Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1931, Blaðsíða 3

Fálkinn - 13.06.1931, Blaðsíða 3
F A L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. BlaSið kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Augtýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Þú kemur á mannamót, ert í hópi manna á ferðalagi og hlustar á sam- ræður. Þú getur ekki komist hjá að hlusta á þær, því að þeir sem tala lægja ekki raustina. En þetta sem þú heyrir talað er svo innantómt og tilgangslaust, að þig furðar á, að fólkið skuli ekki heldur kjósa að þegja. Það sem sagt er sýnir nær alt- af, að þeim sem talar, er ekkert inn- anbrjósts og ekkert að baki orðunum. Og oft fer á sama liátt þó að þú sitjir heima í stofunni hjá kunn- ingjum þínum, þar sem ætla mætti að veigameira umræðuefni væri í fyrirrúmi. Víðast hvar fer á sama hátt. Veðrið, leikhús, bío, mannorð náungans og syndir stjórnarinnar eða afrek er umtalsefnið, en sje brotið upp á einliverju, sem nauðsyn- legt er að hugsa um, til þess að geta talað um það, þá er venjan sú, að málið er tekið út af dagskrá með ein- hverju orðatiltæki, sem þá stundina er notað sem svar við öllu, sem menn geta ekki svarað hugsunar- Laust. En meðal þessa fólks, þessa mjóg- talandi fólks lærir maður gildi þagn- arinnar, á sama hátt og hann lærir að meta hirðusemi þegar hann sjer vanhirðu, sein honum blöskrar, stillr ingu við að sjá mann, sem ekki get- ur stjórnað sjer og alvöru við að sjá andvaralausa menn. Maður, sem hefst við innan um eintóma hugsun- arleysingja kemst ekki hjá þvi að luigsa. Nú er það svo, að hið ókyrra nú- tímalíf þreytir manninn svo, að hann vill hafa næði þegar hann hefir lok ið dagsverkinu. KaupsýsLumaðurinn hugsar allan daginn á skrifstofunni sinni og vill helst livíla sig á að hugsa, þegar hann kemur heim. Þá talar hann um það hversdagslegasta og ies reyfara, því að það livilir. Það er sagt, að orðin sjeu til þess að Icyna hugsuninni. En það mætti fremur segja, að orðin væru til þess að leyna því, að maðurinn geti ekki hugsað eða nenni ekki að hugsa. „Hugsaðu áður en þú talar“, var sagt í eina tíð, en nú mætti segja: Talaðu til þess að komast hjá að hugsa. Önnum kafni nútíðamaðurinn ælti því að forðast að umgangast hina mjögtalandi, þvi að meðal þeirra lærir hánn að þegja, og þögnin kennir manninum að hugsa. En þá mun spurt (ef hugsað er svo laugt): Ei við forðumst umgengni við hina talandi þá er ekkert fyrir nema ein- veran og þá tekur líka þögnin við. En timinn sjer við öllu. Settu plötu á grammófóninn og láttu hann tala við þig. Hann endurtekur altaf það sama, eins og fólkið sem talar mest. Irækinn iþrúttagarpur. Einmenningskeppni í fimleikum fór fram 6. f. m. i fimleikahúsi í. R. Aðeins fjórir menn tóku þátt í henni: Jón Jóhannesson, Ólafur Tryggva- son, Ósvaldur Knudsen og Tryggvi Magnússon. Allir eru þeir í í. R. og er illa farið, að önnur fjelög skyldu draga sig í hlje. 'Eryggvi Magnússon hefir tvö síð- ustu ár borið sigur úr býtum, í ein- tnenningskeppninni, en ti!l þess að vinna til eignar bikar þann, sem kept er um, þarf að vinna hann þrjú skifti i röð. í jjetta sinn urðu úrslitin þannig: Ósvaldur Knudsení . . 'ií)2,12 stig Tryggvi Magnússon . . . Í8'i,6f> — Jón Jóhannesson . . . . k77,10 — Ólafur Tryggvason . . . 428,09 — Ósvaldur varð þannig Mutskarp- astur og hlaut bikarinn og meistara- nafnbótina. ósvaldur gekk i í. R. 1914 og hefir einatt verið einn af ágætustu fjelög- um þess. Auk fimleika hefir hann stundað margar aðrar iþróttir; er mjög rómaður, sem góður knatt- spyrnumaður, og hefir getið sjer góðan orðstír fyrir spretthlaup og stökk. Um eitt skeið átti hann ísl. met í hástökki 170 cm. og sje þess gœtt, að hann stökk með prýðileg- um fimleikastil, er auðsætt afburða- maður han er í þeirri í þrótt, enda nnin hctnn þar eigaj fáa jafningja, bœði hjer á landi og þótt víðar væri leitað. Skautahlaup og skíðafarir stundar hann með áhuga, og er vel fær i hvortveggja, á snmrin ferðast hann titt um fjöll og óbygðir og er þá oft 'langförull. Gleymir hann þá ekki að hafa með sjer veiðistöngina og 'ijósmyndavjelina, þvi hann er ágæt- is veiðimaður og margar af myndum hans eru meðal þeirra bestu, sem við eigum af ísl. náttúru. Að vísu er Ósvald góðum hæfi- leikum gæddur til íþrótta, en þeir einir myndu þó ná skamt. En hann hefir og annað til brunns að bera, þrautseigju og viljafestu í hverju þvi, sem lxann tekur sjer fyrir. Það eru þessir eiginleikar og háttprýði öll, sem hafa skapað honum virðingu meðal fjelaga lians, bæði á leik- vanginum og lwar sem hann fer, eiginleikar sem eru hvers manns besta eign. R. íslenskir Grænlandsfarar. Fyrir rúmum hálfum mánuði fór Jón Jónsson frá Laug í Bisk- upsungum til Kaupmannahafn- ar áleiðis til Grænlands. Hafði hann með sjer hesta er hann hafði keypt hjer og á að nota til flutninga frá sjó og upp að bælástöð Grænlandsleiðangurs- ins þýslai fyrir ofan Umanak- fjörð og stjórnar Jón þeim flutn ingum. Þrátt fyrir hið sorglega fráfall Wegeners prófessors og Grænlendingsins Rasmus, held- ur leiðangurinn áfram vísinda- slarfsemi sinni eins og áður. Myndin er tekin af hafnarbakk- anum í Reykjavík, þegar verið er að taka hestana um borð í skipið og sjest Jón á þilfarinu t. h. á myndinni. Alfred D. Ijósm. Kritsján Sæmundsson, Lindar- götu 2, verður sextugur 15. jání. Sigfús Jónsson frá Vatnsnesi varð sjötugur 29. f. m. aldrei vinnufólk, en alið og upp- fœtt ellefu börn. Er sá liópur hinn myndar- og mannvænleg- asti, enda uppalinn við iðju- og reglusemi á hinu prýðilega og glaðværa heimili söngs og sagna, og jafnframt veitt sú skólament- un, sem alþýðu manna er holl- ust. Tíu af ellefu systkynum eru á lífi og þrjú gift. Voru þau hjón Valgerður og Guðm. orðlögð fyr- ir fríðleik á yngri árum og talin írábær að dugnaði. Og víst er um það, að kunnugir efast um, að fleiri handtök liggi eftir aðra menn sjötuga en Guðm. á Lóma- tjörn, Guðmundur Sæmundsson bóndi á Lómatjörn í Höfðahverfi átti sjötugsafmæli 9. þ. m., en kona hans Valgerður Jóhannesardótt- ir, Jónssonar prests Reykjalíns fyrrum prests á Þönglabakka, fyllir 56. árið í haust. Þau hafa búið á Lómatjörn um 30 ára skeið, húsað jörðina og bætt stórkostlega, haft þó sjaldan eða F. A. Thiele Bankastræti 4 er elsta og þektasta . gleraugnasjer- . verslun á Norð- urlöndum. Þar fæst ókeypis gleraugnamátun. Hin þektu Zeiss-gler af öllum gerðum. Odýr, sterk og góð gler- augu. Skrifið eða komið til okkar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.