Fálkinn


Fálkinn - 19.09.1931, Blaðsíða 14

Fálkinn - 19.09.1931, Blaðsíða 14
14 F A L K I N N Tíminn er skrifaður á hornið á miðan- um, hr. fulltrúi — 9.35 og aftur 9.45, það kom í einu hljeinu á liljómleikunum, sem útvarpað er í kvöld. Hann las tilkynninguna einu sinni enn, og þungum steini var ljett af honum. „Hún er heil á húfi,“ sagði hann og rödd- in titraði. „Þakka yður fyrir.“ Heil á húfi, en livar og hvernig? Hann reyndi ekki að finna svar við þessum spurn- ingum meðan bifreiðin rann undir honum heim til hans. Hjarta hans söng af gleði og þakklæti og hann liefði getað dansað, ef liann hefði ekki verið svona þreyttur. Albert lilaut að hafa staðið og biðið lians við dyrnar, því þegar hann tók upp lykilinn var hurðinni lokið upp að innanverðu. „Það er kona inni og bíður eftir yður — hún er alveg nýkomin“, hvislaði hann. „Hver er það?“ spurði Jimmy og fyltist alt í einu fánýtri von. „Það er ungfrú Coleman,“ svaraði Albert. Dóra! Það lá við að hann hefði gleymt að liún væri til, gleymt sorgarsögu hennar. Hún sat við horðið með krosslagðar hendur og og dirninu augun gljáðu, eins og hún væri með sótthita. „Joan er heil á húfi“, sagði hann og lok- aði hurðinni að baki sjer. Jeg fjekk loft- skeyti um það rétt áðan“. „Guði sje lof fyrir það!“ hvíslaði hún. „Hafið þjer frjett nokkuð annars?“ Fögru augun liorfðu rannsakandi á hann. „Jeg veit, að Bennett er Tod Haydn“, svaraði hann rólega, en hún leit ekki undan. „Mjer þykir vænt um að þjer vitið það, því að hefðuð þjer ekki vitað það, þá hefði jeg neyðst til að segja yður það. Já, liann er Tod“. Hún þagði snöggvast og sagði svo: „Jimmy, má jeg sofa hjerna i nótt?“ „Sofa hjerna?“ át hann eftir og varð forviða. „Heyrið þjer, hjer er ekkert kvenfólk í hús- inu. Hafið þjer hugsað út í það?“ „Getum við þá ekki setið uppi i nótt og talað saman?“ spurði hún í örvæntingu. ,„Munið þjer ekki, að Tod er að leita að mjer? Hann lieldur auðvitað að jeg hafi svikið sig. Jeg gat ekki verið í Marlow, og jeg veit ekki hvert jeg á að fara.“ „Auðvitað getið þjer verið hjerna,“ sagði Jimmy innilega. „Albert er ákaflega ná- kvæmur í öllum siðum, svo þetta verður eins og reiðarslag fyrir hann, en — i sann- leika sagt — þá gildir mig einu hvað gerist í nótt,“ sagði hann kæruleysislega og við þessi orð brosti hún. „Vegna þess að þjer hafið fundið Joan. Hvar er hún?“ „Það get jeg ekki sagt yður,“ svaraði hann og skýrði henni svo frá, hvernig skilaboðin hefðu komið. „Það var merkilegt. Lawford hlýtur að hafa verið á sama stað,“ sagði liún. „Hún er auðvitað um borð í skipinu.“ „Sagði hann yður nokkurntíma meira um það?“ spurði hann ákafur. „Nei, en mjer hefir síðar dottið i hug, að Lawford hafi svikið okkur öll í trygðum og að þessvegna hafi hann flýtt sjer svona mikið að komast úr landi. Og, Jimmy, nú drepur hann mig; gleymið ekki að jeg er eina eftirlifandi vitnið gegn Tod Haydn. Coleman ætlaði að fara að svíkja liann; þessvegna var hann á leið með yður til Scotland Yard, en Tod grunaði hann og elti ykkur og drap hann —. Og, Jimmy, jeg veit að hann kemur klukkan tvö,“ sagði Dóra rólega. „Það er vani hans - enda er hann líka kallaður „Kl.-lvö-Tod“. Ef hann kemur ekki klukkan tvö þá kemur hann aldrei.“ Jimmy hjó sig nú undir nóttina, Dóra hafði afþakkað að sofa í rúminu hans og þessvegna ljet hann búa um hana á legu- bekk í setustofunni, og lagði hún sig þar í öllum fötunum. Svo dró hann mjóan sófa út í ganginn og upp að dyrunum. Þar svaf Albert, en Jimmy. fór inn í svefnherbergi sitt og færði rúmið sitt út að glugganum, þannig að hægt var að sjá af höfðalaginu niður í garðinn. Um miðnætti ljet han slökkva öll ljós í húsinu nema lítinn lampa í setustofunni, og Jimmy fór að hátta, með þeim fasta á- setningi að sofna ekki. En svo þreyttur var hann, að hann steinsofnaði skömmu síðar. Þegar klukkan sló tvö glaðvaknaði liann alt í einu. Dauðaþögn var kringum liann en úti á götunni mátti heyra skrölt í vagni. Þegar klukakn var að enda við að slá sást skuggi á glugganum. Jimmy greip til skammbyssunnar, sem lá undir koddanum, og beið. í hvaða mynd mundi árásin koma? Mínúta leið svo að ekkert gerðist og Jimmy fór að halda, að þetta liefði verið missýn- ing og var i þann veginn að fara á fætur og athuga það nánar, þegar eitthvað þungt kom inn um gluggann og datt á gólfið. Jimmy var aðeins brot úr sekúndu að sjá hvað skeð hafði; svo þrýsti han sjer upp að vegg og tók háðum höndum í rendurnar á undirsænginni og vatt henni að sjer. Á næsta augnabliki heyrðist geigvænlegur hvellur, Jim lyftist hátt í rúminu og datl niður aftur, en á eftir varð ógurlegur háv- aði og skrölt eins og járnrusli væri kastað til og frá um herbergið, loftið var þrungið af brennisteinsfýlu — og svo varð alt kyrt. Járnbútur hafði rekist gegn um sængina og sært Jim stórlega á öðrum handleggn- um, en ekki varð liann var við þetta fyr en síðar. Hann átti talsvert erfitt með að kom- ast fram á gólfið, því að rúmið hafði högl- ast utan um hann. En þegar þetta hafði tekist og lian ætlaði að kveikja, var ekkert ljós að fá. Svo hrinti hann upp brotinni liurð- inni að herberginu, sem Dóra láí.Þarvarekki heldur hægt að kveikja en Albert kom bráð- lega inn með eldspítur og kerti. Jimmy fór þá aftur inn í svefnlierbergi sitt til þess að skoða vegsumerkin. Þar var ekkert húsgagn óbroti,ð inni og ekki ein einasta rúða heil í gluggunum og eldur liafði komist í gólf- dúkinn. Jim slökti með vatninu í þvotta- könnunni meðan Albert var að friða fólkið, sem bjó á öðrum hæðum hússins og þurfti að fá að vita hvað gerst hafði. „Það var handsprengja,“ sagði liann þegar hspin kom inn til Dóru. „Jeg þekti það undir eins og jeg heyrði dynkinn. Jeg þekti þetta hljóð úr stríðinu og maður gleymir því ekki svo fljótt. — Maðurin hlýtur að hafa komið upp brunastigann.“ Væl frá brunabílum heyrðist neðan af götunni og skömmu síðar var húsið fult af slökkviliðsmönnuin. Skemdirnar voru meiri en Jim hafði haldið í fyrstu og lionum varð brátt ljóst, að hann átt ekki annars úrkostar en að flytja sig um set. Sem betur fór var húsnæði með húsgögnum á neðstu hæð; leigj- andinn var ekki heima, en hafði falið hús- verðinum að útvega leigjanda meðan hann væri burtu. Jim.my fjekk þetta húsnæði. Klukkan var 11 þegar liann vaknaði og horfði undrandi kringum sig í hinu nýja svefnherbergi, en ekki leið á löngu áður en liann hafði klæðst og barið á dyrnar lijá Dóru. „Er alt í lagi?“ spurði hann, og er hann hafði fengið játandi svar við því, fór hann fram og beið eftir árbítnum. Bill Dicker hafði fengið rænu um nóttina, en hjúkrunarkonan sagði Jimmy, að hann væri svo lasburða ennþá, að hann yrði að tala við hann með gætni og ekki of lengi. „Náðirðu í dólginn, Jim?“ var fyrsta spurn- ing Dickers. „Nei, jeg náði ekki i liann, enþað munaði minstu að hann næði i mig“. „Það var nú dáhtið annað“, svaraði Bill þreytulega. „Jimmy, ef þú ferð á veiðar eft- Haydn, þá máttu ekki gleyma, að hann hef- ir þrjú morð að baki sjer og gálgann fram undan, en það er ekki hægt að hengja liann nema einu sinni, og það er hetra að geta mætt sem vitni í málinu, en láta sín getið í ákærunni, sem þess síðasta er mannfýla þessi hafi orðið að grándi, eftir að hafa leik- ið svona lierfilega á mig. Hann sagð mjer svo fallegt æfintýri af því, að hann hefði uppgötvað leynigöng inn í neðanjarðarklef- ann og jeg gein við þessu eins og hjálfi“. Jimmy kinkaði kolli. „Já, og liann sneri líka á mig þegar hann kom með þessi brjef, en ein af smærri gátunum er þó ráðin, livað sem öðru líður, nefnilega ástæðan til, að „Bennett“ heyrði ekki lögregluþjóninn kalla áður en hann fór upp stigann. Hann var nefnilega alls ekki við, en kom inn á eftir lögregluþjóninum ogstóð fyrir neðan stig- ann, þegar liann kom ofaii aftur“. — En nú kom hjúkrunarkonan til skjalanna og Jimmy varð að fara. Ilann fór heim til hádegisverðar, þó að liann væri ekki vanur því, en hann var ekki ósmeykur um Dóru, þó að sá ótti væri á- stæðulaus. Hún liafði sofið vel og var orðin hressari, þó að enn væri hægt að sjá vegs- ummerki eftir höggin og marhlettir væru undir öðru auganu. „Þessi niðingur!“ sagði liann þegar hún hafði með fáum og átakanlegum orðum lýst atferli Tod Haydns gagnvart kvenfólki, sem ekki lilýddi viðstöðulaust. „Það hefði getað farið ver“, sagði liún kyrlátlega, „miklu ver. Hann liefði getað orðið ástfanginn af mjer, og það hefði orðið afdrifaríkt, því að þá veit jeg að jeg hefði drepið hann. Þjer hafið vitanlega ekki orðið var við liann síðan?“ Jimmy liristi liöfuðið. „Þekkið þjer nokkra af felustöðum lians?" Hún liugsaði sig um. „Jú, jeg geri það, en þjer megið ekki spyrja mig. Ekki hans vegna heldur mín. Jeg er sannfærð um að þjer náið í hann, en vil nauðug liafa ábyrgð- ina á handtöku hans nema — “ „Þjer viljið vist nauðug, að liann komist undan með miljónina lians Rex Walton?“ sagði Jimmy. Honum til undrunar fór Dóra að hlæja. „Miíjónin hans Rex er ekki í fórum Kupies framar“, sagði liún. „Hver hefir hana þá?“ spurði Jimmy. „Rex sjálfur“, svaraði Dóra.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.