Fálkinn


Fálkinn - 21.11.1931, Blaðsíða 10

Fálkinn - 21.11.1931, Blaðsíða 10
10 P Á L K I N N $v/\nA ^MJORUKí Er búið til úr bestu efnum sem til eru. Berið það saman við annað smjörlíki og notið síðan það sem yður líkar best. Hiimvomit S VEGGFÓBUR Landsins besta úrval. BRVN J A Reykiavík IV I K U R I T I Ð j 8 kemur út einu sinni i viku 8 32 bls. i senn. Verð 35 aurar 8 Flytur spennandi framhalds- sögur eftir þekta höfunda. 8 Tekið á móti áskrifendum á afgr. Morgunbl. — Sími 500. 2 3 h e f t i útkomin. L Z - E - B - O gerir ofna og eldvjelar skín- andi fallegar. Hraðvirkur. Gljá- inn dimmur og blæfallegur. Fæst í öllum verslunum. Húsmóðirin og kreppan. í nokkrum amerikönskum bæj- um hafa verið haldnar hagskýrslur um, hve mikið kvenfólkið verslaði í búðum og hve mikið karlmenn- irnir. Og reyndin varð sú, að kven- fólkið varð miklu þyngra á metun- um. Þó að ekki getið verið um al- gjöran samanburð að ræða þar og hjer, er svo mikið víst, að það er kvenfólkið, sem annast að mestu leyti innkaup til heimilisþarfa hjer á landi og undir hagsýni húsmóð- urinnar er það komið hvernig því fje er varið, sem „gengur í heimil- ið“, sem kallað er. Tveir liðir eru iangstærstir í inn- kaupum húsmóðurinnar: matarföng- in og fatnaðurinn á fjölskylduna. fslenskar húsmæður eru yfirleitt ekki eyðslusamar, enda hafa flestar þeirra ekki úr miklu að spila. Óþörf eyðsla þeirra er einkum í því fólg- in, að þær kunna margar hverjar ekki svo vel til matargerðar sem skyldi og því verður maturinn ef til vill óþarflega ódrjúgur i meðförun- um, eða kemur ekki að því gagni sem skyldi. Og ef til vill eru þær ekki nægilega fróðar um næringar- gildi einstakra matvælategunda og kaupa stundum dýrt fæðu, sem þær álíta að sje holl og næringarefna- rík en ganga fram hjá annari, sem er miklu ódýrari, en um leið nær- ingarmeiri og getur verið eins ljúf- feng eða ljúffengari, með rjettri að- ferð. — En það er annað atxúði, sem vert er að minnast á, á þessum tím- um, sem nú standa yfir. Það er við- urkent, að sem mest þurfi að tak- marka innflutning erlendrar vöru. Og það mun verða viðurkent áður en langt um líður, að íslendingar geta aldrei orðiö efnalega sjálfstæö þjóð, ef þeir nola sjer ekki betur eigin afurðir, en þeir gera nú. Hjer riður mikið á, að húsmóðirin sje vel á verði, þvi að tnginn getur htynt að innlendu framleiðslunni, ef hún ekki getur það. Malvælaframleiðsla ísiendinga er að vísu einhæf, þar sem þeir fi’am- leiða ekki kornmeti. En landið fram- leiðir fisk, kjöt, mjólk, smjör og aðr- ar afurðir dýrarikisins í svo stórum mæli, að allur innflutningur tit landsins er greiddur með þessum af- urðum. Og þetta sem að framan er lalið er nú óneitanlega það, sem maðurinn nærist einkum á. Fyrsta boðorð húsfreyjunnar verður að vera það, að kaupa alls ekki útlenda matvöru, þar sem hægt er að fá inn- lenda. útienda niðursuðan á að vera landræk, hvort heldur er mjólk eða fiskur. Útlendu álagsrjettanna þarf enginn að sakna, því að ef húsmóð- irin er kunnáttusöm er henni i lófa lagið, að hafa jafnan til bragðgott álag úr íslensku efni. Og það er hægl, að draga stórum úr ýmsri kornmetisnotkun með því að auka notkun þess, sem innlent fæst. Brauð- átið er eflaust óþarflega mikið og eins, er vist um grautarát. Það er sjaldgæft að fisksoð sje notað til súpugerðar hjer á landi, soðinu er fleygt eins og hverju öðru óæti, þó að það sje ljúffengl í súpur, ef fisk- urinn er góður og þveginn nægilega lega vel áður en hann er soðinn. — Innlent fataefni og prjón þykir þykir ekki eins fullkomið og það úl- lenda, þó að sannanlegt sje, að þær tegundir, sem framleiddar eru hjer jafnist fyllilega á við sömu tegundir útlendar. En vitanlega er ekki inn- lcndi iðnaðurinn svo margbreyttur, að hann geti fulnægl allskonar dutl- ungum, sem fólk kann að hafa á tak- teinuni. Það verður hann aldrei. En mesl er um það verl, að það er hægt að fá ótrúlega mikið til fatnaðar innanlands, og einmitt lil aðalfatn- aðarins. Um inntendan iðnað í öðrum greinum er því miður ekki um auð- ugan garð að gresja. En þó er það ýmislegt, er að er gáð, sem hægt er að fá' innlent — eins gott og betra en það útlenda. Húsmóðirin getur með athugun og góðum vilja lagt stór vopn til baráttunnar við kreppuna, með því að spyrja jafnan um innlendu fram- leiðsluna fyrst og velja hana, svo framarlega sem innlenda varan slenst samanburð við hina, hvað verð og gæði snertir. Og jafnvel þó hún geri það ekki. íslenskar hús- mæður geta ráðið örlögum miljóna króna — hvorl þær verða i landinu eða hvort þær fara í hit útlenda framleiðandans. Á erfiðum tímum lærist þjóðunum leiðin til að forð- ast erfiðu timana næst, og á þann hátt verða þeir lil gagns. Ef menn njóta ekki þessa eina gagns, sem sem þeir hafa í för með sjer, standa þeir enn ver að vígi, þegar hungur- voðann ber að dyruin næst. Þeir hafa liagað sjer eins og óvitar, sem ekki verður við bjargað. Innlenda framleiðslan á að vera fyrir öllu. Hún hefir skilyrðislaus- an forgöngurjett. Sje hún svift hon- um þá sviftir þjóðin sig um leið efnalegu sjálfstæði sínu. NORSKE KVINNERS heitir fje- SANITATSFORENING lagsskapur er --------------------- konur í Nor- egi stofnuðu til fyrir allmörgum ár- um. Fjelag þetta heitir sjer einkum fyrir auknum þrifnaði og baráttu gegn sjúkdómsböli, og þá sjerstak- lega gegn berklaveiki, safnar fje til þess að styrkja bágstadda er sjúk- dóma ber að garði hjá þeim, útbýtir rúmfatnaði og því um líkt. í sam- bandinu eru nú 95.000 konui- eh fje- lagsdeildirnar eru 670. Heldur sam- bandið uppi um 100 hjálparstöðv- um og hefir mentað um 1000 hjúkr- unarkonur, sem starfa fyrir það víðsvegar um landið. Eins og sjá má er starfsemi þessa fjelags eigi ósvipað starfi hjúkrun- arfjelagsins „Líkn“ í Reykjavík. En væri það ekki athugandi, hvort ekki væri hægt að koma upp landsfjelagi, með deildum í öllum kaupstöðum landsins og stærri kauptúnum, svo og í þjettbýlum sveitum. Enguin get- ur dulist að-verkefnið er meira en nóg og engum vafa er það bundið, að svona fjelagsskapur gæti komið miklu góðu til leiðar. Fræðslustarfsemi gæti svona fje- lag einnig innt af hendi í ríkum mæli, einkum viðvíkjandi almenn- um þrifnaði en jafnframt um með- Til daglegrar notkunar: * „Sirius“ stjörnukakó. u fj 3 Gætið vörumerkisins. n ■■»“■■■«■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■ ■■■■■■■■ ■■■■»•■■ ; M á I n i n g a- i vðrur Veggfóður Landsins stærata úrval. Umálarinn- Reykjarik. ferð einfaldra sjúkdóma, matarræði sjúklinga og annað því skylt. Með öflugu starfi fjelagsins gæti það orð- ið til ómetanlegra nota og kvenþjóð- inni til sóma..

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.