Fálkinn


Fálkinn - 31.10.1931, Blaðsíða 3

Fálkinn - 31.10.1931, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 ’*! VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ititstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Sravar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankaslrœti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Aiiglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Gamla Bíó 25 ára 1906 — 2. nóv. —1931 Skraddaraþankar. liraðinn er einkenni nútímans. Hraði í samgöngum, hraði i vinnu, hraði i öllu, hverju nafni, sem nefn- ist. Fyrir 500 árum var það engu minna þrekvirki að komast suður yfir þvera Evrópu en nú er að fara kringum hnöttinn. Eða réttara sagt: hið fyrra var talsvert þrekvirki en hið síðara alls ekki. Aðeins að kaupa farmiðann og ganga um borð i skipið. Og aukning hraðans fer sivaxandi og het'ir aldrei verið meiri en nú. Ilún er orðin svo mikil, að mennirn- ir átta sig ekki á hraðanum lengur. Þeir eru eins og heimaalningur sem i fyrsta skifli sjer járnbrautarlest þjóta fram hjá sjer úti á viðavangi. Þeir missa andann, taka um höfuð- ið á sjer, hringsnúast og skilja ekki neitt. Og þegar þeir fara að jafna sig hugsa l>eir um það eitt, að reyna að fljóta með, án þess að gera sjcr grein fyrir hvert ferðinni sje heit- ið. Því að þeir vita, að vilji þeir standa kyrrir eða fara sama seina- ganginn og |>eir fóru áður, þá bíð- ur þeirra ekkert nema einsetulíf gamals sjervitrings eða ónytjungs, sem timinn og gæfan hefir brunað frá. En hefir ekki forsjána vantað þegar kappið var lagt sem mest á það að auka hraðann? Hefir ])ess verið gætt, að hafa hemlana í lagi, svo að hægt væri að draga úr ferð- inni, þegar hún þótti orðin ægileg. Hafa þjóðirnar lært nokkuð töfra- orð til þess að stöðva kvörnina (irótta þegar hún hefir malað nóg. Viðburðii' síðuslu tíma hafa sýnl, að svo cr ekki. Heimurinn stautast ál'ram á trjefótum og riðar í hverju s)>ori, og enginn veit til hlítar hvern ig hægt sje að lækna hann þannig, að hann geti fleygt hækjunum. Og er ekki þetla hið sama eins og það, sem kemur fyrir mann, sem sest upp i bifrcið og ekur af stað, án þcss að kunna að stöðva hana? Var ekki hraðinn orðinn svo mikill, að enginn gat við neitt ráðið og eng- inn vissi örugt ráð til þess að draga úr honum, nema það að hleypa far- artækinu í slrand. Vinnutækin eru fullkomnuð og gerð afkastameiri, en eklti er jafn- framt fundið ráð til l>ess að sjá far- horða þeim, sem þessi vinnulæki taka atvinnuna frá. Einstaka þjóð- ir mala gull og sökkva niður í eynid og atvinnuleysi. Og ólal menn koma fram með ráð, sem ekki eru heyrð fyr en það er orðið of seint. Væri ekki betra að hugsa ineira um heml- ana. Elsta og stærsla kvikmyndalnis landsins, Gamla Bió, á ald- arfjórðungs afmæli á mánudaginn kemui'. Var það stofnað af F. Warburg stórkaupmanni í Khöfn árið 1906 og hafði fyrstu sýningu sína í Breiðfjörðshúsi 2. nóvember um haustið. Hjet það „Reykjavíkur Biograph-Teater" l'ram að árinu 1912, að Xýja Bíó var stofnað. Þá fjekk það nafnið „Gamla Bíó" og hefir haldið þvi síðan. P. Petersen, sem dvalið hafði hjer á landi i eitt ár og slundað ljósmyndaiðn tók við stjórn kvikmyndahússins er það var stofnað og rak það fyrir Wárburgs hönd, þangað til að hann keypti það að honuni látnum og tók við þvi sem eigandi árið 1914. Hefir Gamla Bíó því alla tið verið undir sama stjórnanda og eigendurnir ekki nema þeir tveir, sem nefndir hafa verið. Fram til ársins 1927 var Gamla Bió ávalt til húsa i Breiðfjörðs- húsi og var salurinn þar endurbættur smátt og smátt En svo fór að lokuni, að hann þóttl ekki við- unandi og bygði Peter- sen því hið mikla stór- hýsi við Ing- ólfsstræti, sem er svo stórt og vandað, að það mun fullnægja öllum kröfum um marga ókomna áratugi. Er gólfflötur hússins rúm- ir 600 metrar og rúin 600 sæti eru í húsiiui. Má marka af þvi að rúmið er gott i húsinu, enda eru anddyri og gangar svo rúmgott, að eigi eru gerð- ar meiri kröfur í því efni á bestu samkomuhúsum erlendis. Petersen helir jafnan látið sjer hugarhaldið um, að reka fyrirtæki sitl með sem mestum mynd- arbrag og verið kröfuþarður í vali myiida þeirra, sem hann helir tekið til sýningar. Hefir Gamla Bió því jafnan átt miklum vinsældum að fagna. Iín þessi aldarf.jórðungur lýsir merkilegum þró- unarferli kvikmyndalistarinnar og mundi mörg- um þykja skrítið að sjá þá stórkostlegu breytingu, sem orðið hefir á kvikmyndagerðinni á þeim tíina. Ef tök væru á, að sýna núna á afmælinu sömu myndirnar, sein Gamla Bió sýndi fyrst hjer, inundi fólk víst alls ekki láta á sér standa að fylla húsið, fyrir forvitnissakir. Munurinn á nútíma- mynd og mynd fyrir 25 árum, er eigi minni en á úrvals málverki og teikningu eftir barn, sem varla kann að draga lil stafs. Siðasti áfanginn á þessuin þróunarferli gerðisl með komu liljómmyndanna. Og á afmælisdaginn verður sýnd danska talmyndin „Presturinn í Vejlby", sem er fyrsta fullkómna hljómmyndin, sem Danir hafa gert. Er húft bygð á merkilegri sögu eftir Steen Blieher og hefir vakið mikla at- hygli. Það eru margar skemtilegar stundir, sem ltcyk- víkingar liafa átt í Gamla Bíó. Munu þeir íninnasl með hlý.ju afmælisdagsbarnsins og óska þvi góðs gengis á komandi árum. Myndirnar sýna: að ofaú t. v. framhlið hússins í Ingólfsstræli, t. h. veitingasalinn uppi i Gainla Bió, en bá koma myndir af gamla salnum i Breið- fjörðshúsi, mynd af nýja salnum uppi og loks af salnum niðri. Ennfremur mynd al' P. Petersen forstjóra.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.