Fálkinn


Fálkinn - 19.09.1931, Blaðsíða 6

Fálkinn - 19.09.1931, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N Þessi maður kallar sig „Eldfjallið“. Hann sýnir sig á götum í London og segist gjósa eldi. Það gerir hann á þann hátt að hann sýpur vænan gúlsopa af hensíni og spýtir því út úr sjer, en kveikir á því um leið, svo að loginn stendur út úr hvoptinum á honnm. Þessi Indverji sýnir listir sínar á götum úti i indverskum bæjum. 1 líkama hans standa um 600 nálar og hnífar en hann kennir einslds sársauka. Það er tíma verk, að koma nál- unum fyrir á honum. Þessi amerikanski faldr, sem kallar sig „Nostradamus" liggur á naglaoddum án þess að nokkursstaðar komi skeina á bakið á honum. Honum gerir meira að segja ekkert til, þó að 200 punda þungur maður standi á bringunni á honum. sakleysi. Ýmsir hafa sjeð eða lesið um mennina, sem dansa berfættir á glerbrotum. Þetta er hægt ef menn hreifa fæturna á rjettan liátt, en geri menn það ekki þá skera brotin iljarnar til blóðs. Okkur finst ekki girnilegt að vera í sporum mannsins, sem myndin sýnir liggjandi á járn- göddum, enda er það óneitan- lega ekki aðlaðandi, en þetta er þó hægt ef að vöðvarnir eru vel hertir og maðurinn gætir þess að láta líkámsþunga sinn dreif- asl jafnt á alla gaddana. Þá er listin að láta grafa sig lifandi, liana eru ýmsir vesturlandabú- ar farnir að leika og tekst vel. Þannig sýndi maður einn það „listaverk“ í Þýskalandi nýlega, að láta grafa sig og vera í jörð 120 klukkutíma, eftir að hann hafði látið reka langar nálar i andlitið á sjer og hálsinn og lierðarnar. Þessi lisl er með þeim ljótustu af öllurn fakíra- listum, og liefir orðið mörgum að bana, en er skýrð þannig, að maðurinn æfi sig lengi áður á jiví, að anda að sjer svo litlu andrúmslofti í liverju andar- taki, að honum endist loftið, sem er í kistunni. En J)að er sagt, að sú æfing sje margra ára starf. Franskur vísindainaður sem hefir rannsakað listir fakírá lieldur þvi fram, að allir geti orðið fakírar ef þeir vilji, og að fakírarnir sju ekki annað en ó- brotnir leiktrúðar. En hvað sem þvi liður þá er það víst, að hinir indversku fakírar leika listir, sem enginn Evrópumaður hefir getað gert eftir, hvort sem þær listir byggjast nú á dáleiðingu á áhorfendunum eða öðru. Þrír ítalir i Ameriku þykjasl ætla að fara i bifreið frá Ameríku lil Evrópu. Leiðin á að liggja norð- ur yfir Canada, þaðan á ísnum til Grænlands og austur yfir ])að norð- nnvert og yfir heimsskautaísana til Síberiu og suður yfir Rússland til Moskva og þaðan til Rómaborgar. Það verður gaman að sjá hvenær þeir koma á áfangastaðinn. ----x------ Lðgreglan í Odense hjelt nýlega uppboð á nokkrum bifreiðum, vegna þess að gjöld af þeim höfðu ekki verið greidd. Þar var Fordbíll seld- ur á 9 krónur og tveir flutningabílar á 20 og 25 krónur. Sá vagninn sem komst í hæst verð var sleginn á 145 krónur. ----x----- Nú er komið á markaðinn nýtt eldsneyti handa flugvjelum, sem hef- ir þann mikla kost, að það er ekki eldfimt. Þegar logandi eldspílu er lleygt í það þá sloknar undir eins á henni og þó rauðhituð sje járnstöng og látin of.an í vökvann þá hefir það engin áhrif. Vonandi getur þetta eldsneyti þó brunnið, jivi aunars gæti það varta komið að gagni. -----x---- Sterkasti Röntgenlampinn sem gerður hefir verið í heiminum, er, nýlega tekinn til notkunar við krabbameinslækningar á Memorial- spitalanum i New York. Hann þarf 900.000 volta spennu, en þeir Rönt- genlampar, sein sterkastir voru áður, voru þrisvar sinnum veikari. ----x----- Einn af skrítnustu mönnum jarð- ríkis á heima í Dawsonvitle i Banda- ríkjunum. Hann er sjötíu og þriggja ára og heitir Lincoln Nehunt. Iiann liefir aldrei verið rakaður, aldrei ver- ið kliptur og aldrei hefir hann selt upp höfuðfat. Hann hefir aldrei kom- ið inn í skólahús, aldrei í kirkju og aldrei í rjeltarsal. Hann hefir aldrei reykt, luggið eða tekið í nefið, aldrei smakkað áfengi og aldrei drukkið kaffi. Tóbaki hefir hann þó liaft nóg af um æfina, því að hann rekur ló- baksgerð. Til hvers hefir manngarm- urinn lifað í öll þessi ár? ----x----- í Rússlandi koma 805 hjónaskiln- aðir á hver 100.000 manns, í Banda- ríkjunum 163, í Austurriki 139, í Jap- an 79, í Sviss 67, í Danmörku 66, í Þýskalandi 61 og í Frakklandi 47. ——x------- Sunnudagshug-leiðing', framh. verð. En þú kafar ekki inægitega djúpt. Áttu þvi eftir ttð verða fyrir miklum vonbrigðum. Þú væntir mikils af sjálfum þjer. En sannfæri andi Guðs þig um „synd, um rjett- læti og dóm“, þá mun þjer skilj- ast hve mjög þjer er ábótavant. ■— Spámaðurinn .íesaja sjer okkur ötl standa frammi fyrir augliti Guðs: „Og vjer urðum allir sem óhreinn maður, allar dygðir vorar, sem saurgað klæði“. Það eitt gildir hjá Guði, glötuðum syndara til sálu- hjálpar, að páskalambi voru er þeg- ar slátrað og hefir keypt okkur Guði til handa með blóði sínu. í þriðja tagi má nefna þá hina mörgu, sem treysta vilja friðþæg- ingu Krists, en vilja þó ekki heyra lalað um lielgun. Eru það holdlega sinnaðir lærisveinar; þeim þykir það indætl boðskapiu’, að enginn verði fyrirdæmdur sakir syndanna, og að engin verk geli áunnið okk- ur sáluhjálpina. Þeir efast alls ekki um að þjónustu æðstaprestins sje í nokkru ábótavant. En þeim finsl að sjer ekkerl komi við áminning- arnar allar um deyðing holdsvilj- ans og uin sjálfsafneitun. Kvarta þeir jafnan yfir að verið sje að íþygnja samviskum þeirra með slíkum boðskap. „Hafa þeir á sjer yfirskin guðhræðslunnar“, segir ritningin, „en afneita krafti henn- ar“. Kristindómurinn hefir lítil áhrif haft á breytni þeirra. Þeir kjósa að fara sínu fram, fremur en að hafa Krist að mælikvarða. Eru þeir því óhreinsaðar, óræktar greinar á vinviðnum. — Þeim vildi jeg sagt hafa: Vandlæti ykk- ar fyrir fagnaðarboðskapnum og fyrir samviskufrelsi, er hrósvert. En hversvegna hatið þið ávöxtinn? Hversvegna látið þið áminningar- orð Nýjatestamentisins ykkur eins og vind um eyrun þjóta? Eða eru þau ekki einnig lrá Kristi og post- ulunum? Alt þetta hlýsl nú af að vilja hluta páskalambið i sundur og leifa nokkru af því. En minnist þess þið öll, sem leitið leiðbeiningar i þessum efn- um, að „öll ritningin er innblásin af Guði, og er nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðrjettingar, til mentunar i réttlæti, til þess að guðsmaðurinn sje atgjör, hæfur til sjerhvers góðs verks“. C. O. fíosenius. (Ó. Ó. íslenskaði).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.