Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1931, Blaðsíða 9

Fálkinn - 13.06.1931, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 Nýlega hljó nýtt þýskt beitiskip, er „Deptschland“ heitir, af stokkunum í Kiel, og var hin mesta viðhöfn við það tækifæri. Þar var sladdur liindenburg forseti, flestir ráðherrarnir og 60.000 manns voru boðnir til þessarar athafnar, sem vakið hef- ir mestu athygli, eigi aðeins í Þýskalandi heldur víðsvegar um heim. Samkvæmt Versaillesamningunum mega Þjóðverjar ekki smíða orustuskip heldur aðeins beitiskip, þó ekki stærri en 10.000 smáléstir. Þetta skip er þannig úr garði gert, að það sameinar eiginleika orustuskips og beitiskips og er að öllu samanlögðu eitt fullkonasta herskip, sem smíðað hefir verið, þó það jafnist ekki á við orusluskipin að stærð. Hafa menn því kallað það „vasaútgáfu“ af orustuskipi. Hvergi hefir rafmagn verið notað jafnmikið og er í þessu skipi. Það gengur ekki fyrir gufu heldur fyrir dieselvjelum, sem hafa 50.000 hestöfl og spar- ast við þetta rúm til kolageymslu, en gerir skipinu kleyft að hafa sex 11 þumlunga fallbyssur, áitta 6 þumlunga og fjórar fallbyssur gegn flugvjelum. Einnig er skipið brynvarið gegn loftárásum. Hraði skipsins er 26 kvartmílur. Viðurkenna allir, þetta sje fulkomnasta beitiskip veraldar og ætla Þjóðverjar á næstunni að smíða þrjú sömu tegundar í viðbót. Frakkar hafa þegar búið sig undir að svara þessari „hótun“. Þeir smíða skip 23,330 smálestir að stærð og búa þau tólf 12-þumlunga fall- byssum, sem geta flutt 1,6 kílómetra og verður komið fyrir í þreföldúm brynjuturnum, en hraði þessara skipa verður sami og þýsÉu skipanna. — Hjer að ofan er mynd af þýska skipinu ,Deutschland‘ og fyrsta franska skipinu, sem heitir ,Dunkerque‘. Fyrir iugurri ára reit Jules Verne söguna „Neðcinsjávar kringum hnöttinn“ og neytti hugmynda- flugs síns til þess að skrifa svo nýstárlega lýsingu á kafbáts- ferð, að eriginn tók hann alvar- lega. Nú er Sir Hubertus Wil- kins að leggja á stað í svona för á „Nautilus", en það nafn er úr sögu Vernes: nafnið á kafbátn- um þar. Á mynd\nni hjer til vinstri sjást þeir Wilkins og Jean sonur Jules Verne vera að að atliuga jarðlíkanið, í sam- bandi við ferðalagið nýja. Dýragarðurinn í Kaupmannahöfn hefir löngum verið heppinn með það, að dýr hafa tímgasi í vistinni þar og hefir garðurinn eigi selt fá sjaldgæf dýr. Það vakti milda athygli er fílarnir í garðinum eignuðust afkvæmi, fyrst Kaspar og síðan Júlíus, því að þetta ersjaldgæft. 1 vor hefir líka orðið fjölgun í garðin- um, fyrst fjölgaði hjá flóðhestamaddömunni og síðan hjú úlf- aldafrúnni. Og hjerna á myndinni að ofan sjást báðar mæð- urnar á ferð með afkvæmin.. Flóðhestamaddaman vildi lengi vel ekki sýna neinum afkvæmið, en nú er hún fariri að kenriá því aö ganga. Þýskir verkfræðingar hafa smiðað nýjan járnbrautavagn, sem er knúinn áfram með loftskrúfu og nær miklu meiri hraða en járnbrautir yfirleitt. Er hann í lögun líkastur Zeppelinsloft- skipi. Þegar vagninn var reyndur í fyrsta sinn, náði hann 205 kílómeira luaða á klukkustund. Hjer á myndinni sjest þessi járnbrautavugn á brautarstöðinni í Hannover. Þessi vagn hef- ir rúm handa 10 farþegum og vjelin hefir 500 hesta afl. Aft- ast á myndinni sjest á loftskrúfuna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.