Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1931, Blaðsíða 13

Fálkinn - 13.06.1931, Blaðsíða 13
F Á L Iv I N N 13 Stórfeld Wienar-nýung: Hárliðnnarareiðan Heimseinkaleyfi, verndað í öllum menningarlöndum. Með almennri greiðu Þessi greiða liðar og viðheldur lið- un hárs yðar, ef þjer aðeins notið hana daglega. Þjer fáið indæla hár- liðun þegar við fyrstu notkun. Á- byrgjumst góðan árangur og holl á- hrif. Höfum hundruð þakkarbrjefa frá ánægðum notendum, meðal ann- ars frægum kvikmyndaleikkonum. „Viena“-greiðan er ómissandi öllum konum og körlum, sem vilja láta hár- ið fara vel. Verð d. kr. 2.50 að við- bættu burðargjaldi, 2 stk. burðar- gjaldsfrítt. Send gegn póstkröfu.... Notkunarfyrirsögn fylgir. Wiener Kosmetisk Industri Skandinavisk Depot Köbmagergade 46 Köbenhavn K. FLIK FLAK I. Brynjólfsson & Kvaran. iiJiL Horfna miljónin. Skáldsaga eftir Edgar Wallace. „ í hvers þjónustu eruð þjer? Hvað gerð- uð þjer?“ Hæðnisbros kom á svarta andlitið. „Hald- ið þjer, að jeg mundi sleppa betur, ef jeg segði yður það? spurði hann. „Nei, lierra þefari, þjer veiðið ekkeri upp úr mjer. Þrjú ár í steininum eru himnariki móts við það, sem biði þess manns, sem kjaftaði frá í því máli. En haldið þjer annars að sá, sem rjeði mig í vinnu, liafi fengið mjer nafnspjaldið sitt til þess að afhenda fyrsta lögregludólg- inum, sem jeg hitti?“ „Var það Joe Felman?“ spurði Jimmy að óvörum og liorfði grandgæfilega á manninn, og liann þóttist vera viss um, að það kom á hann við spurninguna. „Joe? Jeg veit ekkert um Joe. Haldið þjer að jeg sje einskonar upplýsingastofa, Sepp- ing? Enginn hefir sjeð Joe í mörg ár“. „Það er lýgi“, sagði Jim rólega. „ Joe hef- ir verið bryti lijá Coleman á Portland Pláce en er nú horfinn“. Hann sá að fanginn hnyklaði brúnirnar en að vörmu spori hýrnaði hann á svipinn aft- ur. „Já, jeg þori að veðja um, að hann lief- ir verið horfinn þegar þjer uppgötvuðuð hvar hann átti heima!“ sagði Brown, ögr- andi. „Hvenær livarf hann, Sepping?“ Þetta var athyglisvert. Hann hafði sagt þorparanum nokkuð, sem liann ekki vissi fyrir, og það var augljóst að þetta með Park- er skifti hann einhverju. Hversvegna? Og alt í einu vissi Jimmy, að það hlaut að vera Felman, sem hafði sett Brown til þess að gæta liúss Waltons og hann sagði:: „Þjer getið eins vel meðgengið þetta undir eins, hann sagði frá öHu áður en hann hvarf“. En Brown var of leikinn til þess að láta ginnast: „Hann um það hvort hann kjaftar frá“, svaraði liann, „en varið þjer yður, Sepp- ing, því þetta mál getið þjer ekki ráðið við“. Og Jinnny fór út frá honum. XIII. KAPÍTULI Morguninn eftir ákvað Jim Sepping að finna Nippy Knowles í von um að veiða eitt- hvað um Felman upp úr honum. Knowles var ekki heima þege Jimmy kom, og húsmóðirin sór og sárt við lagði að hún hefði enga hugmynd um, livar liann væri niður komimi, hvenær Iiann kæmi eða hve- nær liann liefði farið út. En Jim vissi að það voru þrír staðir, sem oft borgaði sig að leita að Nippy á, og lionum tókst að finna hann á knæpu einni i Solio. Rauðhærði gosinn kílcti á hánn yfir gleraugun, þegar hann kom inn. „Góðan daginn, fulltrúi“, mælti hann glaðlega. „Er nokkuð að frjetta af Walton? Jeg hefi lesið blöðin og mjer finst þetta ljóta málið. Haldið þjer að hann hafi orðið brjál- aður alt í einu?“ „Það er mjög óliklegt, Nippy“, sagði Jim og settist, „og jeg held að mjer talcist að finna hann. Hann var kunningi yðar, var ekki svo?“ „Ekki beinlínis kunningi“, svaraði Nippy, en hann kom kurteislega fram. En það eru ekki margir borgarar, sem það gera. Með borgurum á jeg við fólk, sem ekki stundar okkar atvinnugrein. Jeg var í kreppu þá, og hann lánaði mjer peninga og gaf mjer góð ráð. Hefði jeg hlýtt þeim“, — hann drakk ölið sitt hægt og setti tómt glasið á borðið og liorfði raunalega á það — „hefði jeg hlýtt þeim, þá liefði Júlía aldrei komist í leikinn. Og jeg hefði verið ærlegur maður, sem hefði farið á fætur kl. 6 á morgnana og unnið til sex á kvöldin og haft nægilega miklar tekj- ur til þess að halda líkama og sál i horfinu, í staðinn fyrir að nú er jeg ræfils garmur, sem liefi nóg af peningum og get farið að hátta þegar mjer sýnist. Jim liallaði sjer fram yfir borðið og lækk- aði róminn: „Nippy, hvar er Joe Felman?“ Nippy leit upp, en augun voru eins og í freðisu: „Jeg kannast ekki við það nafn“. Hann laug og Jimmy vissi það. „Hvað gerir liann?“ „Hann þvingar fje af fólki“, sagði Jim en Nippy hristi höfuðið. „Þesskonar fólk þekki jeg ekki, og vil ekki hitta. Það er óþverra at- vinna, og verður altaf. Þessi Joe Felman var versti hófinn í hópnum sem hefir sett met i þessum ósóma“. Jimmy tók ekki eftir ósamræminu i orð- um Nippy en sagði aðeins: „Hann var í þjón- ustu Colemans á Portland Place“. Innbrotsþjófurinn kinkaði kolli. „Er hann horfinn? Ef svo er þá get jeg ekki vísað á hann. Jeg veit að hann hefir ekki sjest lijer i borginni um tíma, en liann hefir fengið tvo skammbyssumenn til þess að gera fyrir sig lítinn hlut“. „Var ekki Ferringdon Brown annar þeirra?“ spurði Jim. „Jeg tók hann fastan í morgun“. „Er það satt?“ mælti Nippy kurteislega. „Jeg ber enga virðingu fyrir skammbyssu- mönnum. Hefi yfirleitt ekkert álit á mönn- um, scm ganga vopnaðir. Það er ragmenska. Ef lögregluþjónn kemur manni á óvart, þá er hans að hirða mann, ekki rjett? Það er skömm að því, að drepa mann fyrir að gera skyldu sína. Jeg sá liinn skammbyssumann- inn í gær; hann var hjerna inni — og liann er sá verri. Þjer þekkið liann kannske; ef þjer þekldð hann ekki þá get jeg elcki gefið yður neinar upplýsingar um hann, því að það kemur mjer ekki við, en það get jeg sagt yður, að ef Joe er horfinn, þá vita þess- ir kumpánar um hanný Hann liallaði sjer aft- ur í stólnum, tyggjandi tannstöngul og horfði út í bláinn, svo sagði hann hvislandi: „Þjer standið á lista Kupies, en ef þjer viljið hafa mitt ráð þá náið i hinn skammbyssumann-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.