sneri við og þaut af stað eins og örskot, og þegar Jim og lögregluþjónninn komu á liorn- ig var hann horfinn. XIV. KAPlTULI. Lawford Collett átti heima í Park Lane og úr gluggunum i litlu íbúðinni sinni gat liann sjeð yfir nokurn hluta Hyde Park. Hann hafð fremur lítið að gera, var með afbrigðum fálátur, erfitt að vita hvar mað- ur hafði hann og átti mjög fáa vini. Hann var talinn glöggur en um of friðsamlegur lagamaður, sem hafði mikið dálæti á að sætta menn. Collett rjeð fram úr flestum þeim málum, sem hann hafði til meðferðar, án þess að leita til dómstólanna, enda kann- aðist liann opinberlega við það, að hann hafði megnustu skömm á kviðdómendum og gerði sjer alls ekki háar liugmyndir um þá málafærslumenn, sem mest orð fór af meðal almennings. Skrifstofa hans var í Henrietta Street, og hún var ennþá iburðarminni en íbúðin hans. Hann hafði haft þessa skrifstofu áfram eftir að hann var orðinn vel stæður, þó að hon- um hefði verið leikur einn að ná í betri skrifstofu, sem hefði hæft betur núverandi ástæðum hans. Það var alkunna, að hann var eini lög- fræðingurinn í London, sem liafði lag á þvi að máta Kupie og þessvegna þyrptust fórn- ardýr Kupies að hinni óvistlegu skrifstofu hans eins og flugur að ljósi, í von um að honum mundi veitast eins ljett að ráða fram úr vandræðum þeirra eins og að bjarga Sir John Diller úr klípunni, sem hann liafði lcomist í hjá Kupie. Sir Jolin var einn af fyrstu fórnardýrunum; Kupie liafði komist yfir hrjef, sem ekki voru Sir John til neins vegsauka, en Lawford Collett liafði náð í þau aítur, án þess að Sir Jolm þyrfti að horga túskilding fyrir, nema þessi pund, sem hann með glöðu geði hafði bórgað lög- manninum í ómakslaun. Hann sat við að pára niður á minnisblað þegar honum var tilkynt, að Jimmy óskaði að ná tali af honum. „Gerið þjer svo vel að fá yður sæti, Sepping. Það er svo langt síð- an lögreglan hefir sýnt mjer þann heiður að heimsækja mig að jeg er búinn að gleyma hvernig maður á að ávarpa liana. Viljið þjer reykja, eða má bjóða yður glas, eða hvorttveggja? Hvað segið þjer annars i frjettum? Hafið þjer fundið þennan þorp- ara, Parker, eða livað hann heitir?“ „Nei“, svaraði Jimmy. „Og það er vitanlega þýðingarlaust að spyrja hvort þjer hafið fundið Walton — hvernig stendur annars á þessu með Wal- ton, Sepping?“ Hann tók sjer langan og mjóan vindil og kveikti í. Það var ljelegur vindill og Jimmy hauð við lyktinni, en það var alkunna, að smekkur Colletts á tóbaki var afar einkennilegur. „Það er ekkert að frjetta af Parker og Rex vantar allar“, svaraði Jimmy opinskátt. Collett horfi á gestinn. „Það munaði vist minstu að þjer hyrfuð líka, ef trúa má kvöldblöðunum“, mælli hann alvarlega. „Ekki svo að skilja að jeg taki þessar frá- sagnir alt of alvarlega. Náðuð þjer í mann- inn, sem skaut á yður?“ „Nei, hann livarf. Það liggur við að það sje eins og allir, sem við þennan Kujiie eru riðnir geti hrugðið yfir sig liuliðshjálmi. Við höfum þrautleitað i liverju einasta húsi i götunni, brölt niður i kjallarana og klifrað upp á þökin, en ,gulgrafarinn‘ —“ „Gullgrafarinn ?“ endurtók hann með á- huga. „Já, hann gengur undir þvi nafni. Hann er ástralskur glæpamaður, sem Ameriku- lögreglan þekl*ir betur en við; liann liefir setið þó nokkur ár í Sing Sing. Jeg kom hingað til þess að tala við yður, Collett, af því að mjer datt í liug, að þjer mynduð þekkja marga þorpara borgarinnar út af störfum yðar lijer“. Lawford Collett hrosti blíðléga. „Þorp- aratískan breytist ár frá ári“, sagði liann, „og auk þess eru þeir ekki langlífir. Jeg held að það sjeu ekki á lífi nú svo mikið sem tveir menn af þeim, sem jeg liafði afskifti af á fyrstu málaflutningsárum mínum, að minsta kosti ekki nema í svartholinu. En eins og þjer vitið fæst jeg ekki við þau störf nú orðið, jeg kem ekki annarsstaðar en í lögreglurjettinn þegar einliver ríkur oflátungur liefir verið kærður fyrir að aka bíl drukkinn. Þá næ jeg í nægilega mörg falsvitni, annaðhvort til þess að hjarga manninum úr klóm lögreglunnar eða til þess að fá dómnum kollvarpað við liærri og mildari dómstól““ „Hafið þjer nokkurntíma rekist á Parker, öðru nafni Joe Felman?" Collett hristi höfuðið. „Jeg liefi kvnt mjer sögu Felmans", sagði hann, „og tekið eftir að liann hefir oftast verið sakfeldur af kvið- dómi. Jeg get ekki enn fengið mig til að trúa, að þessi gamli meinleysislegi maður geti verið fyrst aflokks fjárþvingari“. „Ilaldið þjer að hann sje Kupie, spurði Jim lireiskilnislega. „Jeg veit ekki“. Collett virtist hugsandi. „Rithönd hans líkist að vísu mjög þeirri, sem notuð er á brjefum Kupies. En það eru einskonar jirentstafir, sem allir geta skrifað. Þegar á alt er litið finsl mjer sennilegra, að Parker eða Joe Felman, sje aðeins lepp- ur. I fyrsta lagi held jeg ekki, að Felman sje hugrakkur maður. Dora sagði mjer, að nóttina sem innbrotið var á Portland Place, hafði brytinn verið svo hræddur að liann nötraði á beinunum. Og það virðist ekki vera líkt Kupie? Eftir því sem mjer virðist er Kupie fífldjarfur maður“. „Það var annað, sem jeg gjarnan vildi spyrja yður um, Collett“, sagði Jim. „Ilefir nokkurntíma verið brotist inn á skrifstof- una yðar“. Lawford Collett lileyiiti brúnum. „Nei, það er nú eitthvað annað!“ sagði hann. „Því skyldi vera hrotist inn hjá mjer? Innbrots- þjófar kæra sig ekki um málaflutnings- skrifstofur“. „Þar skjátlast yður“, sagði Jim rólega, því að síðustu tvö árin hefir verið lirotist inn hjá nálega öllum málsmetandi mála- flutningsmönnum í London og mörgum úti á landi“ Lawford Collett rjetti úr sjer i stólnum. „Er þetta alvara yðar? Jeg hefi aldrei sjeð þess getið í blöðunum — nei, vitanlega, það mundi eltki koma fram þar, því að fólk i minni stjett kærir sig ekki um að gefa blöð- unum upplýsingar. En er þetta satt?“ Jim kinkaði kolli. „Við Dicker komust- uni að þessu af skýrslum, sem lögreglan hafði gert. Og það er merkilegt, að enginn liefir sett Kupie i sambánd við þessi inn- brot“. „En það gerið þjer?“ svaraði liann fljótt. „Það geri jeg“, svaraði Jim. „1 hvert ein- asta sldfti, sem Kupie hefir valið sjer mann eða konu að fórnardýri, liöfum við getað sannað, að nokkrum vikum eða mánuðum áður liefir verið gert innbrot hjá málaflutn- ingsmanni viðkomandi persónu. Svona var það lika um ógæfusama unga stúlku, sem framdi sjálfsmorð fyrir nokkrum árum“. Ilann nefndi ekki nafnið á fyrri unnustu Rex. Collett sat þegjandi nokkrar mínútur, en velti málinu auðsjáanlega fyrir sjer. „Það er merkilegt“, sagði hann svo. „En vitan- lega, úr því að þjer hafið rannsakað málið þá er loku skotið fyrir það, að lijer sje um tilviljanir að ræða. Eitt er vist og það er, að jeg hefi haft málflutning fyrir að minsta kosti eitt af fórnardýrum Kupies, en lijer liefir aldrei verið gert innbrot. En hvað það snertir þá vona jeg að þjer minnist ekki á þetta við Coleman frænda, því að þá kemur hann og heimtar öll plögg sín og fjölskyldu

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.