Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1931, Blaðsíða 11

Fálkinn - 13.06.1931, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Yngstu lesendurnir. Nokkurir leikir og lítil saga. Fáðu þjer tvö sætamauksglös, ann- að stórt en hitt lítið. Heltu stóra glas- ið hálffult af vatni. Þarnæst býrðu tii dálitla kork eða trjeplötu og legg- ur hana á vatnið og skerð út trje- mynd og setur ofan á plötuna (X). Spurðu svo einhvern fjelag þinn hvort hann geti dýft myndinni nið- ur i botn á glasinu án þess að liún vökni. Hann segir náttúrlega nei, — en það er hægt! Taktu litla tóma glasið, hvolfdu þvi yfir plötuna (Z) og þrýstu á þangað til hún er komin í botn, myndin vöknar ekki, og þú hefir leyst þessa þraut! Hversvegna fyllist ekki litla glas- ið af vatni? Að blúsa til peningum. Komdu einhverjum peningi, t. d. tieyringi fyrir á röndinni á ölglasi. Spurðu síðan hvort það sje nokkur, sem geti blásið tíeyringinn alveg yf- ir á hinn kantinn. Það mun brátt koma í ljós, að allir biása á tíeyringinn velta honum nið- ur i glasið, og þá er best að þú sýn- ir þeim hvernig farið er að þvi. Þú gengur alveg að glasinu, hefir varirnar fastar við myntina og í sömu hæð og blæst siðan snöggt og fast. Sje það gjört á rjettan liátt hepnast þjer það. En þú getur það. Þú vefur upp pappírinn öðrumegin. Þegar þú ert kominn að glasinu heldur þú áfram að vefja, glasið færist til svo þú nærð pappírnum auðveldlega, og þú hefir leyst ennþá eina þraut. Svo er það sagan: Óþægi kjúklingurinn. Það var einu sinni svolítill, kjúk- lingur, sem var óttalega óhlýðinn. Alt, sem mamma hans sagði ljet hann sem vind um eyrun þjóta og gerði meira að segja alt þver öfugt við það sem hann átti að gera. Dag nokkurn, í glaða sólskini, sagði hænan: „í dag er ágætis orma- veður, nú skulum við fara inn i ald- ingarðinn og fá okkur góða máltíð!“ En litli kjúklingurinn galaði og gerði sig merkilegan, alveg eins og hann hafði sjeð hanann gera. „Þegiðu, kjáninn þinn“, sagði móðirin byrst, „þú hræðir alla orm- ana, svo við náum ekki í þá!“ En kjúklingurinn gól og vældi þangað til enginn ormur var orðinn eftir í aldingarðinum. Mamma hans hjó laglega i hnakka- drambið á honum og svo fór hún með allan flokkinn að leita orma á öðrum stað. Þau lcomu að tjörninni þar sem endurnar áttu heima, og hænan sagði við ungana: „Þetta er heims- hafið, yfir það kemst enginn, ekki einu sinni haninn!“ En óþektarormurinn litli vildi reyna vængi sína, sem engir voru og sagði við mömmu sína: „Sjáðu endurnar; ekki eru þær hræddar!“ „Það er munur á öndum og hænsn- um“, sagði hænan, „heiðvirð hæna anar ekki út í vatnspytti“. En litli kjúklingurinn gat ekki á sjer setið, hann stökk út í og lá og kútveltist í tjörninni. Ef að ekki hefði borið að lítinn dreng í sama bili, myndi hann hafa druknað þarna. Litli drengurinn greip hann og. bjargaði honum í land. Svo hjeldu þau áfram' ferðinni. Bak við fjósið var stór heysáta. „Þetta er fjall“, sagði hænan, „Sá, sem upp á það fer getur sjeð yfir alla veröldina, en það er líka hætta getur verið jeg sé gamaldags“ Þvottar mínir veróa hvítari meó RINSO LKVBR OROTHERI LIMITtO l*ORT lUNLIðHT, ENOLAND. segir húsmóðirin „En jeg er ekki svo heimsk, að jeg snui baki við einhverju góðu, af þvi það er nýtt. Til dæmis Rinso. Gamla aðfer- ðin, að núa og nudda tímum saman og brúka sterk bleikjuefni til að gera þvot- tana hvita, vann verkið helmingi ver en Rinso. Rinso gefur ljómandi sápusudd, nær út öllum óhreinindum og gerir þvottana hvíta. Þeir þurfa enga bleikju og endast því miklu lengur. Fylgdu með tímanum eins og jeg og ývoðu með Rinso.“ Er aðeins selt i pökkum — aldrei umbúðalaust Lítill pakki—30 aura Stór pakki —55 aura W-R 23-047* á að sá, sem þangað fer sjáist, og þessvegna er það enginn nema han- inn, sem vogar sjer upp á fjalJið". Kjúklingurinn var ekki alveg af baki dottinn. Hann klifraði upp á sátuna því hann vildi sjá yfir alla veröldina. En rjett í sama bili og hann var kominn upp kom haukur og hremdi hann. Svona fór nú það. ----x---- Felumynd. Smalinn situr og syngur. Hann sjer ekki örninn, sem svífur yfir kinda- hópnum hans. Sjerð þú hann? Ennþá ein þraut. Legðu pappirsmiða á borðið. Settu vatnsglas ofan á — og legðu fimm- eyring á röndina á glasinu. Það sem þú nú átt að gera er að ná pappirnum undan glasinu án þess að fimmeyringurinn detti af rönd- inni. Þetta geta fáir. I M á I n i n g a - \ vörur : : í Veggfóður j i : Landsins stærsta úrval. » MÁLARINN « Reykjarfk. Það munaði minstu að illa fœri. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.