Fálkinn


Fálkinn - 19.09.1931, Blaðsíða 11

Fálkinn - 19.09.1931, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Yngstu lesendurnir Edgar Wallace. í dag ætla jeg aö segja ykkur frá, livernig fátækur og foreldralaus enskur drengur kom svo vel undir sig fótunum, aö hann varð einna mest iesni rithöfundur Englands og jafnvel mest lesinn um allan heim. Fjórði hluti allra bóka, sem seldar voru í Englandi i fyrra, voru eftir hann en jafnframt voru á sama ári leikin eftir haun sex leikrit á leikhúsunum i London. í Ameríku kemur út eftir hann bók í hverjum mánuði og það er talið, að miljón eintök af bókum hans komi út á hverju ári. Frægð hans er ekki gömul, þvi að fyrir fimm árum fjekk hann ekki nema lág ritlaun fyrir sögur sínar. Edgar var níu ára þegar hann misti foreldra sina og næsta ár var hann á sveitinni. Þá tók góðviljaður fisksali hann að sjer og tók liann sjer í sonar stað, enda þótt hann ætli tvo syni fyrir. Kjörsonurinn varð sá, sem veitti fislcsalanum mesta gleði, þvi að liinir drengirnir drukku sig í hel á ungum aldri. Edgar Wallace skrifar aðallega lögreglusögur og hann fór ungur að taka eftir aðferðum lögregiunnar er hún var að komast fyrir glæpamál. Þegar Edgar var tíu ára komst lumu i kynni við glæpi í fyrsta sinn. Hann kyntist þá manni, sem var stundum að biðja hann.iun að hlaupa i næslu búð og kaupa fyrir sig vindlinga; maðurinn fjekk honum aitaf stóran silfurpening, en svo átti Edgar að skila afganginum í smápeningum á- samt vindlingunum. Edgctr sem blaðasali. skeið að selja hlöð. Hann hafði blaðahyllu sina uiidir gluggum eins af heldri manna klúbbunum i London, og í þá daga mun hann ekki hafa grunað, að liann mundi seinna verða forseti þessa sáma klúbbs. Seinna fekk hann atvinnu i prentsmiðju fyrir 5 shillinga kaup á viku. Einu sinni ætlaði eigandinn að liafa af honum kaupið að ástæðu- lausu og þá fór Edgar samstundis til dómstólanna og flutti mál sitt þar sjálfur — og vann það. Hann var þá 12 ára gamall. Edgar eríndreki myntfalsarans. Þegar þetta hafði endurtekið sig nokkrum sinnum fór Edgar að brjóta heilann um hvernig á þessu stæði, og einn góðan veðurdag gerði hann sjer lítið fyrir og fór með silf- urpeninginn til lögregluþjóns í stað- inn fyrir að fara með hann i búð- ina og kaupa vindlingana, og spurði hann hvort peningurinn væri fals- aður. Lögregluþjóninn sá undir eins að það var svo; maðurinn var tek- inn fastur en dómarinn hrósaði Edgar fyrir kænskuna og nafn hans kom á prent í blöðunum í fyrsta sinn. Eins og mörg fleiri stórmenni hafði Edgar það að atvinnu um eitl Edgar talar máli sinu fgrir rjettinum. Nú gekk á ýmsu fyrir Edgar. Hann bar út böggla fyrir fólk, seldi skó- svertu, sólaði skó, vann í gúmmi- gerð, varð vikadrengur á skipi og loks gekk liann í herinn. Hann fjekk rauðan einkennisbúning, byssu og sverð og lærði hermannasiði. Gaml- ir drykkjurútar í hernum reyndu að koma honum til að drekka, og sögðu honum, að bjórinn gerði menn glaða. En hann liafði sjeð afleiðing- ar ofdrykkjunnar og var altaf bind- indismaður. Á hermenskuárum sinum byrjaði hann að skrifa. Hann skrifaði neð- anmálssögu i blað og fjekk fyrir það Fegurstu kvikmyndaleikkonur heirasins nota hina ágætu LIIX handsðpo. XLTS 47-10 icmd Lux handsápa er skilyrði til að fá mjúka og fíngerða húð. Margar kvik- myndaleikkonur nota hana til þess að viðhalda fegurð sinni. Lux sápan gefur frá sjer indælan ilm, freyðir vel, mýkir húðina, og gerir hana hvíta og fallega. „Stúlka, sem hefir sljetta og fallega húð, þarf ekki að óttast hið hvassa auga ljósmyndavjelarinnar. Jafnvel hin minsta misfella í húðinni fær ekki dulist fyrir hinum næmu aug- um ljósmyndaglersins. Lux handsáp an er nauðsynleg hjálp til þess að halda húðinni sljettri og fallegri“, segir hin heimsfræga talmyndaleik- kona Útsöluverð 50 aura. LEVER BROTHERS LIMITED. PORT SUNLIGHT. ENGLAND. 25 krónur á viku. Þetta voru all- miklir peningar, fanst honum, —- svo miklir áð hann gæti hætt her- menskunni. í Búastriðinu komst hann í samband við stórblöðin í London; hann var í þessu stríði og ritskoðunin var mjög ströng, en livernig sein í því lá, gal Edgar altaf komið frá sjer nýjustu stórfrjett- um af stríðsviðburðunum, og beitti allskonar brögðum til þess. Eftir ófriðinn fór hann í langferðalög og safnaði reynslu og auði. Hann fjekk efni í skáldsögu hvar sem hann kom. Edgar Wallace. Wallace starfar ávalt án utan að komandi aðstoðar: hann þarf ekki að „fara í smiðju“ til annara, því að alt virðist liggja opið fyrir hon- um, og hann ritar gotl mál, og éinkar eðlilegt. Hann skrifar 80.000 orða skáldsögu á þremur sólar- ! hringum, leikrit á læpum fjórum ■ dögum og biðji einhver útgefandi hann um smásögu, 2—3 þúsund orð, ])á er hún tilbúin á 2—3 klukku- j stundum. Þannig getur aðeins sá mapur | starfað, sem hefir höfundargáfu, j hugvilssemi og þrek til þéss'að geta lagt mikið að sjer. Þetta eru ástæð- i urnar til þess, að Edgar Wallace 5 liefir getað látið jafnmikið éftir sig 5 liggja og raun ber vitni um, og getað unnið verk sitl svo vel, að allir vilja kaupa það. Hann hefir mörg hundruð þúsund króna tekjur á ári af bókum sínum, nú orðið, og er orð- inn vellauðugur maður. En þrátt fyr- ir það hve gæfan hefir hossað hon- um hátt í lífinu, þá er hann eigi að síður einkar lítillátur niaður og yfirlætislaus. Hann er altaf í góðu skapi, og hefir altaf gamanyrði á reiðum höndum. Og hjálpsemi hans, við þá, sem bágt eiga, er við brugð- ið. Nú þekkirðu víst manninn, sem þú sjerð svo oft getið i blöðunum. Og ef til vill hefir þú sjeð nafnið hans á mörgum neðanmálssögum, m. a. þeirri, sem er í „Fálkanum“ núna. Og ef til vill hefir þú ein- hverntiniá sjeð kvikmynd eftir hann í Bíó. Og af dæmi hans getur þú fengið svar við spurningunni um það, hvernig þú átt að komast áfram í heiminum. Svarið er þetta: Það er iðnin og ástundiinarsemin, sem hjálpar þjer best. Tóta systir. Kaþólska trúboðið hefir keypt lóð undir íbúðarhús, skóla, spítala og kirkju í Þórshöfn í Færeyjum og ætlar nú að fara að hefja trúboðs- starfsemi þar. Danskur prestur hefir orðið til þess, að vara almenning við þessu trúboði. ----x---- M á I n i n g a- vörur Veggfóður Landsins stœrsta úrval. >MÁLARINN« Seykjirík.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.