Fálkinn


Fálkinn - 31.10.1931, Blaðsíða 14

Fálkinn - 31.10.1931, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N fáu, skrælnuðu grasloppa og kjarrbletti, sem gægjast fram í skuggsælustu brekkum dalverpisins. Litla fylkingin liraðar ferðinni. Sólin nálgasl skörðótta tinda fjallanna, sem gnæfa í vestri innan við landamæri Afgan- istans. Það er vissara að ná til virkis nr. 4 áður en myrkrið skellur á. Þeir ganga enn þrjá kílómetra og blasir þá við binn rauði, beri og teningslaga virkismúr. Hann hvíl- ir á nokkurskonar klettasnös, sem slútir fram yfir dalinn. Væri ekki stauravirki og þjettriðið gáddavírsnet um ofanverðan múrinn, gætu menn lialdið, að bygging þessi væri klaustur, þar sem munkar lægju á bæn og hugsuðu þess á milli um fánýli hinnar árangurslausu baráttu mannanna. F2n þetta er ekki liæli fyrir þá menn, sem heiðra í kyrþey fagnaðarboðskap bróðern- isins og ákalla þann, sem ljet lífið til að kenna mönnum að elska hverir aðra .... Nei, þetta er virki. Virki nr. 4. Tvær vjel- byssur eru altaf til taks í norðvestur og suðvestur horninu. I kjallaranum eru engin gömul handrit heldur skotfærabirgðir. Loft- net er strengt milli tveggja varðturna. Með- aumkunin á ekki friðland í þessum dal. Dauðinn er á sveimi yfir lionum og illgirn- islegt glott leikur um holdlausa ásjónu hans Subadar'inn heilsar nýja yfirmanninum sínum fyrir framan járnhliðið, sem lýkst aftur undir eins og seinasti vagninn er kom- inn inn í portið. Hann fylgir Roberts til her- bei'gis og sýnir honum það: — Hérna bjó Gordon höfuðsmaður. Yður verður ekki of heitt. Báðir gluggarnir eru litlir og brynhlerarnir þola skot úr Lee- Enfield*) byssum. Taksildar-inn er í leið- angri með njósnarflokk. Hann gefur yður skýi-slu strax og hann kemur. — Það er gotl. Þakk’ fyrir. Subadar'inn kveður og fer, en i því kem- ur þjónn Roberts inn með farangurinn. Það er fljótgert að koma honum fyrir. í her- berginu er aðeins eitt borð, tveir stólai', eitt járnrúm og dragkista. Meðan þjónninn raðar þvolti húsbónda síns i skúffurnar, stendur Roberts út við gluggann og virðir fyrir sjer hinn viðúttu- mikla dal, sem rökkrið faerist óðfluga yfir. Við sjónhringinn breiðist múslin-gulur bjarmi út yfir óskapnað öræfafjallgarðsins, sem óskýrist æ meira og meira. Hvei'gi sjest ljós. Hvergi lifsmark á neinu. Roberts stend- ur lengi sem dáleiddur af óvenjulegri tign þessa auðnarlega umhverfis. Þjónninn lians er farinn úl hljóðalausl. Hann snýr sjer við og gengur um autt her- bei'gið. Hei'bergi? Nei, fangaklefi, væri rjett ara að segja. Hann athugar borðið, sem hann á að skrifa við, litla járnrúmið, sem hann á að sofa í framvegis. Síðan opnar hann flötu handtöskuna, sem merkt er E. R. og hefur að geyma einkaskjöl hans. Hann leitar í brjefasyi'punni. Loksins finnur hann það sem hann vantar. Þá gengur hann að litla rúminu, lyftir upp teppinu og sting- ur varlega undir koddann ljósmynd í silf- urramma. III. Frá Edward Roberts, höfuðsmanni i Ind- ') Fyrirskipaðar í breska hernum. landshernum, til Seylignac höfuðsmanns í Afrikuhernum. Virki nr. 4. Zara-Skátar. 5. apríl 1929. N. W. F. P. Kæri Seylignac! Á þeim erfiðu stundum, er við lifðum saman sem nýbakaðir undirliðsforingjar á frönsku vígstöðvunum og stóðum hlið við lilið í lokaþætti liins inikla hildarleiks, stofnuðum við með okkur æfilanga vináttu. Leyfið mjer því nú, í nafni þessara gömlu minninga, að gera yður að trúnaðarmanni mínum og biðja yður um dálítinn greiða. Þjer eruð sannarlega sá eini maður, sem jeg get rætt við um einkamál mín. Fyrst og fremst vegna þess að enginn landi minn mundi skilja mig. Og einkum vegna þess, að þið Frakkar eruð fúsir að afsaka öfgar mannlegra tilfinninga. Gagnvart þeim, sem verða ástinni að bráð, komið þið ekki fram með háðslegri og drembilegri eftirlátsemi, eins og við Englendingarnir gerum okkur upp af tómri hræsni og til þess að sýnast dygðugir. Eg þarfnast skriftaföður. En nú er jeg ekki trúaður. Hverjum á jeg þá að trúa fyr- ir hugraunum mínum, ef það cr ekki liin- um drenglynda bardagabróður, sem berst fyrir föðurland sitt á landamærum Mar- okkó eins og jeg berst fyrir mitt inni á ind- verskum öræfum? Hlustið á mig, Seylignac. . . . Yður get jeg sagt allan sannleikann. Það hefur litið vantað á að jeg misti stöðu mína. Eg hef lent í máli, þar sem ást, peningar og heið- ur minn fljettuðust saman, svo að við sjálft lá, að jeg misti liðsforingjaskírteini mitt og virðingu félaga minna. Sagan er á þessa leið. Þjer munið, að síð- astliðið sumar vildi svo heppilega til að við fengum leyfi um líkt leyti og hittumst á Riviera. Þá kyntuð þjer mig fyrir yndislegri konu, sem þjer þektuð raunar mjög lítið, frú de Nogales. Stuttu síðar sendi jeg yður skeyti, — haf- ið þjer ekki fengið það kannske? — Hrifn- ingar- og dularfult skevti, orðað ei-nhvern- veginn svona: „Bíðið mín ekki í París. Er mjög hrifinn af fuglinum okkar. Missi hans vonandi ekki“. Æ, kæri vinur, ef þjer hefðuð verið for- spár, hefðuð þjer undir eins farið lil Cann- es og reynt að láta mig hætta við þessar veiðar með öllum þeirra yfirvofandi hætt- um. Jeg hefði auðvitað hlegið og farið mínu fram, því enginn má sköpum renna, og holl ráð verka sem olía á eld, þegar hin illa ákvörðun er tekin. Þjer munið kannske ekki eftir frú No- gales. Þjer þekkið svo margar fagrar kon- ur. En hún er töfrandi. Þó ekki heint veru- Hvað Svíar segja um „Vjer hjeldum heim“. Maður hittir þarna aftur alvöruna og gletn- ina, samúðina og skilninginn og fyrst og fremst hið mikla og raunverulega rjettdæmi. Sá, sem lesið liefir fyrri bókina verður að lesa „Vjer hjeldum heim“. Hann verður ekki fyrir vonbrigðum. Bækur Remarques eru tvö bestu heimildarritin um síðustu ár styrjaldar- innar og hinn bitra eftirleik hennar. Sydsvenska Dagbladet. lega fríð, miklu verra en það; liún er ein af þeim konum, sem sagt er um: hvað er það eiginlega, sem gerir hana svo ómót- stæðilega ? Svipurinn er hreinn og mjúkur, en nefið er lireint ekki klassískt, langt í lrá. Brjóst- ið er ekki eins og á myndastyttu eftir Clo- dion, en manni verður starsýnt á það og axlirnar, þegar hún er í flegnum kjól. Ef lil vill er yndisþokki margra kvenna fólg- inn blátt áfram i augnaráði þeirra, sem eins og dregur fjöður vfir alla smágalla í vexti þeirra og útliti. Ilvað haldið þjer? Augu þessarar konu, - - hún er ættuð lrá Vestur-Indíum, hertóku vilja minn strax fyrsta daginn. Jeg þyrfti að vera alt í senn, málari, skáld, sálfræðingur og jafn- vel Freud-sinni til að lýsa liinum flosmjúka glampa þeirra, hinum laðandi draumblæ, bliðlega og skipandi dáleiðslumætti þeirra. Þau gáfu mjer ekki tíma til að sjá, að enn- ið var dálítið of livelft. Hún er dökkhærð, hörundið frísklegt, silkimjúkt og ilmar alt- af af jasmín og ambri, einkennilega blönd- uðum saman. Finst yður ekki að hörundið á þessum líkama, sem er kannske full iioldugur til þess að l'alla i geð þeim er unna þurlegum, beinum vaxtarlínum, lial'i hlotið að nægja til þess að ræna mig svelni á næturnar og að breyta mínum einbeitt- ustu ákvörðunum í óljósar hugmyndir? Hún er dóttir kreólastúlku og Englend- ing's og giftist herramanni frá Hondúras- lýðveldinu, landeyðu, sem virtist liafast við að staðaldri í baðborgum meginlandsins. Viku eftir að vi'ð sáumst fyrst urðum vi'ð óaðskiljanlegir samspilarar i golf og tennis. Við — það er að segja Alba og jeg. Því að maðurinn hennar tók hádegisdúrinn fram yfir tennisspaðann og bakkarat-spilið í Juan-les-Pins fram vfir það að handleika slagkólfinn, enda virtist hann mjög ánægð- ur yfir því, að konan hans hafði fengið meðspilara. Þegar við borðuðum saman, bauð hann mjer vindla á eftir, sem sómdu vellauðugum plantekrueiganda, og sagði í gamni: Capíuin, mjer þykir vænl um að þjer fáið konu mína til að hreyfa sig. .. . Og liann bætti við meinliæðnislega: Af því að eiginmenn g'eta altaf borið fult traust til ensks liðsforingja. Má vera að þetta hafi verið lirós, en brótt kom i ljós hvað það var óverðskuldað. Jeg varð með hverjum degi ástfangnari i Ölbu. Hún varð þess vör, þótt jeg gerði alt til að leyna þvi. Loks var það einn dag, er hr. de Nogalcs lnif'ði brugðið sjer til Monte Garlo til þess að spila, að lconan hans kom heim til mín með þeirri ró og dirfsku, sem hennar var vandi. Minn góði ásetningur varð smámsaman að rúst. Hið uppörvandi látbragð liennar hjó fyrsta skarðið. Hin seiðandi rödd hennar, þessi rödd, sem hún kunni svo meistaralega að Jieita sjer í liag, svæfði seinustu efasemdir mínar. Og augu hennar gerðu það sem á vantaði. Til septemberloka lifðum við í fullsælu á ströndum Miðjarðarhafsins. Alt í einu fór hún með manni sínum til Lundúna, án þess að skýra fyrir mjer ástæðuna. Til þess að vekja ekki altof sterkan grun, beið jeg incð það i tiu daga að fylgja þeim eftir. Þessi skilnaður færði mjer heim sanninn um að jeg var blátt áfram sjúkur

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.