Fálkinn


Fálkinn - 19.09.1931, Blaðsíða 3

Fálkinn - 19.09.1931, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjötlisgade 14. BlaSiS kemur út hvern laugardag. ÁskriftarverS er kr. 1.70 á mánuSi; kr. 5.00 á ársfjórSungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Hefði þaS verið steinn þá hefSi þaS drepiS mig, sagði kerlingin. Hefði, hefði, hefSi! Hversu oft bregSa menn ekki þessu orSi fyrir sig, í viðræSu og rökræSu. HefSi þetta veriS svona, þá hefSi þetta far- iS svo. ÞaS má taka sjer þetta þægil’ega orS í munn á tvennan hátt. AnnaS- hvort eins og kerlingin gerði, aS út- mála sjer afleiSingarnar af stein- kasti, þegar ullarlagSinum var hent i hana. Þannig má vekja deilu, án þess að' hafa fyrir henni nema flugu- fótinn — ullarlagSinn, og komast aS allara ótrúlegustu niSurstöSum. Hversu margar deilur hafa ekki spunnist af því, aS undirstöSunni var breylt jafn rækitega eins og ef ullarlagði væri breytt í stein. Hinsvegar er þaS jafnan gagnlegt aS bregSa fyrir sig orSinu „hefði“ en helst þegar maSur lalar viS sjálfan sig í huganum. „Svona fór þessi tilraun, en hefði jeg fariS öðruvisi aS, þó hefði hún líklega fariS á þessa leið“, geta menn sagt. Þetta eru menn sem íhuga, menn sem ekki aðeins reyna, heldur gera sjer líka far um að læra af reynsl- unni, hvort sem fyrirtækiS hefir tekist eða mistekist, og hrjóta heil- ann um hversvegna fór sem fór. En þá þýðir ekkert að hyggja á fjar- stæSum og dæma eftir þeim, eins og kerlingin með steininn gerði. ÞaS er talað um heppna menn og óheppna. Sumum heppnast alt, sem þeir ráðast í, en öðrum fátt eða ekk- ert. Fólk gefur þessu gætur og furð- ar sig á því, en ieitar ekki að skýr- ingum heldur notar orðiS heppinn og óheppinn, alveg eins og það væri náttúrulögmálið sjálft, sem rjeSi þessu. En þegar betur er aS gáð er heppni eins og óheppni ann- ars alls ekki jafn furðulegt og menn halda. Annar maðurinn kann að hugsa og hagnýta sjer reynslu sína og annara en hinn ekki. Lífið er ekki eins mikið liappdrætti og menn vilja vera láta. ÞaS er jafn mikil fyrirhöfn að draga núllið og að draga stærsta vinninginn í hluta- veltunni, en þar er annar maSurinn heppinn en hinn ekki. í hlutaveltu lífsis er miklu hægara að þekkja núllin frá vinningunum, en hinsveg- ar miklu meiri vandi að draga vinn- inginn en núlliS. AnnaS geta menn gert hugsunarlaust, en hitt verða menn að beita huganum við. En að- alreglan fyrir þvi aS geta náð vinn- ingnum í lífinu er sú, að beita bæSi hug og hönd. Því að hlutaveltan og iífið er sitt hvað. i Hæsta hús f heinti. WOOLWORTH-byggingin var lengi vel stærsta húsið i heiminum. Turn- inn á henni, bygður í gotneskum slíl var 792 fet yfir götu og hæðirnar voru 62. Svo leið og beið i mörg ár þangað til einn góðan veðurdag, að Bank of Manhattan-byggingin var fullgerS. Hún var <S34 fet. En um liana mátti segja, að Adam var ekki lengi i Paradís. Skömmu síSar hafði Crysler-byggingin kveði'ð liana í kút- inn; turninn á henni var 1040 feta liár yfir götu. 102 HÆÐIR! En svo kom Empire State-byggingin i ár, meira en hálfu liærri en Woolwortli. Efstu útsýnis- svalirnar i þessu húsi eru á 102. hæð og liggja 1250 fetum yfir götu, en þar fyrir ofan er svo lendingarmast- ur fyrir loftskip. ÁRÞÚSUNDA GAMALL DRAUM- UR. Sagnirnar um Babelsturninn sýna, að það er ekki ný bóla, þó menn langi til að byggja liærra upp í himingeiminn en nokkur maður hefir gert áður. Þetta er gamall draumur. ÞaS var þessi draumur, sem knúði liina gömlu Egyptalandskon- unga til þess að láta þúsundir af þrælum sínuin vinna að pýramída- hyggingunum. Giseh-pýramídinn var 451 fet á hæð, og svarar það til húss sem er 34 hæðir. Hvelfingin á Sl. Pjeturskirkjunni í Róm er 345 feta há og turnar dómkirkjunnar í Köln 512 fet. Washington-minnisvarSinn í Washington, sem gerður er í líkingu við obeliskana egyptsku, er 555 fet. Þegar farið var að byggja úr stáli var liægra um vik að komast hátt án gífurlega mikils lilskostnaðar. Eiffel- turninn er 984 fet á liæð, hann var í upphafi bygður aðeins til bráða- birgða, til þess aS draga athygli inanna að heimssýningunni í París 1889, en þegar til kom þótti óliæfa að rífa hana niður aftur. Hann stend- ur enn og héfir lengi verið talinn eitt af 7 furðuverkum veraldar i nýja stíl. Lengi var hann hæsli turn heimsins en Wooiwortli liæsla húsið. En nú er lendingarmastur Empire State byggingarinnar meira en 100 metrum hærra *en flaggstangartopp- urinn á Eiffelturni. FERD UPP í HÆÐIRNAR. Standi maður á horninu á 5. Avenue og 34. götu í New York og líti upp, þá er því líkast að Empire State nái upp i sjálfan himininn. Maður sjer ekki lurninn neðan af götunni. MaSur hlýðir auglýsingunum um hið prýði- iega útsýni uppi, á úlsýnissvölunum á 86. liæð sje veitingásaiur og þar sje hitinn 20 Fahrenheitstigum minni en á gölunni. FerSin upp kostar einn dollar og fólk fer þang- að í hópum, einkum þegar heitt er.. í húsinu eru 63 lyftur. I anddyr- unum niðri eru stórar töflur, sem Úðalsbóndi Runólfur Runólfs- son, Norðtunyu, verður sjötug- ur 25. þ. m. Það er óhættaðþvo mýkstu ullarföt úr IDX. En livað hin viðkvæmustu ullarföt verða mjúk og teygjanleg þegar þau þorna eftir LUX þvott- inn. Upprunalegi liturin lielst skær og skínandi, þau láta eins vel til, eru jafn lilý og fara ávalt eins vel og þau ný væru. Þar sem núningur með óvalinni þvottasápu gerir ullarfötin hörð og eyðileggur þau, þá má þvo þau aftur og aftur úr LUX ón þess að unt sje að verða þess var að þau hlaupi, eða skemm- ist á nokkurn hátt. Hinir gegnsæju LUX sáputíglar eru hreinasta þvottasápa sem nokkurntíma hefir verið fram- leidd. Reynið LUX ó vönduðuslu ullarflíkum yðar, og sjá, eftir margra mánaða notkun líta þau út sem spáný væru. Það sem þolir vatn þolir LUX. LUX W«LX 283-IO LEVER BROTHERS LIMITED. PORT SUNLIGHT.ENGLAND. Litlir pakkar 0.30. Stórir pakkar 0.60. sýna með hreyfiijósum hvernig lyfl- urnar þjóta fram og aftur. Á einni mínútu þýtur maSur upp á 80. hæð en þar er skift um lyftu og tekin lurnlyftan upp á 86. hæð en þaðan masturslyftan upp á 102. hæð. Og maSur finnur strax, að það er engin lvgi, að loftið er mikið svalara þarna en niðri. MEÐ FUGLSAUGUM. Fyrst geng- ur maður út að svalahandriðinu og lítur niður ó götuna fyrir neðan. Fólkið þar niðri er eins og flugur. Bílarnir eins og járnsmiðir, sem rekja sig áfram í beinum röðum. Fjær verður manni litið á nokkra gamla kirkjuturna, sem gnæfðu yfir borgina þegar þeir voru bygSir; nú eru þeir eins og lítil kramarhús milli húsanna. Og í eyrunum niðar samfelt djúpradda suð -— sambland alllra hávaðategundanna niðri á strætunum, vælsins frá járnbrautun- um og blástursins frá skipunum. í norðurátt blasa við flesl stór- hýsin, stalImynduS fjöll úr hvílum steini, undraborg sein er einslæð i veröldinni. Úti á höfninni er frelsis- styttan eins og ofurlitil brúða „og heldur ó blysinu við gylta hliðið. Jóti Guðmundsson, fíamla- hrauni á Eyrarbaklca, varð 75 ára 17. þ. m. í vestri eru MacAlpin og Pennsyl- vania-gistihúsin, eins og eldspítu- stokkar á rönd, en sporin frá járn- brautarstöðinni hverfa eins og mjó- ir þræðir inn í jarðgöngin, sem fiytja lestirnar undir Iludsonána. Enginn staður á jarðriki er jafn ið- andi og Manliattanhverfið, þar stöðvast mannshöndin sem stjórnar samgönguvjelunum hvorki dag eða nótt. Hjerna af svölunum sjest yfir bústaði sjö miljón manna, sjötíu sinnum fleiri en allra íslendinga. BLAÐASTRÁKURINN. Upphafs- maðurinn að þessari húsbyggingu og sá sem hrinti henni i framkvæmd er maSur, sem allur heimurinn kannast viS: AI Smith, eSa „voti“ Smith, sá sem í kjöri var við síS- ustu forsetakosningar gegn Hoover og var þá fylkisstjóri í New York, en núverandi forstjóri Empire State fjelagsins. Hann er borinn og barnfæddur í New York, fæddur í Eastside og seldi blöð á götunum í uppvexti, eins og svo margir mætir menn. Empire State byggingin stendur á lóð sem áður var túnskiki bónda er hjet John Thoinpson og bjó þarna um 1800. Hann hafði keypt jörSina fyrir 250 Klollara og þótti það mikið verð í þá daga. Jörðin var talsverS- an spöl fyriri utan þáverandi borg og bæjarmúrarnir á milli, þar sem nú er Wall Street. En þarna stóð hið fræga Waldorf-Astoria gistihús þangað til fyrir tveimur árum, að Empire State keypti það til niður- rifs til þess að rýma fyrir hinni nýju byggingu. Tvö þúsund manns voru Framh. á bls. 15. F. A. THIELE Bankastræti 4, hefir fengið margar nýjar sjer- lega góðar tegundir af teikni- áhöldum og reiknistokkum, á- samt latisum strikfjöðrum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.