Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1931, Blaðsíða 10

Fálkinn - 13.06.1931, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N Komið eða skrifið tU URO-GLER okkar.------- sem útiloka hina skaðlegu Ijósgeysla. Ókeypis gler- augnamátun. IEina verslunin sem hefir sjerstaka ran- sóknarstofu með ðil- um nýtísku áhöldum. langavegs Apotek. Ö „Sirius“ súkkulaði og kakó- Ö duft velja allir smekkmenn. í 5 Gætið vörumerkisins. B R A S S O tægilögir sr óviSjafnanlegur ó kopar, eir, tin, aluminium o.s.frv. B R A S S O er notaSur meir meS ári hverju, sem er aS þakka ágæti hans. Fæst í öllum verslunum. Miklar birgðir ávait fyrirliggjandi af nýtisku hönskum í Hanskabuðinni Foreldrar. Varist í sífellu aS taka taka barniS upp úr rúminu og bera þaS um í herberginu. KaupiS MæSrabókina eftir Prófessor Mon- rad. Kostar 3.75. VILJIÐ ÞJER Þessi mynd er VERÐA FALLEG? ekki tekin úr -------—......— auglýsingablaSi fyrir fegurSarmeðul, heldur úr lækna- tímariti. Báðar myndirnar eru af sömu konunni, sem ljet sjerfræðing gera á sjer skurði til þess að verða fögur í annað sinn. Var það þýskur læknir sem þetta gerði, en þeim er ótrúlega sýnt að geta breytt andlits- falli fólks til betri vegar. Á mynd- inni til vinstri eru andlitsvöðvarnir slapandi og hörundið hrukkótt. En lækninum tókst að stæla vöðvana og eyða hrukkunum, hann skar burt gúl- ona og fylti í lautirnar, eins og hann væri að vinna áð þúfnasljettun, og myndin til hægri ber með sjer hver árangurinn varð. Jeg elska - ð 28 málnm. Fyrirsögnin er ef til vill nokkuð kynleg, svona í fljótu bragði, en margra hluta vegna getur verið gott að kunna hið merkilega orð á ýms- um málum. Einkanlega er það óneit- anlega þægilegt fyrir þá, sem ferS- ast mikið og vita aldrei hvenær þeir kunna að þurfa á því að halda að opinbera leyndustu tilfinningar sínar. „Jeg elska“ er á þýsku: Ich liebe. Ensku: I love. llússnesku: Ljublju. Frönsku: J’aime. Grísku: Agapo. Holl- ensku: Ik heb lief. Pólsku: Kocham. ílölsku, spönsku og portúgölsku: Amo. Rúmensku: En illoseo. Tyrknesku: Sere jorum. Ungversku: Varok. Bret- nesku: Karan. Baskisku: Maitat- zender. Persnesku: Dost darem. Arabisku (Algier): Nehabb. Arabisku (Egyptalandi) Nef al. Armenisku: Gesirem. Hindustan: Main pjar karta. Kambodscha: Kuhhom sreland. Ana- mitisku: For thu ’o ’ng. Kínversku: Ouo huhuang, Japönsku: Watakusi \va suki mas. Malæisku: Sabaja soka. Bengölsku: Ami bhala baschi. Tamul isku: Enako — pirijam. ----x----- MANNTALIÐ, frh. af bls. 7. hengilmænan þín? Þú húsbóndinn sísofandi og sijetandi rola, Þú-- Þorgerður dæsti og bljes af ákafa. — Heyrðu góða mín — jeg meinti eiginlega ekki neitt.------En þú sagðir — þú sagðir sjálf svo hrepp- stjórinn heyrSi------ Þorgerði varð orðfall sem snöggv- ast. Ætlaði karlbjálfinn að gefast upp svona mótstöðulaust,------hún hafði þó hálft um hálft vonað------ — Þú meintir ekki neitt! — Þú meinar aldrei neitt! — — Þú ert meiningarlaus gauð, sem hvert barn getur hnoðað milli handanna. — — Þú hefir altaf verið og verður altaf mjer til skammar og skapraunar — Þorgerður gekk fet fram við hverja setningu. Birni fanst hvert orð hitta sig eins og hnefahögg. Hann kiknaði saman undir hinu ógurlega augnaráði konu sinnar, og fyrir hvert spor sem hún gekk áfraiú, gekk hann tvö aflur á bak. Þannig barst leikurinn út að bað- stofudyrunum. AnnaShvort hefir Þorgerður veriS að þrotum komin meS nógu kröftug skammaryrði eða hún hefir ekki haft brjóst í sjer til þess að rausa meira af þeim yfir þessa mannrolu, sem forlögin og presturinn höfðu ákveð- ið að hún skyldi búa með í „heilögu hjónabandi“. Hún greip því i öxl Björns, hristi hann duglega til og hrinti honum svo öfugum út um bað- stofudyrnar. Svo skelti hún aftur hurðinni. —■ Björn skreiddist á lappirnar. Hann hafði dottið, en ómeiddur var hann. — Mikill árvítans ofsi gat hafa hlaup- ið í manneskjuna, — oft hafði hún nú afleit verið. Hann gekk út í heygarðinn. Nú mundi hann alt í einu eftir hol- unni í heystálinu. — Þvílík óhepni. — Eins og stálið var þó fallegt,-- eggsljett frá gólfi og og upp í torf. Og Björn fór að leysa i fjórmeis- ana. ---x----- EITRAÐI DRYKKURINN. í Gerhardsfelde rjett hjá Tilsit skeði fyrir nokkru siðan leiðinlegur atburður við brúðkaupsveislu eina. Þegar brúðkaupið stóð sem hæst kom póstur með símskeyti. Brúðurin bauð honum áð fá sjer glas af líkjör. En samstundis og hann hafði tæmt glas- ið hnje hann niður og engdist sundur og saman af kvölum. Læknir var sótt- ur, og samtímis voru dreggjarnar i glasinu rannsakaðar. Kom þá í Ijós Ferrosan er bragðgott og styrkjandi járnmeðal og ágætt meðal við blóðleysi og taugaveiklun. Fæst í öilum lyf jabúðum í glösum á 500 gr. Yerð 2.50 glasið. VAN HOUTENS konfekt og átsúkkulaði er annálað um alian heim fyrir gæði. Alislenskt fyrirtæki. Allsk. bruna- og sjó-vátryggingar. Hvergi betri nje áreiöanlegri viöskiiti. Leitiö upplýsinga hjá nœsta umboðsmanni. Vandlátar húsmæður kaupa Hjartaás- smjörlíkið. að manninum hafði verið boðin kar- bólsýra í stað líkjörsins. Þetta ógur- lega óhapp vildi til af þvi að karból- sýran hafði verið sett i líkjörsflösku og siðan tekin frain með drykkjar- föngunum. Brúðurin, sem sjálf liafði rjett póslinum glasið varð svo frá sjer numin af skelfingu yfir þessu atviki að hún ætláði að kasta sjer út um gluggann. Pósturinn dó. -----x-----

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.