Fálkinn


Fálkinn - 19.09.1931, Blaðsíða 5

Fálkinn - 19.09.1931, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 Sunnudags hugleiðing. „Páskalamb vort, sem er Kristur1*1. „Því að páskalambi voru er og slátrað, sem er Kristur. Höldum því hátíð ... Kristur Jesús er orðinn vís- dóinur frá Guði, bæði rjett- læti og helgun og endur- lausn“. I. Kór. 5, 7. — I Kór. 1, 30. ísaraelsmenn niáttu engu leifa til morguns, er þeir neyttu páska- lambsins, heldur skyldi það jetið upp til agna og í einni máltíð. Þann- ig liljóða fyrirmælin i II. Mós., 12. kap. Eru þau eftirtcktnverð mjög: Lambið áttu þeir að jeta upp til agna, en engu leifa. Skilurðu ef til vill ekki livað felst i fyrirmælum þessum? Páskalamb vort er Kristur. Þessa páskalambs átt þú að neyta. Ekki máttu bluta það í sundur eða leifa ncinu. Þannig ber þjer að meðtaka Krist sjálfan, eins og hánn er gef- inn þjer af Guði: Til visdóms, rjelttlætinijar og helgunar og end- lausnar. Það er gagnslaust fyrir þig að vilja takmarka eða gera ákvarðan- ir um veg hjálpræðisins, því hann er fullger af Guði sjálfum. Og fyrir- niæli Guðs eru fullskýr. Þjer ber nú aðeins að hlusta og hlýða. Þeir um það, sem ekki vilja halda páska. En við, sem viljum halda þá, verðum að haga okkur í öllu eftir fyrii'mælum Guðs, og skal þá engu leyfa af páskalambinu. Margir hluta þó páskalambið í sundur. Sumir vilja t. d. einungis veita spúmanninum Kristi viðtöku, visdómi hans og dásamlegum kenn- ingum. En engu meira. Þeir finna enga löngun hjá sjer til að meðtaka sjálfan hann. Syndin er þeim ekki það áhyggjuefni, að þeir sjái þörf á friðþægingu hans sjer til rjett- lætingar. Þeir eiga þvi ekkert er- indi við æðsta prestinn. Og ekki kæra þeir sig um Krist fyrir kon- ung; ekki vilja þeir lúta honum og láta stjórnast af honum til helgun- ar og endurlausnar. — Á þetta við um alla, sem brjóta heilann um kristindóminn, skilja og skýra alt á sína vísu, án þes þó að heimfæra kenninguna upp á sjálfa sig og láta það hafa áhrif á liugarfar og breytni. En Guð lætur ekki að sjer hæða. Hann segir um sjálfbyrging- ana, sem þykjast skilja alt, en trúa þó engu: „Ef þjer væruð blindir væri ekki um synd að ræða hjá yður, en nú segið þjer: Vjer erum sjáandi. Því lielst synd yðar við“. Aðrir vilja hafa Krist aðeins sjer til fyrirmyndar og helyunar, og rjettlætast þannig fyrir fagra breytni sína. Vilja þeir ganga kon- unginum til handa. Breyta í öllu eins og Kristur, feta í fótspor hans í auðmýkt, með bænagerð og sjálfsafneitun, o. s. frv. Líta þeir því út fyrir að vera sannkristnir menn. En undir þessu ásjálega yfirborði leynist sjálfbyrgingsskapurinn, sem æfinlega gerir altof háar hugmynd- ir um ágæti sjálfs sín. Hugarangur syndarans, sem ekkert annað get- ur orðið til huggunar en fórnar- dauði Krists, finst þeim fjarstæða ein og hræsni. Og þótl þeir jafnvel játi flest meginatriði kristinnar trúar, þá snúast þó allar hugsanir þeirra um það hvað þeir sjálfir gera eða beri að gera, en síður um það, sem Kristur hefir þegar full- komnað og áunnið með lcrossdauð- anuin og upprisunni. Hafa þeir því ekki lært hinn nýja söng Guðs út- völdu á himnum, um lamb Guðs, sem var slátrað og keypti okkur Guði til handa með blóði sínu. Sbr. Op. 5, 9. — Sje þjer nú, kæri les- ari, þannig farið, þá hlýt jeg að segja, að alvara þín er aðdáunar- Framhald á bls. fí Indverjar, sem eru meinlætamenn að eðlisfari standa vitan- lega miklu framar Evrópumönnum að faldralistum, einkum þeim , sem hafa þjáningar í för með sjer. Maðurinn sem myndin sýnir gengur þrjár enskar mílur í steikjandi hita, með öll spjót- in á berum líkamanum, en hefir bumbusláttarmenn tneð sjer til þess að Ijetta sjer gönguna. „Hver sem er, getur orðið fakír, ef hann vill“, segja vís- indamennirnir. Eftir styrjöldina miklu flæddu liópar af allskonar trúðleikur- um og töframönnuin yfir flest Evrópulönd, en þó einkum þau, sem skárst voru stödd og vonin hest um sókn að sýningum. Fyrst komu sveltitrúðarnir og það voru Þjóðverjar, sem tóku hest á móti þeim, enda liöfðu þeir víst liaft mest af sultinum að segja á ófriðarárunum. Það var altítt í Berlín um citt skeið, að veitingahús leigðu sjer „sveltimann“ til þess að draga gesti að staðnum, og ljetu hann sitja í glerskáp öllum til sýnis, svo að gestirnir gætu unað sjer enn betur en ella við að háma í sig pylsurnar sínar og svolgra i sig hjórinn. Seinast var þessi ósiður orðinn svo magnaður í landinu að yfirvöldin neyddust til að taka í taumana og fyrir- hjóða þessa „skemtun“. En þá kom annað í staðinn, nefnilega fakírarnir og nú liðu svo nokk- ur ár, að þeir voru í hverju horni víðsvegar um Evrópu. Sumir þeirra voru „ekta“, það er að segja komnir frá Austur- Það er nær ótrúlegt hvað trúin getur rekið suma Indverja út í. Myndin hjer að ofan er engan veginn eins dæmi. Hún er af meinlætamanni, sem trúir á far- sælt líf annars heims ef hann pynti sig nóg hjerna meginn grafarinnar. Þessvegna gengur hann á skóm, sem eru með nögl- um er standa upp í iljarnar og cr með þungan ktafa á herðun- um. löndum, en þar liafa fakirar verið til öldum saman og eiga aðgerðir þeirra rót sína að rekja til dultrúar þeirra, og fakíralist- irnar hafa löngumverið iðkaðar þar fyrir augum almennings. En flestir af fakírunum, sem sýndu listir sínar í Evrópu voru „hermikrákur", en liöfðu þó margir hverjir lært listirnar svo vel, að þeir stóðu tæplega að baki Indverjum. Þvi að einstaka vesturlandamaður er þeimhæfi- leika húinn að geta tamið sig svo, að liann getur sýnt venju- Jegum vesturlandahúa ýmislegt það, sem honum finst ótrúlegt. Listir fakíranna byggjast sumpart á kunnáttu í ýmsum trúðleikabrögðum og sumpart á afar sterkum viljakrafti þeirra. Er jafnan meira af trúðleika- hrögðum cn viljakrafti bak við sýningar venjulegra fakíra, eða svo er um þá, sem oftast sýna sig á norðurlöndum. „Óhrennandi maðurinn“ til dæmis, sem snertir glóandi járn með tungunni eða liendinni nýt- ur þess, að milli járnsins og handarinnar myndast lag af gufu, sem leiðir illa hita og ver j)ví hörundið bruna. Þetta kom til greina í fornöld í sambandi við járnburðinn, sem um eitt skeið var notaður sem sönnun- argágn fyrir sekt manna eða Hjer sjest sverðgleypirinn, sem samlímis því að hann lætur sverðið hverfa niður í maga stingur rýtingnm i kinnarnar á sjer og hálsinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.