Fálkinn


Fálkinn - 31.10.1931, Blaðsíða 11

Fálkinn - 31.10.1931, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Yngstu lesendurnir. Qulliö verðlausa. Inð skuluð nú ukki halda, að þetta sje frásögn af þvi, hvernig það gerð- ist, að gullið hrapaði i verði uni eitt skeið, þegar alt var að fara i ongþveiti vegna styrjaldarinnar miklu og afleiðinga hennar. Jeg ætla ekki að fara að 'Skýra fyrir ykkur gengismál cða önnur fjár- hagsvísindi, þvi að það er nógur tíminn til þess, að athuga málið, þegar þið eruð orðin stór. Og mun- ið þið eltir þvi, að þið verðið að vera vel þroskuð, þegar þið farið uppkomin, að segja álit ykkar um gengismál og peningaverslun nú- timans. Þvi það er svo flókin gáta, að jafnvel bestu fjármálamenn heimsins, hafa orðið sjer til hneisu þar. Ilvað mundi þá, ef þú og jeg ættu að fara að segja mönnum til um f/ullsins viröi. En fyrirsögnin er alt annars eðlis. Hún er staðreynd, sem sýnir, að jafnvel þessi dýri málmur, gullið, var einskis virði. Og hlustið þið nú á og lesið þið vel SÖGUNA UM HASSAN OG FATIMU. Einu sinni áttu heima i Bagdad mjög ágjörn hjón. Þau hjetu Hass- an og Fatima. Hassan var einn af þjónum kalífans (konungsins) þar í borginni og hafði við góðan kost að húa, en þóttist eigi að síður vera fátækur. Þau hjónin áttu heima í grotta- kofa, gengu ræfilslega til fara og áttu aðeins málungi matar. Og loks urðu þau svo ágjörn, af allri fátækt- inni, að þau sáu eftir þvi, sem ofan í þau fór. En þá datt Hassan ráð i lnig. „Nú skaltu ganga niður á torg Fatima“, sagði hann, „og segja öll- um frá því, að kalífinn hafi sett mig í fangelsi fyrir engar sakir. Þá verða kaupmennirnir hrjóstgóðir við þig og láta þig fá matvörurnar fyrir ekki neitt. Jeg er aldrei heima, nema hlánóttina, svo enginn saknar |jess, að hann sjái mig ðkki heima“. Fatima á belliför. Eins og skiljanlegt var kendi kaupmaðurinn i hrjósti um Fatirnu, er liann heyrði, hvaða ógæfu hún hefði orðið fyrir. Og svo lifðu þau um langa hríð af gjöfum góðmenn- nnna, Hassan og Fatima. En loks komusl kaupmennirnir á snoðir um eitlhvað og sögðu: „Snautaðu heim lil mannsins þins, þar mun vera nóg af öllu“. Og þar við sat. En kella var ekki af haki dottin, og nú fór hún ekki lil kaupmannanna heldur lil hús- mæðra, sem hún hafði talað við og aflaði þar (il heimilisins á sama hátt og fyr. En þessi lind þraut lika, og þá urðu ágjörnu hjónin að fara að taka úr kistuhandraðanum sín- um. Hassan fanst þetta ilt, og i næsta skifti, sem hann hafði verið við starf silt i höllinni, kom hann heim með dýran rúhínstein i inunn- inum. „Hvar náðirðu i hann?“ spurði Fatima. Og Hassan svaraði: í höllinni, vitanlega. Kalifinn á nóg af svona steinum, og saknar einskis ])ó einn hverfi“. Nóttina eftir kom hann með ann- an gimstein, og svöna hjelt hann á- fram. Og svo sagði hann: „Þegar uóg er komið, förum við í aðra borg og seljum gimsleinana. Jeg segi við kaupandann, að við höfum erft þá“. En hjer fór á sömu leið, eins og altaf fer hröppunum. Það komsl upp um skötuhjúin, og þeim var háðum stefnt fyrir rjett. Þar var kalifinn sjálfur i öndvegi, og hann var góður og réttlátur rikisfaðir. Og hann sagði við þau: „Þið ættuð skilið að hengjast, bæði tvö, en jeg ætla að náða ykkur“. Hassan og Fatima hluþu náttúr- lega upp lil handa og fóta, er þau heyrðu liessi orð, en kalifinn hjelt áfram: „Jeg ætla að þyrma ykkur með einu skilyrði, og er það, að þið hverfið heim i kotið ykkar með öll auðæfin ykkar, fyrir almanna sjón- um! Og það ætla jeg að segja ykkur að fyrsti maður, kona eða barn, sem þorir að selja ykkur, þó ekki sje nema brauðskorpu, verður hengdur, fyrir að hafa selt lyrir stolið. llörð refsing. Svo hjeldu þau heim, með þung- an poka á bakinu, fyltan gulli og gimsteinum, og hermenn stóðu með- Iram veginum, til þess að athuga, hvorl nokkur maður þyrði að selja þeim nokkurn hlut. Fyrst i stað fanst þeim það mikið hnoss, að mega halda öllu gullinu, en þegar fór að líða á dáginn urðu þau, að Sokkarnir yðar þveonir lir Lnx þola betur oij eru ávait sem nýjir. SOKKARNIIt eru viðkvæmar flikur, af öllum tisku klæðnaði þurfa þeir því besta meðferð. Sje varúðar gætt í þvotti, eykur það endingu þeirra. Lux notkun heldur þeim sterkum og sem nýjum löngu eftir að önnur sápuefni mundu hafa slitið þeim til agna, þvi Lux-löðr- ið er hreint eins og nýjasta regnvatn. — 011 óhrenindi hverfa af hverjum silkijiræði fyrir liinu mjúka Lux-löðri. — Þeir halda hinum upprunalega gljáa. — Lux gerir sokkana yð- ar aftur sem nýja, og eykur endingu þeirra. Ilafið því Lux ávalt handbært. LUX W-LX 3» 1-1» Litlir pakkar 0.30 Stórir pakkar 0.60 LEVER BROTHERS LlMlTED* PORT SUNLIGHT.ENCLANB. l>afi sem þolir vatn þolir Lux. leita svölunar við þorsta sínum í óhreinum mýrar])ollum og mat fengu þau engan nema þann, sem þau gátu tínl úr skarnhaugum með- fram veginum. Fötin þeirra urðu að druslum, en ekki var svo mikið sem bót að fá, hvað þá nýja flik. Enginn vildi verslá við þau. Þar sem þau áttu næturstað, var ekki hægl að • fjölskyldna, sem þið hafið betlað af. Og hvað ykkur sjálfum viðvikur, Hassan og Fatímu, þá er það vel, að þið hafið loks lært að gull og gimsteinar eru útaf fyrir sig cinsk- is virði. Þið getið keypt margt fyrir gull, en ekki alt I Og það gull, sem maðurinn hefir náð fyrir okur eða pretti, þyngir mann niður". Maurapitkarnir biðja fyriroefningar. fá eldsneyti, að kynda bál við um nóttina. Þetta var að vetrarlagi og svarf aö þeim bæði hungur og kuldi. Og loks sneru þau við, og komust lokst til hallar kalífans og beiddust vægðar undan refsingu þeirri er þeim hafði verið dæmd. Og Hassan hrópaði: „Takið alt gullið okkar, herra kalífi, og látið okkur aldrei s.iá það aftur. En gef okkur vinnu, og lát okkur njóta vinnunnar“. Þegar kalifinn hafði heyrt þetta, Ijet hann taka af þeim hjónunum gullpokana, og svo sagði hann: „Gefið kaupmönnunum sem þið haf- ið svikið, annan pokann, en hinn skulið þið gefa ættingjum þeirra Og svo sagði hann við forsætisráð- herrans sinn: Gefið nú þessum ves- lingum mat og fatnað, vinnu og frelsi. Gefið þeim færi á að lila nvju lífi“. Menn hafa veitt þvi eftirtekt að óvenju lítið hefir verið um storka i Norðurálfu i sumar. Storkar eru far- luglar, sem mestan hluta ársins búa í Afriku. Nú kemur sú fregn, að storkar hafi fundist i þúsunda tali dauðir þar syðra. Er sagt að skolliö hafi á óskaplegur fellibylur sem drepið hafi fugíana.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.