Fálkinn


Fálkinn - 21.11.1931, Blaðsíða 6

Fálkinn - 21.11.1931, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N Þessa fögru og veglegu kirkju sem fíússar bygðu í Varsjá á sinni tið, hafa Pólverjar rifið til grunna. Þjóðverjar rændu úr henni öllum málmi sem þar var, er þeir höfðu lagt Varsjá undir sig, og notuðu hann til hergagn as m í ða. höfuðborg, Varsjá og j>ar í höl'- urríki og Prússland tóku hvert sinn hlutann og eftir stóð ríkis- laus síðasti konungur, sem Pól- verjar hafa átt, Stanislaus ann- ar. Hann lifði það sem eftir var æfinnar í brauði íikjanna þriggja, sem höfðu rænt hann landinu. Sá sem síðastur reyndi að verja sjálfstæði Póllands var frelsishetjan Thadeus Kozius- zko, sem hafði tekið þátt i frelsisstríði Norður-Ameríku- manna við frábæran orðstír, undir stjórn George Washing- tons sjálfs. Kom hann heim til Póllands frá Ameríku árið 1792, barðist í liði Poniatowski, hins fræga fursta, sem beið hana í liði Napólions á undanhaldinu eftir fólkorustuna við Leipzig og var foringi uppreisnarinnar, sem frelsiskærir Pólverjar liófu eftir að Pólland hafði verið skift í annað sinn. Hefir Thor- valdsen gert riddaralíkneski af Poniatowski, sem þykir ein af bestu myndum lians, þeirrar tegundar. — En þessi frelsis- barátta varð árangurslaus. Það var „ekki laust, sem skrattinn iijelt“ og stórveldin þrjú bældu niður allar uppreisnir eftir liina þriðju skiftingu Póllands. En aldrei varð friður i landi. Rússland, Prússland og Austur- riki áttu sífelt í vök að verjast gegn upphlaupum í Póllandi. Þegar heimsstyrjöldin var komin i algleyming vildu báðir þeir aðilar, sem Pólverjar lutu, annarsvegar Rússar og hinsveg- ar Þjóðverjar og Austurríkis- menn ginna Pólverjar til fylgis við sig, með fögrum loforðum um sjálfstæði að ófriðarlokum. Rússneska stjórnin lofaði þeim frjálslegri heimastjórn, en Þýskaland — og Austurríki með hálfri hendi þó — gáfu út hátíðlegar tilkynningar, um að hið forna konungsríki, Pólland skyldi endurreist að ófriðnum loknum. Miðveldin stóðu að því leyti betur að vígi, að þau lögðu undir sig mestn hluta hins rúss- neska Póllands snemma ófrið- arins og þar með liina fornu uðhorginni gáfu þeir út tilkynn- ingu sína um endurreisn ríkis- ins. En þó var sú veila á boðinu, að Pólverjar sjálfir skildu mæta vel, að tilboðið varðaði aðeins hinn rússneska liluta Póllands. Að sigurvegararnir — ef þeir yrðu Þjóðverjar — ljetu sjer detta í hug, að leggja sinn hluta landsins fram til rikis- stofnunarinnar, kom vitanlega ekki til mála. Þegar miðveldin gáfust upp haustið 1918 lýsti Pólland þegar i stað yfir sjálf- stæði sínu, og með Versala- friðnum var svo Pólland endur- reist, með 30 miljón manna i- búatölu og að landstæi’ð hið sjöttta í Evrópu. En þó að friður væri saminn var síður en svo, að pólska rík- ið væri komið i fast horf. Hið nýja pólska ríki lenti í ófriði við Rússland árið 1920 og mun- aði minstu að það týndi þá þeg- ar sjálfstæði sínu. Rússar óðu með her sinn langt inn í land- ið og um miðjan ágúst 1920 voru þeir í aðeins 15 km. fjar- lægð frá höfuðborginni Varsjá. Þá var það Pilsudski, sem sið- ar varð einvaldslierra í Pól- landi, sem bjargaði landinu.Hann Ijet lierlúðurinn gjalla um alt landið og þjóðin greip einhuga til vopna til þess að verja sjálf- stæði sitt. Auk þess fjekk hann liergögn lijá Frökkum, sem á laun reyndu að liamla á móti Rússum og úr franska liernum fjekk liann til aðstoðar fjölda liðsforingja. Breytti þá um og vopnagæfan flutti sig um set. Á timabilinu 29. september til 18. október ráku Pólverjar rúss- nesku lierina af höndum sjer og mistu Rússar þá um 150.000 manns auk mikilla hergagna. Vígstöðvarnar, eins og þær voru 18. október 1920, hin svokallaða Hlat-lína, eru núverandi landa- væri Póllands og Rússlands. Var þá samið vopnahlje og við friðarsamningana fengu Pól- verjar ýmsu framgengt sjer til hagsmuna. Pólverjar höfðu sjálfir meira ógagn en gagn af þessum ófriði, en vesturríkin mundu ógjarnan hafa viljað, að landamæri Rúss- lands lægi um Varsjá í slað þess þar sem þau liggja nú. í fáum löndum er skeggið í eins miklu uppáhaldi og í Rúmeníu. Ganga margir með sítt skegg og þvo það daglega upp úr nýmjólk; síðan þerra þeir það og strjúka vel með straujárni. Tíma hljóta þeir að hafa nœgan. -----x---- Rússneskur stórfursti fór einu sinni til Parísar. Eitt kvöld fór hann í leikhús og! sýndi leikhússtjórinn honum svo mikla virðingu, að fursl- inn ákvað að senda ,,primadonnu“ leikhússins blómavönd. Nokkru síð- ar kom ókunn kona til hans. „Jeg er hrædd um að yðar hátign þekki mig ekki“, sagði hún „jeg er leik- konan Mariquita og kem til þess að þakka yður fyrir öll fallegu blómin, sem þjer hafið sent mjer“. „Nú, þekki jeg yður frú“, sagði stórfurst- inn „en yður hlýtur að skjátlast, jeg hefi bara sent yður einu sinni blóm“. „Þjer hafið sent blóm dag- iega“. — Nú var kallað á þjóninn og játaði hann að hann hefði dag- lega fært leikkonunni' blómvönd. Hún hafði gefið honum fimm franka í drykkjupeninga, en blómin kost- uðu aðeins 2 fr. Hafði hann þarna náð sjer daglega í 3 fr. aukatekjur Var hann samstundis rekinn úr vist- inni, en svo virðist sem stórfurst- inn hafi ekki fyr en þá komið auga á fegurð og yndisþokka leikkonunn- ar, því að innan mánaðar voru þau harðgift. Máttu þau þannig þakka þjóninum fyrir gæfu sína. -----x---- og mikla möguleika fyrir gó'öri framtíð. Byggist þetta einkum á námunum og landbúnaðar- möguleikum. Það liamlar mest, hve örðugt aðstöðu þeir eiga lil siglinga. „Pólska hliðið“ norður að Eystrasalti, skamt frá Danzig með höfninni Gdynia er þeim cklci nóg, en jafnframt cr þetta hlið Þjóðverjum þyrnir í aug- um, vegna þess að það slcer Austur- Prússland frá þýska ríkinu. Og hva'ð snert ir innanlands frið í Póllandi þá er hann mjög af skorn um skamti. Síðan Pólverj ar lýstu yfir íjálfstæði sínu 1918 hefir ver ið mesta ó- kyrð í pólsk- um stjórnmál um og gengið á ýmsu. Stund um hafa verkalýðs- . flokkarnir . haft völdin og nú er land- ið undir svipu einræðisins. Pólska stjórnmála- menn virðisl vanta alla tilhneig- ingu til þess að meta hagsmuni alþjóðar meira en eigin- eða ílokkshagsmuni. Samkvæmt símfregn frá Madrid hefur Trotsky beðið lýðveldisstjórn- ina um leyfi til þess að setjast að á Spáni. En sem kunnugt er hefur Trotsky leitað landvistar í flestum löndum álfunnar, en alstaðar verið synjað. Þykist hann viss um að fá lcyfið og er byrjaður að ganga frá skruddum sínum. En tíminn einn leiðir í Ijós, hvort honum verður að ósk sinni, eða ekki. ----x----- Þektur leikari var boðinn til mið- degisverðar hjá auðkýfing nokkrum, sem bar á borð hestu vínin er hann átti. Þreyttist hann ekki að segja leikaranum, sem hafði j>að t. d. sjer til ágætis að hann hafði aldrei leik- ið í talmynd, hve ágæt þessi og þessi tegund væri. Þegar kaffið og koníaki, kom fram í lítilli flösku, sagði gestgjafinn með breiðu brosi. — Hjerna er nú góður og gam- all koníaksdropi — og hann er meir en 100 ára. Hvað segið þjer uin það!“ Leikarinn leit á flöskuna og sagði: „Mjer finnst koníakið þá vera altof lítið eftir aldri“. ----x----- í skjalasafni hallarinnar Itaman- aty í Rio de Janeiro, hefur nýlega fundist fyrsta bókin sem prentuð var i Brasilíu. Það er Htil hók, að- oins 20 síður. Hún lýsir komu bisk- upsins af Rio de Janeiro til Brasilíu 1767. Á gulnuðu titilblaðinu stend- ur: Anno do MDCCLXVII. Prentar- inn hjet Antonio de Fonseca og varð að halda bókinni leyndri, því að Portugalskonungur gaut illu auga til alls sem þá gerðist í Brasilíu og neitaði öllum um prentfrelsi. Til refsingar var prentsmiðju Fonesca lokað eftir konunglegri skipan og hann varð að greiða háar sektir, Pólland á mikil náttúrugæði, Kosziuszko, frelsishetjan, dó í Paris. Ilann var graf- inn i dómkirkjunni i Varsjá. Hjer á mgndinni sjest kerið, sem hjarta hans er geymt í og er mynd hans greypt á framhlið kersins.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.